blaðið - 23.06.2006, Page 12
12 I DEU LA v
FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2006 bla6iö
m
BÚÐIN
ÞAR SEM FAGMENNSKA OG GÆÐI KOMA SAMAN
www.budin.is v
’W*
iV
Þegar kemur að því að velja tölvubúnað skipta
gæði og þjónusta höfuðmáli!
AMD Turion 64 ML-32
1,8MHz15.4MWXGA
1024DDR/mest2GB • 80GB Diskur
DVDSkrifari • ATI Radeon 128mbskjákort
Hljóökort • Netkort • Þráölaust • Módem
Stýrikerfi: Windows XP Home
129.900 kr.
HP3940 Prentari
16bls svörtu/min • 12bls lit/min
4800 x 1200 dpi • USB tengi
PC&MAC
8.900 kr.
Þráðiaus útprentun!
Með linksys prentþjón
Styður flest allar gerðir
laser og bleksprautuprentara
Kynntu þérmálið!
12.900 kr.
HPBÚÐIN EHF • business partner á ísiandi
Brautarholti 10-14 • Sími 568 5400
Jónsmessu fagn-
aö f Hafnarfiröi
„Fyrirhugað er að Ijúka dagskrá um kl 23 í kvöld en hún gæti mögulega teygst fram að miðnætti. Við reyndum þó að hafa dagskrárlið-
ina sem sniðnir eru fyrir börnin fyrr um kvöldið þannig að mögulegt er að fara heim með börnin í fyrra fallinu. Þetta hefur alltaf verið
ótrúlega vel heppnað og öll fjölskyldan hefur getað fundið eitthvað við sitt hæfií," segir Marín og vonast til þess að sjá sem flesta í
Hellisgerði í kvöld.
í kvöld munu Hafnfirðingar gera
sér glaðan dag í tilefni Jónsmessu-
hátíðar. Þar mun verða margt í
boði fyrir alla fjölskylduna og
mögulega munu verur af öðrum
heimi láta á sér kræla.
Jónsmessan er fæðingarhátíð
Jóhannesar skírara en samkvæmt
nýja testamentinu fæddist Jóhannes
um það bil sex mánuðum á eftir
frelsaranum. Hér á landinu kalda
hefur þessi hátíð alltaf haft yfir sér
allt annan blæ en sunnar í álfunni. I
Evrópu var Jónsmessan fyrr á öldum
gjarnan samofin svallveislum af
verstu sort, drunandi dansveislum
þar sem gestir voru oftar en ekki
yfirnáttúrulegar verur á borð við
nornir og djöfla. Kirkjunnar menn
voru, eins og gefur að skilja, ekki
yfir sig hrifnir af þessari bullandi
gleði alþýðunnar og reyndu að
stemma stigu við ólifnaðinum með
ýmsum aðferðum.
Sérstaða (stands
Ýmislegt kom í veg fyrir að Jóns-
messuhátíðin væri með sama sniði
hér á íslandi. Hér voru veðurfar,
trúarlíf og atvinnuhættir með allt
öðrum hætti auk þess sem allar
samfélagforsendur voru mjög ólíkar.
Á fslandi er ekki mikið um tré til
að höggva í brennur og dansa í
kringum af miklum móð í góðum fé-
lagsskap norna og djöfla. Dreifbýlið
gerði samkomur líka erfiðar. Jóns-
messunóttin þótti engu að síður ein
magnaðasta nótt ársins og var sterk-
lega tengd náttúrutrú af ýmsu tagi.
Sagt er að á Jónsmessunótt fljóti
upp ýmiss konar náttúrusteinar
sem geta komið að góðu gagni. Þá
má einnig finna ýmis nýtileg grös
til lækninga. Jónsmessudöggin
taldist vera ákaflega heilsusamleg
og margir afklæddust og veltu sér
upp úr henni naktir. Geri menn það
batna þeim allir sjúkdómar og þeim
verður ekki misdægurt næsta árið á
eftir.
Álfar fara á stjá
Margt er í boði á Jónsmessu þetta
árið i Reykjavík og nágrenni. Hafn-
firðingar ætla ekki að láta sitt eftir
liggjaogblásatilallsherjarfjölskyldu-
skemmtunar í dag í Hellisgerði.
