blaðið - 23.06.2006, Side 19
blaðið FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2006
HEILSA I 19
Latar og engir sérírœð-
ingar í hjólreiðum
Hjólreiðafélaghafnfirskra kvenna er nýstofnað oghefurþegar hafið
útrás sína til annara landa en eitt af markmiðum félagsins er að
vera þrýstihópur um bœttar aðstœður og aðgengi hjólreiðafólks.
Blaðiö/Frikki
Hluti af stjórninni í hjólreiðatúr: Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir, Helga R. Stefánsdóttir og Ágústa Þorbjörnsdóttir
Hjólreiðafélag hafnfirskra
kvenna var nýlega stofnað í
Hafnarfirði en upphafskonur
þess voru nýbúnar að fjárfesta í
reiðhjólum sem stóðu óhreyfð í
mánuð. Ákváðu þær því að stofna
félag sem yrði blanda kvenfélags
og hestamannafélags. Margar
konur hafa sýnt nýstofnaða
félaginu áhuga og tugir kvenna
úr Hafnarfirði og nágrenni hafa
þegar skráð sig í félagið.
Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir er ein
af upphafskonum Hjólreiðafélags-
ins og hún segir að stofnun félagsins
megi rekja til leti. „Nýju hjólin höfðu
staðið nánast óhreyfð í mánuð og
öll fyrirheitin sem fylgdu hjólakaup-
unum voru löngu gleymd. Góð fyrir-
heit eru góð en oft þarf hvatningu og
ekki síst hópþrýsting til að koma sér
af stað. Hjólreiðafélagið er því kjörið
til þess að efla og nýta sér hópþrýst-
ing til að sinna hjólreiðum af fullum
krafti og alvöru og að sjá umhverfið
í öðru ljósi. Eftir samtöl við konur
á öllum aldri kom í ljós gríðarlegur
áhugi fyrir hjólreiðafélagi.“ Stofn-
fundur Hjólreiðafélags hafnfirskra
kvenna var haldinn 19. júní og tals-
verður fjöldi kvenna mætti. Ölafía
Hrönn Jónsdóttir leikkona stjórn-
aði upphitun og flutti frumsaminn
söng sem hún færði félaginu að gjöf.
Tilkynnt var um markmið félagsins
sem voru meðal annars að hvetja
konur til hjólreiða, vera sýnilegur
þrýstihópur um bættar aðstæður og
aðgengi hjólreiðafólks í Hafnarfirði
og nágrenni.
Útivist og gleðskapur
Eiríksína segir að hjólreiðafélagið sé
tilvalin leið til að kynnast og rækta
nýtt eða gamalt áhugamál. „Við
erum latar, ekki sérfræðingar í hjól-
reiðum og ekkert sérstaklega vel á
okkur komnar en vonumst til að
stofnun félagsins bæti ástand okkar
og annarra kvenna í Hafnarfirði.
Þarna eru allar konur í sömu eða
svipuðum sporum, langar kannski
að byrja en hafa sig ekki út í það.“
Eiríksína segir að hjólreiðafélagið
sé blanda af kvenfélagi og hesta-
mannafélagi og keppt sé að útivist
og gleðskap. Félagið ætlar þó ekki
að staldra við þar, þar sem ákveðin
útrás er líka á áætlun. „Hafnfirskar
hjólreiðakonur eru að leita að
samböndum við sambærileg félög
erlendis, meðal annars með það í
huga að koma notuðum reiðhjólum
og kvenlegri hjólreiðaþekkingu í
verð. Nú þegar er búið að koma á
sambandi við kvenreiðhjólafélag
í Danmörku og í Bandaríkjunum.
Stjórn Hjólreiðafélags hafnfirskra
kvenna er á leið til Danmerkur að
heimsækja kvenhjólreiðafélag í Bil-
lund og jafnvel undirbúa fyrstu ut-
anlandsferðina. En félagið stefnir
að því að skipuleggja utanlands-
ferðir þar sem hjólað verður á milli
áfangastaða.“
Ekki nauðsynlegt að eiga hjól
Um þessar mundir heldur hjólreiða-
félagið sig í Hafnarfirði en félagið
ætlar að standa fyrir hjólatúr einu
sinni í viku þar sem farið verður í
styttri og lengri ferðir, hjólaleiðir
verða kynntar ásamt útgáfustarf-
semi, fræðslufundum og fyrir-
lestrum. Auk þess segir Eiríksína
að farið verður í bæjarferðir þar
sem reynt verður að hitta konur
í Garðabæ og á Álftanesi. „Þegar
fram líða stundir verður farið til höf-
uðborgarinnar þar sem við munum
líka reyna að hitta konur á hjólum.
