blaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 blaöiö 6IFRÉTTIR Ekki von á úrskurði vegna lokana stöðva Ekki er til skoðunar hvort löglegt sé að loka fyrir útsendingar erlendra stöðva á HM. sem sýna frá HM Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að um misskilning hljóti að vera að ræða hjá Neytendasamtökunum. Hið rétta í málinu er það að von er á úrskurði frá Samkeppniseftirlitinu varðandi áskriftartilboð Sýnar í tengslum við keppnina, en ekki er verið að athuga lokanir á öðrum stöðvum. Ekki forsendur fyrir bráðabirgðaúrskurði „Skömmu áður en útsendingar á leikj- unum hófust bárust okkur erindi og ábendingar í tengslum við sýningu leikjanna og áskrift hjá Sýn,“ segir Páll. „Samkeppniseftirlitið tók þá sér- staklega til athugunar tilboð Sýnar vegna áskriftar að stöðinni á meðan á mótinu stendur. Við tókum sérstak- lega til athugunar hvort forsenda væri til þess að grípa til bráðabirgða- ákvörðunar eins og lög veita í vissum tilvikum heimild fyrir.“ Páll segir að það hefði þýtt að mögu- legt hefðiverið að ryðjatímabundið úr vegi, ástandi sem brotið hefði í bága við samkeppnislög. „Það var hins vegar mat Samkeppniseftirlitsins að það væru ekki forsendur til þess að taka slíka bráðabirgðaákvörðun í þessu máli.“ Að sögn Páls er málið nú í nánari skoðun og verið er að afla frekari sjón- armiða og gagna. Hann segir að eðli málsins samkvæmt taki slík skoðun ákveðinn tíma. Engar formlegar kvart- anirvegna lokana Hvað varðar lokanir á öðrum stöðvum segir Páll að Samkeppnis- eftirlitinu hafi ekki borist formlegar kvartanir vegna þessa máls. „Ein- hverjar ábendingar hafa borist en það hefur ekki verið tekin formleg ákvörðun um að taka þann þátt upp. Það er hugsanlega einhver misskiln- ingur hjá Neytendasamtökunum í því efni en ég hef ekki kynnt mér þessa tilkynningu frá þeim sérstak- lega,“ segir Páll Gunnar Pálsson, for- stjóri Samkeppniseftirlitsins. gunnar@bladid.net Eftir Gunnar Reyni Valþórsson Samkeppniseftirlitið hefur ekki til skoðunar hvort leyfilegt sé að loka fyrir útsendingar erlendra sjónvarps- stöðva á Digital íslandi og Skjánum sem sýna frá heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Á heimasíðu Neyt- endasamtakanna er sagt frá því að úrskurðar frá stofnuninni hafi verið að vænta, en ekki fyrr en keppninni verður lokið. Samtökin spyrja því hverjum slíkur úrskurður ætti að gagnast. vmom ^ veidikortid. vatnasvæði fyrir aðeins 5000 krónur! Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á ESSO, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is Skyndilega er gömul þjóðerniskennd komin út á göturnar í líki einkennisbúninga og endalausra fána og æpandi knattspyrnuáhugamanna. Stuðningsmenn Ghana fagna sigri á Bandaríkjamönnum. Þjóðernishyggja og þjóðarstolt Óttar Guðmundsson skrifar frá Berlín. Þegar ég var í barna- og ung- lingaskóla var okkur kennt að vera stolt af landi okkar og þjóð. Þótt Islendingar væru litlir og smáir var svo Óttar Guðmundsson ótal margt að gleðjast yfir samkvæmt kennslu- bókunum. 