Þar mun trúin og krafturinn leika
stórt hlutverk og m.a. mun verða
leitað lognandi ljósi að óskasteinum
sem ættu að geta fært gestum ham-
ingjuna sjálfa ef vel er vandað til
verks. í Hellisgerði er jafnan mikið
um að vera hjá álfum og vættum af
öðrum heimi. Því má búast við að
þar verði sérstaklega mikið líf og
fjör í kvöld þegar dulúðin svífur yfir
vötnum. Dagskráin er spennandi og
er óhætt að fullyrða að flestir munu
finna eitthvað við sitt hæfi. Marín
Hrafnsdóttir menningar- og ferða-
málafulltrúi Hafnafjarðarbæjar
hefur staðið í ströngu að undan-
förnu við undirbúning hátíðarinnar.
„Það er komin á nokkuð sterk hefð
hjá okkur Hafnfirðingum að halda
Jónsmessuna hátíðlega en þetta er í
sjötta skipti sem það er gert. Okkur
finnst sérstaklega gaman að halda há-
tíðina í skrúðgarðinum í Hellisgerði
þar sem mikil dulúð hvílir yfir garð-
inum. Erla Stefánsdóttir, sjáandi, er
ekki í vafa um að í Hellisgerði sé stór
álfa- og huldufólksbyggð og hefur
margoft séð þeim bregða fyrir. Við
hefjum leikinn kl ío um morgun-
inn með því að taka á móti öllum
leikskólabörnum í Hafnarfirði og
þau leita að óskasteinum sem er að
finna í garðinum. Síðan tekur Sigur-
björg Karlsdóttir á móti krökkunum
og fræðir þau um þjóðtrúna og segir
þeim sögur af álfum og huldufólki.
Leikurinn hefst svo fyrir alvöru um
kvöldið kl 20 og þar verður glæsi-
leg dagskrá á sviði,“ segir Marín að
vonum spennt fyrir kvöldinu.
Spennandi dagskrá
Tónlistarunnendur munu ekki verða
fyrir vonbrigðum með dagskrána
í Hellisgerði. Gaflarakórinn mun
taka lagið undir stjórn Kristjönu
Ásgeirsdóttur og Tónlistarskólinn
í Hafnarfirði mun mæta á staðinn
með Big Band undir stjórn Stefáns
Ómars Jakobssonar. Hin ástsæla
söngkona Ragnheiður Gröndal mun
taka lagið ásamt hljómsveitinni
Black Coffee og Blússveit Þollýjar
mun töfra fram rafmagnaðan bíús
af bestu sort. Leikarar úr sýning-
unni „Nú skyldi ég hlæja, væri ég
ekki dauður“ munu setja á svið at-
riði úr sýningunni og ættu börnin
að verða margs vísari um þjóðsög-
urnar okkar eftir þann leik.
Doktorsvörn í dag í HI
I dag kl 13 mun Helga Margrét Páls-
dóttir, matvælafræðingur, verja
doktorsritgerð sína The novel group
III trypsin Y and its expression in
the Atlantic cod.
Andmælendur verða þeir Dr.
Nils-Peder Willassen, prófessor við
læknadeild Háskólans 1 Tromso,
Noregi og Dr. Bjarni Ásgeirsson, pró-
fessor við raunvísindadeild Háskóla
íslands. Leiðbeinandi Helgu Margr-
étar var Dr. Ágústa Guðmundsdóttir,
prófessor.
Markmið doktorsverkefnisins var
að varpa ljósi á eiginleika trypsíns
Y úr þorski sem tilheyrir nýlega
skilgreindum trypsín flokki. Önnur
trypsín úr þorski eru þegar notuð
í snyrtivörur, náttúruvörur og til
matvælaframleiðslu. Helga notaði
aðferðir sameindaerfðafræði og líf-
efnafræði til að skilgreina tjáningu
og sérkenni trypsíns Y.
Ritgerðin er byggð á fimm vís-
indagreinum fyrir ritrýnd erlend
vísindatímarit þar sem tvær þeirra
eru þegar birtar, ein er samþykkt og
tvær hafa verið sendar til birtingar.
í doktorsnefnd sátu auk leiðbein-
anda Dr. Eiríkur Steingrímsson,
prófessor við læknadeild Háskóla
Islands, og Dr. Jón Bragi Bjarnason,
prófessor við raunvísindadeild Há-
skóla íslands.
Dr. Hörður Filippusson, forseti
raunvísindadeildar, stjórnar athöfn-
inni sem fer fram í Hátíðasal Há-
skóla íslands, Aðalbyggingu og hefst
klukkan 13.