blaðið - 23.06.2006, Page 6
6IFRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2006 blaðið
Aflaverðmæti
18,5 milljarðar
Á fyrstu þremur mánuðum ársins
nam heildaraflaverðmæti íslenskra
skipa 18,5 milljörðum króna saman-
borið við 20,4 milljarða á sama tíma-
bili í fyrra. Aflaverðmæti hefur því
dregist saman um i,8 milljarða, eða
9%. f frétt frá Hagstofunni kemur
fram að aflaverðmæti botnfisks var
svipað og í fyrra, eða 14,4 milljarðar
sem er 2,8% aukning. Aflaverðmæti
þorsks er einnig svipað, eða 8,4 millj-
arðar og dróst saman um 2,1%.
„Af einstökum landsvæðum var
mest aflaverðmæti tekið til vinnslu
á Suðurnesjum eða 3,6 milljarðar
sem er 9,9% samdráttur milli ára.
Á höfuðborgarsvæðinu var unnið
úr afla að verðmæti 3,5 milljarðar
króna og jókst verðmætið um 13%
frá fyrra ári. Hlutfallslega varð
mest aukning á aflaverðmæti sem
fór til vinnslu á Vesturlandi eða um
15% en mest dró úr verðmæti afla
unnum á Norðurlandi eystra eða
um 32%,“ segir í frétt á heimasíðu
Hagstofunnar í gær.
Bjartsýn á sumarið sem hef-
ur farið ágætlega af stað
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að starfsemi fyrirtækja í ferðaþjón-
ustu hafi víðast hvar farið vel af stað í sumar. Lækkandi gengi ýtir undir bjartsýni.
Eftir Atla fsleifsson
Erna Hauksdóttir, framkvæmda-
stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, er
bjartsýn á sumarið fyrir hönd ferða-
þjónustunnar. Hún segir að það hafi
mikið að segja fyrir marga að gengi
krónunnar hafi lækkað undanfarið.
„Sum fyrirtæki finna fyrir því strax,
en aðrir ekki fyrr en á næsta ári. Það
fer eftir því hvers konar fyrirtæki er
um að ræða. Framboð á flugsætum
til landsins hefur aukist og nú er
einnig flogið frá Kaupmannahöfn
til Akureyrar. Allt hefur þetta mikið
að segja og ég er bjartsýn á sumarið,“
segir Erna.
Samtök ferðaþjónustu hafa enn
ekki fengið tölur yfir fjölda ferða-
manna til landsins, nema fyrir
fyrstu fjóra mánuði ársins. „Við
eigum þó von á nýjum tölum bráð-
lega. Fyrstu fjóra mánuði ársins var
5% aukning ferðamanna miðað við
síðasta ár. Eg á von á því að það hafi
einnig verið aukning í maímánuði
þar sem talsverð aukning var á her-
bergjanýtingu hótela í Reykjavík,"
segir Erna.
Að sögn Ernu fara ferðalög Islend-
inga mikið eftir veðri. „Umferð Is-
lendinga um landið hefur ugglaust
verið eitthvað meiri fyrri ár. Það er
hins vegar þannig að ferðalög íslend-
inga um landið aukast mikið eftir
að júlímánuður er genginn í garð.
Um leið og hlýnar og birtir yfir þá
fara margir af stað í ferð um landið,"
segir Erna.
Dýrast í heimi
Niðurstöður nýrrar könnunnar evr-
ópsku hagstofunnar, Eurostat, sýna
að Island er dýrasta landið í Evrópu.
Þar kom fram að verðlagið hér á landi
er 51% hærra en það er til jafnaðar í
aðildarríkjum Evrópusambandsins.
Erna segir að þetta séu ekki lengur
neinar fréttir. „Það hefur margoft
komið fram að ýmislegt hér á landi
er of dýrt. Við höfum ítrekað bent
stjórnvöldum á að það gangi ekki
til lengdar að vörur eins og matur
og vín séu svona miklu dýrari en í
þeim löndum sem við berum okkur
saman við. Þetta hefur að sjálfsögðu
áhrif á ferðamannaþjónustu, eins og
landsmenn alla.“
Erna bendir á að nefnd á vegum
Erna Hauksdóttir
forsætisráðuneytisins hafi verið að
fjalla um matarverð á íslandi. „Við
bindum vonir við og treystum á að
eitthvað bitastætt komi út úr því
starfi. Við höfum einnig bent á að
við erum með hæstu áfengisskatta í
heimi, en við höfum ekki enn fengið
nein viðbrögð við því. Þetta er bara
stefna stjórnvalda.“
Meiri kynningu
Erna segir að þróunin síðustu ár
hefur verið í átt frá hópferðum til
þess að erlendir ferðamenn komi
hingað til lands á eigin vegum. „Það
hefur verið að færast í vöxt að ferða-
menn fljúgi til íslands, taki sér bíl
á leigu og leggi af stað. Staðir með
einhver náttúruundur í nágrenn-
inu eru gjarnan vinsælir. Þetta á að
sjáfsögðu ekki einungis við um Is-
land. Alls staðar í heiminum draga
þjóðgarðar og náttúruperlur að sér
ferðamenn. Það liggur fyrir að nátt-
úruperlur okkar Islendinga eru mis-
frægar. Við eigum margar náttúru-
perlur sem þurfa meiri kynningu,
enda skiptir miklu máli að ferða-
menn fari sem víðast,“ segir Erna.
