blaðið

Ulloq

blaðið - 23.06.2006, Qupperneq 11

blaðið - 23.06.2006, Qupperneq 11
blaöiö FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2006 FRÉTTIR I 11 Athugasemd vegna forsíðufréttar Blaðsins Kærum Þjóðarhreyfingar- innar hafnað og vísað frá Mig langar til að gera nokkrar at- hugasemdir vegna forsíðugreinar Blaðsins þann 22. júní, 2006, með fyrirsögninni „Pýramídafyrirtæki vill hagnast á aðstoð við þriðja heiminn." Fyrst af öllu langar mig að gera þá athugasemd við greinina í heild að „blaðamaðurinn" sem skrifaði hana, Valur að nafni, skrifar hana bersýnilega af illum hug, staðráð- inn í að koma höggi á starfsemi Nourish the Children og gera lítið úr henni. Það er til dæmis fyrir neðan allar hellur að hann talar margsinnis um þann næringarríka og góða mat sem við erum að út- vega þessum börnum sem „fóður“, en samkvæmt minni þekkingu á ís- lensku þá er aldrei talað um „fóður“ nema þegar um skepnur er að ræða. Þessi málnotkun, að líkja þessum börnum við skepnur á þennan hátt segir allt um þann hug sem býr að baki tilganginum með „fréttinni“. í öðru lagi er ég afar óánægður með að Valur hvorki notar né birtir stóran hluta af þeim upplýsingum sem ég lét hann fá og rannsakar málið ekkert áður en hann birtir texta eins og að maturinn sé „að sögn“ sendur til sveltandi barna og að „erfitt sé að fullsanna að fyr- irtækið dreifi matnum...“. Þetta er alrangt, það er nákvæmlega enginn vandi að fullsanna að mat- urinn komist til skila, en þar sem Valur vildi ekki líta á þær upplýs- ingar sem ég lét hann fá, þá lætur hann frekar að því liggja að hér sé um eitthvert svindl að ræða. Þetta er að mínu mati blaðamennska á afar lágu plani. Ég nenni ekki að elta meira ólar við greinina sjálfa, hún dæmir sig sjálf, en vil að lokum taka fram að ég tókloforð af Val um að hann myndi láta fylgja „fréttinni“ vefslóðina www.Frjals. com þannig að þeir sem læsu skrif hans gætu farið sjálfir og aflað sér sjálfstæðra upplýsinga um málið. Valur sveik mig um þetta loforð og birti þessa vefslóð ekki, og nú fer ég fram á það við ritstjórn Blaðsins að þessi athugasemd mín verði birt í heild á áberandi stað í blaðinu, ásamt vefslóðinni www.Frjals.com þannig að hver sem er geti farið og kynnt sér málið frá annarri hlið en Valur kærði sig um að gera. Með vinsemd og virðingu, Guðbergur Isleifsson. Eftir Björn Inga Hrafnsson Makalaust var að fylgjast með fréttum NFS í gærkvöldi þar sem enn er reynt að glæða lífi í tilhæfu- lausan áburð um að nýbúar hafi fengið greitt fyrir að kjósa Fram- sóknarflokkinn í nýliðnum borg- arstjórnarkosningum. Að þessu sinni var kynntur til sögunnar blaðamaður einn sem hafði heyrt frá vini sínum að menn fengju borg- aðar 1700 kr. fyrir atkvæðið og hann hefði ásamt vinkonu sinni farið með þessum manni á kjörstað með viðkomu á kosningamiðstöð Fram- sóknarflokksins þar sem þeim hafi verið kynnt stefna flokksins. Hvergi kom fram að þeim hefði verið boðin greiðsla, hvergi kom fram að eitt- hvað saknæmt hefði átt sér stað en samt er gefið í skyn að Framsóknar- flokkurinn hafi haft uppi ólöglegar aðferðir í kosningabaráttunni sem eru auðvitað alvarlegar ásakanir