Þess vegna vonumst við til að konur
í öðrum bæjarfélögum stofni sam-
bærileg félög og búumst við því að
þessi hafnfirski sproti sé vísir að
kvenreiðhjólafélagi á landsvísu. Nú
þegar hafa tugir kvenna skráð sig
úr Hafnarfirði og nágrannasveitar-
félögum.“ Enda segir Eiríksína að
vegna gríðarlegs áhuga hafi stjórnin
ákveðið að hafa stofnfélagaskrá fé-
lagsins opna til 1. ágúst. Áhugasamar
konur geta því mætt á mánudaginn
26. júní fyrir utan Hafnarborg í
Hafnarfirði, farið í fyrstu ferðina og
skráð sig sem stofnfélaga. Eiríksína
hvetur konur til að mæta með vilj-
ann að vopni, þær þurfa ekki að eiga
hjól heldur er nóg að hafa áhuga á
því að stofna hjólreiðafélag.
svanhvit@bladid.net
Börn undir sex mánaöa aldri skilja ekki þegar foreldra þeirra reyna að hjálpa þeim.
Börn skilja heim-
inn fyrst um
eins árs aldur
Niðurstöður sænskrar rannsóknar gefur til kynna að
börn undir sex mánaða aldri skilji ekki hvað aðrir
gera. Þessar niðurstöður geta mögulega skýrt hvers
vegna ekki er hægt að greina einhverfu í börnumfyrr.
Samkvæmt nýlegri rannsókn geta
börn undir sex mánaða aldri ekki
skilið hvað annar einstaklingur
er að gera. Sænskir rannsakendur
skoðuðu 6 mánaða gömul börn,
eins árs gömul börn og fullorðna.
Allir þessir einstaklingar horfðu
á myndband þar sem hönd setti
leikfang ofan í fötu. Börnin, sem
voru eins árs, og hinir fullorðnu
litu alltaf á fötuna á sama tíma og
höndin tók upp leikfangið. Þetta
benti til að þeir vissu hvað höndin
ætlaði að gera. En börnin sem
voru sex mánaða horfðu áfram á
höndina. Rannsakendur ályktuðu
að heilinn notaði sérstakar taugar
til að spá fyrir um hvað einstak-
lingur gerir. Við sex mánaða aldur
hafa börn ekki þessar taugar.
Skilja ekki þegar pabbi hjálpar
Niðurstöðurnar munu ekki hjálpa
foreldrum að hugga grátandi
börn sín en þær geta varpað ör-
litlu ljósi á aðstæðurnar. Til að
mynda ef faðir tekur upp leikfang
þá reiknar sex mánaða barn ekki
sjálfkrafa með því að faðirinn
rétti því leikfangið, jafnvel þó
hann hafi gert það oft áður. Með
öðrum orðum, ungabörn skilja
ekki þegar foreldrar þeirra eru að
reyna að hjálpa þeim. Niðurstöður
rannsóknarinnar ítreka að unga-
börn eiga í erfiðleikum með að
átta sig á hvað hinir fullorðnu ætla
að gera. Dr. John Constantino, pró-
fessor í barnasálfræði við Lækna-
háskólann í Washington, segir að
það sé mikilvægt að misskilja ekki
hegðun ungabarna og telja að þau
séu að stjórna eða krefjast athygli.
Tengist einhverfu
Við eins árs aldur getur barn skilið
betur hvernig fólk í umhverfi þess
hagar sér.
Rannsóknin sýndi til að mynda
að eins árs gamalt barn sá hönd
móðurinnar taka upp boltann og
það bjóst við að mamma myndi
setja boltann í fötuna því það hafði
barnið séð áður. Við eins árs aldur
hefur heili barns þróast nægilega
til að skilja að ef það tæki sjálft
upp boltann þá myndi barnið setja
boltann i fötuna. Hæfileiki unga-
barna til að spá fyrir um hegðun
annarra í umhverfi þeirra er tengt
hæfileika þeirra til að skilja sína
eigin hegðun. Þessi hæfileiki hefur
verið rekinn til ýmissa þroskasjúk-
dóma, svo sem einhverfu. Sam
kvæmt Dr. John Constantino er
fyrst hægt að greina einhverfu við
eins árs aldur og þessi rannsókn
sannar að ekki sé hægt að greina
einhverfu fyrr. Þessar niðurstöður
geta mögulega skýrt hvers vegna
börn sem virðast fullkomlega heil
brigð við fimm mánaða aldur þróa
síðar með sér einkenni einhverfu.
svanhvit@bladid.net
Barnahúsgögn sem stækka
Barnahúsgögnin okkar bjóða upp á ótal samsetningarmöguleika og sveigjanleika sem gerir þér kleift að nota
eitt og sama rúmið allt frá því barnið hættir í grindarrúminu og fram á unglingsár.
Fossaleynir 6 - 112 Reykjavík - Sími: 586 1000 - Fax: 586 1034 - www.husgogn.is