Erna segist vera bjartsýn á sum-
arið. „Það fer víðast hvar vel af stað.
Lækkandi gengi og fjölgun flug-
sæta ýtir undir bjartsýni svo menn
bera sig vel. Það er svolítið misjafnt
hvernig menn láta, en mér finnst al-
mennt vera ágætt hljóð í fólki.“
atlii@bladid.net
Morðingi Gísla dæmdur
Desiree Oberholzer, 44 ára, hefur
verið dæmd í 20 ára fangelsi fyrir
morðið á Gísla Þorkelssyni, sem
fannst látinn i Jóhannesarborg í
Suður-Afríku í júlí í fyrra. Gísli,
sem þekkti Oberholzer, hafði búið
í Suður-Afríku í um 11 ár og stund-
aði þar sjálfstæðan atvinnurekstur.
Oberholzer játaði sekt í málinu, en
félagi hennar, Willie Theron, neitar
aðild að því.
Gísli hafði selt fasteign sem
hann átti, skömmu áður en hann
var myrtur. Talið er að fólkið hafi
framið morðið til að komast yfir
söluandvirði eignarinnar. Þau létu
til skarar skríða í lok maí í fyrra,
þegar Gísli sneri aftur til Suður-Afr-
íku eftir að hafa verið í fríi í Banda-
ríkjunum. Oberholzer segist ekki
hafa myrt Gísla sjálf. Hún heldur
því fram að vitorðsmaður hennar
hafi gert það og síðar komið líki
Gísla fyrir í tunnu sem síðan var
fyllt með steypu.
Oberholzer segir að hún hafi
verið fjárþurfi, en fyrir sinn þátt í
málinu hafi hún átt að fá andvirði
um einnar milljónar króna. Hún
segir að fyrrverandi eiginmaður
hennar hafi flutt úr landi til Bret-
lands þremur árum áður með bæði
börn þeirra og slitið öllu sambandi
við hana. Hana hafi því vantað pen-
inga til að komast til Bretlands til að
hafa uppi á börnunum og því fallist
á að myrða Gísla. Réttað verður yfir
Willie Theron í lok ágústmánaðar.
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
Framkvæmdastjóri
Starf framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs
ATVINNULÍFSINS ER LAUST TIU UMSDKNAR
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er áhættufjárfestir sem tekur virkan þátt í þróun og
vexti atvinnulífsins með því að fjárfesta í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.
Sjóðurinn starfar samkvæmt lögum nr. 61/1997. Sjá nánar á vefsetri: www.nsa.is
Meðal æskilegra kosta eru:
■ Víðtæk stjórnunarreynsla úr fyrirtæki og þekking á íslensku atvinnulífi og rekstrarumhverfi
■ Reynsla af samningagerð og fjárfestingarverkefnum
■ Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
■ Háskólamenntun
■ Málakunnátta
Umsóknarfrestur um starfið er til 29. júní n.k. og umsóknir skulu berast skrifstofu
Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Borgartúni 35,105 Reykjavík, merktar stjórnarformanni sjóðsins,
Jóni Steindóri Valdimarssyni, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar.
NÝSKÖPUNARSJÓÐUR
Blaðið/Frikki
Horft til hafs
Útsýnið ofan af Reynisfjalli fyrir utan Vík í Mýrdal er ekki af verri endanum eins og
sjá má. Á fjallinu var til skamms tima rekin LORAN-stöð sem nú er í eyði. Fyrir þá
fjölmörgu ísiendinga sem aka um á vel útbúnum bílum er þetta afar áhugaverður
viðkomustaður úr alfaraleið.
naverslun
fyrir stelpur
I VERSLUN
MEIRA ÚRVAL
Reykavíkurvegur 22
220 Hafnarfírði
565-5970
Þar sem gæðagleraugu....
....kosta minna