og hreinar dylgjur. Sannleikurinn virðist ekki skipta neinu máli í þessum efnum. Það virð- ist hreinlega mega segja hvað sem er um Framsóknarflokkinn. Engu skiptir þótt sannanir séu engar, allt er látið flakka af því að einhverjir hafi heyrt ein- hverju fleygt; heyrtsöguríheita pottinum og svo framvegis. Ólyg- inn sagði mér, var einmitt viðkvæði Gróu á Leiti. Hin svokall- aða Þjóðarhreyf- ing hefur gengið lengst í þessum efnum og komið fram með dylgjur og tilhæfulausar ásakanir opinherlega án þess að hafa sannanir eða vitni að einu eða neinu. Ólafur Hannibalsson fékk heilan Kastljósþátt til þess að kynna helstu samsæriskenningar sínar en viðurkenndi í lokin að hafa ekkert í höndunum sem styddi ásakanir hans. Óskaði hann eftir aðstoð frá landsmönnum sem kynnu að búa yfir einhverjum upplýsingum sem að gagni kæmu í málinu. Sönnun- arbyrðinni var þannig alveg snúið við; ásökunum kastað fram og svo óskað eftir vísbendingum og stað- festingum. Hvers konar vinnubrögð eru þetta eiginlega? í gær var kærum Þjóðarhreyfing- arinnar vísað frá að því er varðar kröfur um opinbera rannsókn og hafnað að því er varðar kröfur um ógildingu kosningarinnar. Var það aðalfréttin hjá NFS í kvöld? Nei, al- deilis ekki. Áfram var haldið með kjaftasögurnar óstaðfestu. Ólyginn sagði mér... Þá má að lokum geta þess að rit- stjóri DV kom fyrir nokkru fram opinberlega og sagði að lausafregnir af hinum meintu atkvæðakaupum hefðu komið inn á borð DV. Þar hefði málið verið tekið til sérstakrar athugunar og komið hefði í ljós að um væri að ræða rakalausar dylgjur. Því hefði DV ákveðið að birta ekkert um málið að athuguðu máli. Pólitík er harður slagur, en illt er að sitja endalaust undir tilhæfu lausum dylgjum af þessu tagi. í þeim felast líka að mínu mati fordómar í garð útlendinga og gefið í skyn að atkvæði þeirra sé falt. Ég fagna því þeirri niðurstöðu að kærum Þjóðar- hreyfingarinnar hafi verið hafnað og vísað frá og vona að þar með sé þessu máli lokið. Höfundur er borgarfulltrúi Af www.bjorningi.is 20% afsláttur Húðvörurnar frá Gamla apótekinu eru án viðbættra litar- og ilmefna. Þær eru góður kosturfyrir alla, ekki síst þá sem þola illa aukaefni í kremum. Afsláttur gildir út júní Apótekarinn (ayr* * verái! Nóatúni 17 • Akureyri • Mjódd • Smiðjuvegi Sjálfstæðisflokkurinn tekinn við stjórn Reykjavíkurborgar Mynd/BrynJarGauti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tekur viö lyklavöldum úr höndum Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur Eftir ögmund Jónasson Ekki fer það framhjá nokkrum manni að stjórnarsamstarf íhalds og Framsóknar hefur nú tekið sér bólfestu í Ráð- húsi Reykjavíkur. Linnulaus frétta- flutningur í gær af áformum um mislæg gatnamót hér og þriggja hæða gatnamót þar minnti okkur á að stjórnarskipti hafa átt sér stað í Reykjavík. Nú stjórnar Sjálfstæðisflokkur- inn borginni en Éramsókn styður allt það sem hann vill eftir að hafa þegið sínar sporslur og bitlinga: Sama mynstur og í Stjórnarráðinu. Eflaust mun það gerast í sam- starfi þessara flokka í borginni, eins og í ríkisstjórn, að Framsókn gerist enn harðdrægari í að framkvæma stefnumál