blaðið - 23.06.2006, Side 22

blaðið - 23.06.2006, Side 22
22 I ÝMISLEGT FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2006 blaðiö Tekist á við skyndibitalífsstílinn Slow Food hreyfingin leggur áherslu á aðfólk taki sér tíma í að elda og njóta matarins. Skyndibitafæði hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarinn ára- tug og er orðið fastur liður í matar- æði fólks um allan heim. Sá timi sem fólk gefur sér í að elda, matast og njóta er farinn að styttast allverulega. Tímaleysi einkennir lífsstíl margra þjóða og langir vinnudagar gera það að verkum að samverustundum fjöl- skyldunnar fækkar. Hraður lífsstíll kemur niður á mataræði fólks sem farið er að sækja í skyndibitann í æ ríkari mæli sökum tímaskorts. Skyndibitavæðingin varð til þess að ítalskur blaðamaður og matgæð- ingur að nafni Carlo Petrini kom á fót The Slow Food Movement árið 1986. Petrini var farið að ofbjóða vöxtur skyndibitakeðja og taldi að matarmenningu Itala stafaði ógn af skyndibitavæðingunni. Opnun skyndibitarisans McDonalds í hjarta Rómarborgar var kornið sem fyllti mælinn. Petrini taldi að þörf væri á breytingum og vildi hvetja fólk sem var sama sinnis til að taka stjórn á lífi sínu og matarvenjum og láta ekki glepjast af skynbitalífsstílnum. Þannig varð markmið samtakanna að vekja fólk til umhugsunar um mat- aræði og hefðbundna matreiðslu. Samtökin leggja áherslu á að ferskra matvæla sé neytt og standa vörð um rétt neyt- enda til þess að fá nákvæmar upplýsingar uminnihalds- efni ýmissa matvara. Eins vilja samtökin að fólk leggi rækt við gamlar hefðir sem tengjast matreiðslu og með- höndlun matarins. Á sl. tveimur áratugum hafa sam- tökin eflst gífurlega og telja þau nú um 80.000 meðlimi í yfir 100 löndum. Meðlimir samtakanna vilja leggja rækt við þá matarmenn- ingu og hefðir sem tíðkast hafa í matargerð. Fólk er hvatt til þess að staldra við og elda hollan og góðan mat og njóta hans í samvist fjölskyldu og vina. Staðreyndin er sú að almenningur er í ríkari mæli farinn að neyta versk- miðjuframleidds og næringarsnauðs matar sem hefur eldd eingöngu áhrif á matarmenninguna heldur einnig á samverustundir fjölskyldunnar. Skyndibitinn ógnar þannig ekki að- eins heilsu almennings heldur dregur einnig úr samskiptum fólks. Nánari upplýsingar má finna á www. slowfood.com. ISUZU CREW CAB LS 2,5 TDI32" 09/02 ek.90þkV.l 550,- _ ^UaMuvtAeúLcoUtm. agf-qK? s.-d,....,« s • www.bilamarkadurinn.is Smiöjuvagur 46-« s: 567-1800 @(U)[L F0RD F250 HARLEY DAVIDS0N. Árg.04 Ek.Uþ.m Skipti Ó/D Tilboð Lán. Kr 3,6,- + kr. 300,- VOLVO S 70 2,5 20V sjálfsk. 03/97 ek.117 Toppbíll. FIAT DUCAT0 HÚSBÍLL DfSEL 04/95 ek.105 þ.kSnyrtilegur MMC LANCER 0Z RALLY 2,0 Árg.02 Ek.74þ.km V.1B50,- T0Y0TARAV4Árg.99 Ek.78 þ.km V.990,- AUDIA 3 SP0RTBACK 1,6 12/04 ek.30þk 5 DYRA BMW 320 DlSEL SJ.SK.Árg.03 Ek.155þ.km Hátt lin getur fylgt!! /jp. T0Y0TA RAV 4 12/01 EK.84Þ. V.1590, Opnunartími: Mám 10:00- Geta forvarnarherferðir verið tvíeggja vopn? Fíkniefnaherferðir hafa margar hverjar ekki gengið að óskum þráttfyrir einlœgan vilja og dugnað þeirra sem aðforvörnum standa. Herferðir gegn fíkniefnum hafa margar hverjar mistekist bæði hér- lendis og erlendis. Hver man ekki eftir íslandi án eiturlyfja árið 2000. Þau plön gengu ekki eftir og nú sex árum seinna hefur ekki mikil breyt- ing orðið á. Menn voru svo sannar- lega bjartsýnir og voru forvarnar- starfsmenn óhræddir við að fræða ungviðið f menntaskólum landsins um fikniefni og skaðsemi þeirra. Þá mættu oft á svæðið ungir og svalir menn um tvítugt sem höfðu barist við fíkniefni en höfðu til allrar ham- ingju náð sér, í bili að minnsta kosti. Þessir forvarnarfulltrúar sögðu sögu sína og léku á alls oddi. Sögur voru sagðár á skemmtilegan hátt og skilaboðin um skaðsemi fíkniefna fylgdu oftar en ekki rétt aðeins með í lokin. Skilaboðin voru því kannski ekki jafnskýr og ætla mætti, sérstak- lega með tiíliti til þess að menn virt- ust ná sér ágætlega eftir neyslu og bjuggu yfir spennandi lífsreynslu og höfðu