blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 20.06.2006, Blaðsíða 6
6 i FRÉTTnr™— ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2006 blaAÍ6 Reutecs Fara fram á dauðadóm yfir Saddam Hussein Ákæruvaldið í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein, fyrrum forseta Iraks, hefur hvatt til þess að hann verði dæmdur til „þyngstu mögu- legu refsingar”. Þetta kom fram í gær þegar ákæruvaldið hóf lokakafl- ann í málflutningi sínum. Saddam og sjö menn aðrir sem ákærðir eru ásamt honum hlýddu á málflutning saksóknarans í réttar- salnum í Bagdad, höfuðborg Iraks. Verjendur munu hefja málflutn- ing sinn ío. næsta mánaðar. Þegar honum lýkur mun fimm manna dómur ákveða refsinguna. Saddam og sjömenningarnir eru sakaðir um að bera ábyrgð á dauða 148 sjía-múslima sem myrtir voru í þorpinu Dujail á níunda áratug liðinnar aldar. Saddam Hussein var sýnt banatilræði er hann kom til þorpsins og er hann sakaður um að hafa brugðist við þeirri ógnun með því að fyrirskipa fjölda- morðið. Mennirnir eru sakaðir um glæpi gegn mannkyni og verði þeir fundnir sekir kunna þeir að hljóta líflátsdóm. Einn saksóknara í málinu sagði í gær að enginn vafi léki á því að sakborningar hefðu beitt sér fyrir .skipulagðri og víðtækri” árás á al- þýðu manna í Dujail. Þeir hefðu látið handtaka fjölda fólks, karla, konur og börn. Fangarnir hefðu síðan sætt pyntingum. Lögmað- urinn hélt því og fram að morðtil- raunin hefði verið sett á svið í „pól- itískum tilgangi”. Verjendur sakborninga halda því fram að eðlilegt megi teljast að stjórnvöld hafi brugðist við tilræð- inu. Verjendur halda því einnig fram að margir þeirra sem sagðir voru hafa verið drepnir í Dujail séu í raun enn á lífi. Vísitala bygg- ingarkostn- aðar hækkar Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan júní, hækkar um 0,3% frá fyrra mán- uði samkvæmt tölum frá Hagstof- unni. Vísitalan er nú 335,8 stig og gildir fyrir júlímánuð. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingar- kostnaðar hækkað um rúmlega 7%. Réttarhöldin y fir Saddam Hussein og sjömenningunum hafa nú staðið yfir í átta mánuði. Ýmsir lagaspek- ingar hafa gagnrýnt framkvæmd þeirra og nefnt hefur verið að verj- endum hafi ekki verið tryggður nægur tími til að leiða fram þau vitni sem kölluð höfðu verið til. Saddam Hussein, fyrrum Iraks- forseti, og Abdullah Kathim Ruwaid, sem einnig er sakaður um ábyrgð á fjöldamorðinu í Dujail, í réttar- salnum í Bagdad í gær. Sjávarútvegsráðherra kallar eftir gagnkvæmri viröingu Einar K. Guðfinnsson vonast og ætlast til þess að afstaða forsvars- manna hvalaskoðunarfyrirtækja mótist af gagnkvæmri virðingu. Eftir Atla Isleifsson Einar K. Guðfinnsson, sjávarút- vegsráðherra, segir að þegar hvala- rannsóknir hófust 2003 hafi menn ákveðið veiðisvæðin meðal annars með hliðsjón af því að trufla ekki starfsemi hvalasfcoðunarfyrirtækja. „Ég veit ekki annað en að staðið hafi verið við að veiða á þeim svæðum sem ákvörðun var tekin um á sínum tíma,“ segir Einar í samtali við Blaðið. í síðustu viku mótmæltu Hvala- skoðunarsamtök íslands harðlega þeirri ákvörðun sjávarútvegsráð- herra að leyft verði að veiða 50 hrefnur á þessu ári. Samtökin áréttuðu jafnframt að Samtök ferða- þjónustunnar og aðalfundir Ferða- málaráðs hafi ítrekað mótmælt hval- veiðistefnu stjórnvalda. Fullur vilji Að sögn Einars ganga rannsóknirnar út á að veiða á tilteknum fyrirfram ákvörðuðum svæðum. „Hins vegar er það þannig að hvalaskoðunarfyr- irtækin hljóta einnig að færa sig til Einar K. Guðfinnsson og reyna að fara með báta sína á þá staði sem líklegast er að menn finni og sjái hval. Auðvitað getur komið til þess að einhver árekstur verði þar á milli. Það er sjálfsagt ekki hægt að komast algerlega hjá því.