1 sögubókum Jónasar frá Hriflu var okkur svo kennt að hata Dani sem voru sagðir orsök allrar íslenskrar ógæfu. Þegnar annarra landa eru að sjálfsögðu aldir upp á sama hátt og læra að sýna eigin þjóðerni virðingu og sömuleiðis hvaða aðrar þjóðir eigi sök á þeirra sögulegu óförum. Þess- ari svokölluðu ættjarðarást fylgir venjulega fyrirlitning og hatur á einhverjum öðrum þjóðum. Ef við erum besta þjóð í heimi þá hljóta hinar allar að vera okkur óæðri. Með þessa hugsun í farteskinu fara menn síðan í stríð til að troða eigin gildum og skoðunum ofan í kokið á öðrum. Heimsstyrjöldin síðari var him- inhrópandi dæmi um þjóðernis- hyggju sem lenti á algjörum villi- götum. Frá því að henni lauk hafa menn meðvitað komið í veg fyrir allt sem minnti á gamlan þjóðremb- ing Þriðja ríkisins. Með Evrópu- sambandinu og sameiginlegum gjaldmiðli hafa landamæri Evrópu eiginlega þurrkast út svo það verður æ erfiðara að halda úti skipulagðri þjóðernishyggju í löndum sem eru smám saman að renna saman við áður hataða nágranna sína. Knattspyrnan breytir þessu öllu á svipstundu. Hún gefur fólki leyfi til að þess að hverfa um stund til baka í söguna þegar blaktandi þjóðfánar höfðu aðra þýðingu en þá að hanga letilega fyrir utan stjórn- arbyggingar í Brussel. Skyndilega er gömul þjóðerniskennd komin út á göturnar i líki einkennisbún- inga og endalausra fána og æpandi knattspyrnuáhugamanna. 1 þessari knattspyrnuvímú er fullkomlega leyfilegt að fá útrás fyrir gamlar ná- grannakrytur og deilur. Ég hef setið með þýskum áhorf- endum á krám borgarinnar og séð leiki á stórum sjónvarpsskjám. Þar eru skýrar línur dregnar. Menn fagna ákaflega öllum óförum Frakka, Hollendinga, Englendinga, Serba, Pólverja og Tékka. Gömlu einræðisríkin Spánn og Portúgal njóta mun meiri velvildar. Þegar Hollendingar kepptu við Argentí nu- menn á dögunum söng öll kráin einum rómi „Ohne Holland wir fa- hren nach Berlin," (án Hollendinga förum við til Berlínar) undir laginu Yellow Submarine og skálaði fyrir væntanlegum óförum Hollendinga. Þegar Þjóðverjar stóðu frammi fyrir því að mæta Svíum í und- anúrslitum tóku þeir því með jákvæðu jafnaðargeði. „Þeir hata okkur nefnilega ekki eins og hinar þjóðirnar sem alltaf fá í sig 75 ára gamlan aukakraft þegar þær spila gegn okkur. Svíar eru ágætis knatt- spyrnumenn en þeir fara ekki inn á völlinn til að hefna fyrir óteljandi misgjörðir Þriðja ríkisins. Þeim var eiginlega sama um allt sem gerðist á þessum árum meðan þeir gátu selt okkur stál og vopn til að berja á þessum þjóðum sem hata okkur sem mest i dag.“ Komnir úr fríi... Eftir stutta fjarveru eru Havarti, Krydd Havarti og Búrí nú í nœstu verslun! Brautskráning frá Háskóla íslands 1 dag fer fram brautskráning kand- ídata frá Háskóla Islands í Laugar- dalshöll. Fjöldi brautskráðra er að þessu sinni 957 talsins, þar af 667 í grunnnámi, 167 í meistaranámi og í 123 viðbótar- og starfsréttindanámi. Að auki hafa níu lokið doktorsnámi frá því að síðasta brautskráning fór fram í febrúar síðastliðnum. Dagskráin hefst klukkan 14, en áður flytja tónlist þeir Jóel Pálson, Tatu Kantomaa og Birgir Braga- son. Kynnir hátíðarinnar er Sveinn Yngvi Egilsson, dósent í hugvís- indadeild. Að lokinni brautskrán- ingu kandídata fer fram veiting heiðursdoktorsnafnbótar og þar næst ávarpar Kristín Ingólfsdóttir kandídata. Dagskránni lýkur með söng Háskólakórsins undir stjórn Hákons Leifssonar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.