Sjálfstæðisflokksins en sá flokkur myndi nokkurn tímann voga sér. Þannig má ætla að mislæg gatnamót á hverju horni verði innan tíðar helsta hugsjón Framsóknar- flokksins og munu þá verða gleymd loforðin um „frítt í strætó fyrir alla“, ,250 þúsund á hvert mannsbarn fyrir söluna á hlut borgarinnar í Lands- virkjun", „50 þúsund í styrk til for- eldra fyrir hvertbarn áleikskólaldri", að ógleymdu „skautasvelli á Perlu“ og „flughöfn á Lönguskerjum“. Auð- vitað er það nánast grínagtugt í fá- ránleika sínum að horfa upp á Fram- sóknarflokkinn lofa út og suður í kosningabaráttu en ganga síðan inn í stjórnarsamstarf við Sjálfstæðis- flokkinn án umræðu um hin dýru loforð! Þetta er hins vegar ekki til að gera grín að. Þetta hagsmunabanda- lag Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er dauðans alvara og af því þurfa Reykvíkingar að súpa seyðið næstu fjögur árin. Því miður. Höfundur er þingsmaður Af www.ogmundur.is Ekki sannfærandi Eftir Mörð Árnason Svar Þorsteins Geirssonar ráðuneyt- isstjóraumbréfið tilBandaríkjanna (sjá frétt á ruv.is) er ekki sannfær- andi - allra síst frá reyndum emb- ættismanni eins og Þorsteini. Þorsteinn seg- ist vissulega hafa undirritað bréfið f.h.r. - fyrir hönd ráðherra - og sent það en alls ekki skrifað það! Það hafi ríkislög- reglustjóri gert - eða einhver hans manna - að beiðni hins sérskipaða saksóknara. Þetta sé gert í gegnum dómsmálaráðuneytið út af samn- ingi við Bandaríkjamenn um aðstoð í sakamálum. Þorsteinn beri ekki ábyrgð á „efnisinnihaldi“ þess - og það túlka fréttamenn Ríkisútvarps- ins í fyrirsögn sem svo að ráðherr- ann geri ekki heldur. • Ráðuneyti er skrifstofa ráðherra. Allt sem fram fer í ráðuneyti er á ábyrgð ráðherrans sem því stjórnar. Taki embættismenn eitthvert frum- kvæði í nafni ráðherra án þess að ráðherra viti hlýtur ráðherrann að meta hvort um yfirsjón er að ræða og lætur þá viðkomendur vita af því - eða þá ráðherrann tekur ábyrgð á gerðum embættismannsins eftir á. • Ákvæði í samstarfssamningi ríkja um að ráðuneytin sjálf annist samskiptin er væntanlega samið og samþykkt vegna þess að talið er mik ilvægt að ráðherrarnir hafi i hverju tilviki stjórn á málum - viðfangs- efni samstarfsins sé öðrum þræði pólitískt. Starfsmenn ráðherra geta ekki umgengist slíkt samnings- ákvæði sem formsatriði. • í þessu sérstaka máli dettur engum með fullum mjalla í hug að embættismaður í dómsmálaráðu- neytinu láti Björn Bjarnason ekki vita um bréfaskriftir eins og þær sem hér ræðir um. Því passar emb- ættismaðurinn sig á að neita aldrei í frétt Ríkisútvarpsins. Með yfirlýs- ingu sinni er Þorsteinn Geirsson í gamalkunnu hlutverki - embættis- maðurinn er látinn taka höggið af ráðherranum. Þorsteinn gerir það með því að benda á aðra, ríkislög- reglustjórann og saksóknarann. Eða hvað mundu undirstofnanir dómsmálaráðuneytisins segja um þessa röksemdafærslu: - Ég stal þessu ekki þótt ég hafi að vísu brotist inn og tekið það með mér. 1 raun og veru er það hann Lalli sem er sekur. Ég bara gerði þetta af því ég þekkti betur til. Höfundur er þingmaður Af www.althingi.is/mordur

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.