áhugaverðar sögur og að segja. Getur virkni herferða orðið öfug við það sem lagt er upp með? Grein sem var skrifuð í The Los Angeles Times fyrir rúmum áratug síðan fjallaði um fíkniefnabölið og herferðir gegn því. Þar fjallaði grein- arhöfundur um ástæður þess að her- ferðir gegn fíkniefnum skiluðu ekki tilætluðum árangri. Ástæðuna taldi hann meðal annars vera að slíkar herferðir byggja oftast á þeirri ein- földu hugmyndafræði að leggja þurfi algert bann við fíkniefnum og að enginn munur sé á milli þess að neyta fíkniefna og misnota þau. Forvarnarstafið er þá byggt á hræðsluáróðri öðru fremur. Eins er ekki tekið tillit til þeirra aðstæðna sem verða til þess að fólk leiðist út í neyslu. Sú kaldhæðnislega staðreynd sem menn standa frammi fyrir er sú að herferðir gegn fíkniefnum virð- ast jafnvel hafa þær afleiðingar að neysla eykst í kjölfarið. I gegnum tímann hafa verið háð stríð gegn ópíum, kókaíni og marijúana svo eitthvað sé nefnt. 011 þessi svoköll- uðu stríð gerðu það að verkum að vinsældir efnanna jukust. Greinar- höfundur The Los Angeles Times tiltekur tvær ástæður fyrir þessu. Hugmyndin um algjört bindindi „kennir“ ekki ungu fólki hvernig megi neyta vímuefna eins og áfengis í hófi og öll efni, sama hversu skað- legþau eru, eru sett undir sama hatt. Eins má segja að of mikið sé einblínt á fíkniefnin sjálf. Rætt er um hvaða áhrif þau hafa á líkama og sál, hvers kyns þau eru og hvað er til á mark- aðnum. Því getur slík fræðsla orðið að góðri og spennandi kynningu á fíkniefnum sé ekki rétt að henni staðið og þeir sem höfðu enga hug- mynd áður um áhrif ákveðinna efna eru skyndilega orðnir alltof fróðir. Þá er hætta á því að spennan við að neyta hins forboðna efnis aukist. Á þeim tíma sem greinin var skrifuð, kom fram að í löndum þar sem tíðni vímuefnaneyslu var lægri snerust forvarnir fyrst og fremst um að fræða ungmenni um ábyrga neyslu og skaðsemi efnanna í stað þess að leggja stund á hræðsluáróður og al- gert bann. Einblínt á vímuefnin Viðbrögð einstaklingins við fíkni- efnum byggir á stórum hluta á því í hvernig hugarástandi viðkomandi er, hverjar væntingar hans eru til efnisins og hver orsök neyslunnar er. Er efnið notað til þess að lyfta sér upp eða gegnir það einhvers konar sáluhjálpar hlutverki sem erfitt er að sleppa hendinni af. Stór hluti þeirra sem misnotar vímugjafa eru einstaklingar sem hafa fundið ákveðna flóttaleið í gegnum neysl- una og því þurfa forvarnir að taka meira mið af. Leita þarf nýrra ieiða Þegar ítrekað er reynt að nálgast sama vandamálið án þess að tilætl- aður árangur náist, af hverju er þá ekki leitað nýrra leiða? Þrátt fyrir að algert bann við vímuefnum gangi ekki upp í þeim tilgangi að hindra eða draga úr notkun þeirra þá þarf ekki að fara hina leiðina og lögleiða fíkniefnin. Sú hugsun virðist hamla því að nýrra leiða sé leitað. Má ekki leggja áherslu á hófsama notkun sumra vímugjafa eins og áfengis og kannabisefna. Þó að slíkar leiðir séu farnar þá þarf ekki að afnema viðurlög við misnotkun á hörðum fíkniefnum. Gagnsemi hófsamra leiða í for- vörnum hefur komið fram í barátt- unni gegn reykingum en töluvert hefur dregið úr þeim undanfar- inn áratug. Má þar líklega þakka ýmsum þáttum eins og auglýsinga- banni og takmörkun reykinga á op- inberum stöðum. Fræðsla um skað- semi reykinga hefur skilað miklu og hefur viðhorf almennings breyst án þess að hræðsluáróðurs hafi notið við. Skilaboðin hafa komist til skila með gagnlegum hætti og þrátt fyrir að sígarettur séu löglegar þá er varla nokkur sem telur reykingar skað- lausar. Upplýsingaflæðið hefur gert fólki kleift að meta hættuna og taka afstöðu. Þannig hefur hverjum og einum verið gert mögulegt að taka upplýsta ákvörðun sem hlýtur að mótast af þeirri fræðslu sem viðkom- andi hefur hlotið. Ein besta forvarn- arleiðin hlýtur því að vera sú að allir hljóti uppbyggilega fræðslu í stað hræðsluáróðurs sem rannsóknir hafa sýnt fram á að hefur takmark- aða virkni. hilda@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.