blaðið - 23.06.2006, Page 2

blaðið - 23.06.2006, Page 2
—..4^4ppys^ Allar gerðlr festinga fyrir palla og grindverk á lager Ármúli 17, lOB Reyhjavíh Slml: 533 1334 fax: 55B 0493 WWW.ISOl.IS Helðsklrt-. J' LéltskýjaðSkyjað Alskýjaðí-'— RiQning,lltllsháttai^j^Rlgnlng.4£*Súld^ Sn|ðkoma-ÍÍ - > SlyddaÍÖÍ^ Sn|ðél »CÍuSkúr 2IFRÉTTIR FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2006 blaöiö Algarve 26 Amsterdam 19 Barcelona 26 Berlín 24 Chicago 20 Dublin 15 Frankfurt 23 Glasgow 13 Hamborg 18 Helsinki 26 Kaupmannahöfn 19 London 21 Madrid 35 Mallorka 29 Montreal 16 New York 24 Orlando 25 Osló 15 París 20 Stokkhólmur 20 Vín 26 Þórshöfn 08 Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands HM 2010 í Sjónvarpinu Á morgun ..það sem fagmaðurinn notar! UUSIÍ=Í blaóió_ Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 51Q 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Ferðaþjónusta Vest- mannaeyja ályktar Aðilar í ferðaþjónustu og áhuga- menn í Vestmannaeyjum hafa sent frá sér harðorða ályktun vegna sam- gangna á milli Reykjavíkur og Vest- mannaeyja. Segir í henni að Herj- ólfur sé nær fullnýttur allar helgar og flesta daga sumars og því nægi ferjan engan veginn til þess að ferja alla þá ferðamenn sem halda vilji til Eyja. Einnig eru flugsamgöngur harðlega gagnrýndar og fullyrt að þær séu í „ólestri“. Þá sé bilanatíðni flugvéla há. Þeir sem að ályktun- inni standa óska eftir nýju og gang- miklu skipi og vilja það eigi síðar en árið 2007. Einnig er stærri flugvéla krafist. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vest- mannaeyja, hefur áður sagt að sam- göngur milli lands og Eyja séu ófull- nægjandi. Flugfélag Vestmannaeyja hugðist kaupa Landsflug sem sér um flug á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja en af því varð ekki. Kaupsamningi var rift vegna þess að Landsflug taldi félagið ekki hafa staðið fyllilega við skilyrði sem voru í samningnum. Veitt í soðið BlaDið/Frikki Dagur Ingi renndi fyrir fisk í blíðskaparveðrinu í gær. Ekki er vitað hvort hann hafi veitt eitthvað í dagslok en fullvíst er að það hefði orðið góð búbót fyrir heimilið. Bjarni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Sjónvarpsins, segir að heims- meistarakeppnin í knattspyrnu árið 2010 verði sýnd í Sjónvarpinu. „Við erum mjög ánægð að geta boðið landsmönnum öllum upp á þessa veislu. Við munum sinna þessu verkefni, eins og öðrum verkefnum sem við tökum okkur fyrir hendur, eins vel og við frekast getum fyrir áhorfendur.“ Að sögn Bjarna hafa Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) gengið frá samningnum fyrir hluta aðildarsjónvarpsstöðva sinna og er Ríkissjónvarpið þeirra á meðal. „Allir leikirnir verða sýndir. Ég reikna með að ný tækni, sem býður upp á fleiri rásir, muni gera okkur kleift að sinna útsendingu af heims- meistarakeppninni mjög vel.“ Heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu fer fram í Suður-Afríku árið 2010. Enn á eftir að ganga frá samn- ingum um hvar EM í Austurríki og Sviss verði sýnt að tveimur árum liðnum. Dæmi um að 15 ára stúlka hafi farið í fegrunaraðgerð Fimmtán ára stúlka fór í brjóstastækkun samkvæmt staðfestum heimildum. Mun stúlkan hafa fengið leyfi hjá móður sinni og í kjölfar gerði lýtalæknir aðgerð á henni. EftirVal Grettisson Fimmtán ára stúlka hefur gengist undir brjóstastækkunaraðgerð hjá lýtalækni á Islandi samkvæmt stað- festum heimildum Blaðsins. Hún mun vera yngsta stúlka á íslandi sem vitað er um sem hefur farið í brjóstastækkun. Samkvæmt heimildum mun hún hafa fengið skriflegt leyfi frá móður sinni og framkvæmdi lýtalæknir að- gerðina í kjölfarið. Stúlkan vildi ekki gefa upp BYGGINGAVINKUR ástæður þess að hún fór í brjósta- stækkun svona ung en bendir á að sumir fari í slíka aðgerð samkvæmt læknisráði. Stúlkan er sautján ára i dag. Guðmundur Már Stefánsson, lýta- læknir, segir að fegrunaraðgerðir hafi verið framkvæmdar á svona ungum stúlkum. Ástæðan fyrir því að gripið sé til þessa úrræðis sé sál- arástand viðkomandi og þetta sé gert samkvæmt ráði sálfræðinga og fleiri sérfræðinga. „Það hefur komið fyrir að ung- menni hafi verið send frá geðlækni eða sálfræðingi til okkar,“ segir Guð- mundur Már en leggur áherslu á að slíkar aðgerðir séu gríðarlega sjald- gæfar. Hann segir að hugsanlega sé að meðaltali ein fegrunaraðgerð framkvæmd á fimm ára tímabili á ungmennum undir átján ára aldri. Að sögn Guðmundar eru þeir sál- fræðilegu kvillar sem viðkomandi glímir við af ýmsum toga. Nefnir Guðmundur sem dæmi að hugsan- lega kunni stúlka að hóta að vinna sér mein eða sé griðarlega þunglynd vegna útlits. Geti sálfræðingur ekki hjálpað henni sé stundum brugðið á það ráð að leggja til fegrunaraðgerð. Aðspurður hvort ekki sé tekið til- liti til þess að líkami viðkomandi stúlku eigi eftir að þroskast segir Guðmundur að stundum sé stúlkan með drengjalegan vöxt og fyrirséð að hann eigi ekki eftir að breytast mikið. Guðmundur segir að ekki komi til greina að gera fegrunaraðgerð á ung- mennum undir átján ára aldri undir nokkrum öðrum kringumstæðum. Fyrir um tveimur árum gaf Land- læknisembættið út tilmæli eða nokk- urs konar siðareglur um að fegrunar- aðgerðir á ungmennum undir átján ára aldri séu óæskilegar. Samkvæmt landlækni er ástæðan fyrir þessum tilmælum sú að líkamar fólks undir tvítugu eru ekki fullþroskaðir og því æskilegra að bíða með slíkar að- gerðir. Einnig segir hann að andlegt ástand spili inn í vegna þess að ung- menni geta verið áhrifagjarnari en þeir sem komnir eru til vits og ára. „Efstúlkan hefur farið í fegrunarað- gerð svona ung þá er það mjög alvar- legt,“ segir Sigurður Guðmundsson, landlæknir, en bendir á að vand- málið sé samfélagslegt og ekki megi skella skuldinni alfarið á skurðlækn- ana sem framkvæmi aðgerðina. Sigurður vill ekki ganga svo langt að festa í lög einhvers konar aldurs- takmark heldur telur hann heppi- legra að leita annarra lausna. Engar tölur liggja fyrir um aldur þeirra sem sækjast eftir lýtaað- gerðum. Samkvæmt Sigurði hefur Landlæknaembættið nú lcrafið einkastofur sem sjá um lýtalækn- ingar um tölulegar upplýsingar til þess að unnt sé að kortleggja þessa starfsemi innan heilbrigðisgeirans betur. Hann segir að Landlæknis- embættið viti ekki um umfang starf- seminnar en telur hana velta tugum milljóna á ári hverju og hugsanlega meiru. valur@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.