“ Einar segir vera fullan vilji af hálfu Færeyskir sjómenn teknir í landhelgi Varðskipið Óðinn stöðvaði á sunnu- dagskvöld færeyska togarann Sancy sem staðinn var að því að vera inni í íslensku efnahagslög- sögunni fyrir austan land án þess að tilkynna um ferðir sínar. Fjórir varðskipsmenn réðust um borð í skipið á ferð þar sem skipstjórinn sinnti í engu tilmælum skipherra Óðins. Togarinn var staddur 17,3 sjó- mílur vestan sameiginlegs nýting- arsvæðis sem samið var um á milli íslands og Færeyja árið 2002 þegar varðskipsmenn tóku eftir honum. „Skipherra Óðins gaf stöðvunar- merki sem skipstjóri Sancy sinnti ekki,“ segir Dagmar Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgis- gæslu fslands. „Klukkan 22.53 fór léttbátur frá varðskipinu í áttina að Sancy og jafnframt var tilkynnt í talstöð á rás 16 að varðskips- menn væru á leiðinni um borð og var togaranum skipað að stöðva strax.“ Dagmar segir að togarinn hafi verið á níu sjómílna ferð þegar þetta gerðist. „Varðskipsmennirnir hófu þá uppgöngu um borð í togar- ann og hægði skipstjórinn ekki ferð- ina fyrr en tveir menn voru komnir i stigann á hlið skipsins." Varðskipsmönnum stefnt í hættu Dagmar segir að varðskipsmenn- irnir telji að færeyski skipstjórinn hafi með þessu hátterni sínu stefnt Varðskipsmenn ráðast til uppgöngu í togarann Sancy þeim í hættu. „Þeim tókst svo að komast klakklaust um borð og rannsökuðu þeir veiðarfæri og þann afla sem um borð var.“ Varð- skipsmennirnir tóku því næst við stjórn skipsins. Þyrla Landhelgis- gæslunnar, Sif, flaug með tvo skip- stjórnendur austur fyrir land og setti um borð í varðskipið. Þaðan fóru þeir á léttbát yfir í Sancy og sigldu skipinu til Eskifjarðar þar sem málið verður rannsakað frekar af lögregluy firvöldum. Óðinn var á leið til Hull þar sem skipið tekur þátt í minningarat- höfn um drukknaða sjómenn og af því tilefni var forstjóri Landhelg- isgæslunnar, Georg Kr. Lárusson, staddur um borð. Óðinn hélt því ferð sinni áfram eftirþessa óvæntu uppákomu. Dagmar segir að viðurlög við broti af þessu tagi séu sekt frá 400 þúsund krónum og allt að fjórum milljónum. „Þeir voru ekki staðnir að fiskveiðum, heldur að þvi að vera inni í lögsögu án þess að til- kynna sig.“ Hún segir að nú verði kannað hvaðan sá afli sem er um borð hafi verið fenginn. þeirra sem standa fyrir þessum rann- sóknum að haga málum þannig að starfsemi hvalaskoðunarfyrirtækj- anna verði ekki trufluð. „Það eru þó einhver takmörk fyrir því sett hvað menn geta þrengt að sér við þessar rannsóknarveiðar. Þær ganga út á að veiða á afmörkuðum fyrirfram ákvörðuðum svæðum,“ segir Einar. Gagnkvæm virðing „Þessar veiðar fara fram á afmörk- uðum svæðum þannig að það er stór hluti af landgrunninu, eða þessari hefðbundnu slóð hrefnunnar, sem hvalveiðibátarnir fara ekki inn á,“ segir Einar sem er ekki í nokkrum vafa um að hvalveiðar og hvala- skoðun geti vel farið saman. Einar segist þó hafa skilning á því að Hvalaskoðunarsamtök íslands hafi áhyggjur af atvinnuvegi sínum. „Við höfum engan áhuga á öðru en að umgangast starfsemi þeirra af fullri virðingu, líkt og ég ætlast og vonast til að afstaða þeirra til hval- veiða mótist af þessari gagnkvæmri virðingu." atlii@bladid.net Katherine Schori. Kona leiðir bandarísku biskupakirkjuna Bandaríska biskupakirkjan kaus á sunnudag konu, Katherine Schori, í fyrsta sinn til þess að gegna æðstu stöðu kirkjunnar. Schori var kjörin biskup þrjátíu árum eftir að banda- ríska biskupakirkjan veitti konum leyfi til þess að gegna starfi prests innan hennar. Katherine Schori, er með háskóla- próf í líffræði og haffræði og kenndi trúarbragðafræði við ríkisháskól- ann í Oregon áður en hún var vígð til þjónustu árið 1994. Bandaríska bisfcupakirkjan þykir frjálslyndari en enska biskupa- kirkjan. Fyrir þrem árum vígði hún til biskupsþjónustu Gene Robinson, sem er samynhneigður og í sambúð. Vígslan var ákaflega umdeild og krafðist meðal annars erkibiskup- inn af Kantaraborg, í Englandi, þess að bandaríska biskupakirkjan bæð- ist afsökunar á vígslunni og með- limir hennar strengdu þess heit að vígja ekki fleiri samkynhneigða til prests- eða biskupsþjónustu. í ! i I I ! Markaðsvaktin - Veist þú hvað er að gerast á markaðnum í dag? ÓKEYPIS á www.mentis.is Micmsoít C E R T I F 1 E D

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.