blaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson Fréttastjórar: Aðaibjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. MIKILVÆGUM ÁFANGA NÁÐ Ifyrradag gengu aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórn Islands frá þri- hliða samkomulagi sem koma mun í veg fyrir áður yfirvofandi uppsögn kjarasamninga um næstu áramót. Með samkomulaginu er því tryggður friður á íslenskum vinnumarkaði næstu átján mánuði, eða þar til gildandi kjarasamningar renna sitt skeið á enda í lok næsta árs. Það sem kemur kannski helst á óvart í samkomulaginu er að auk þess sem skattleysismörk hækka nú talsvert er ennfremur tryggt að þau fylgja héðan af almennri verðþróun. Stjórnvöld hafa fram að þessu aðeins hækkað skatt- leysismörk þegar þau vilja sýna af sér óvenjulega gjafmildi. Slíkt hefur ekki gerst oft undanfarin ár og þvi hefur krónutala skattleysismarka hækkað lítið sem þýðir að skattbyrði landans hefur verið að hækka hlutfallslega. Fyrir það hefur nú verið tekið. I samkomulagnu er ennfremur tryggt að atvinnuleysis- bætur sem og bætur frá Tryggingastofnun munu hækka um 15 þúsund krónur, barnabótaaldur er hækkaður upp í 18 ár og vaxtabótagreiðslur munu ekki vera skertar. Hvað samningaviðræðurnar sjálfar varðar hefur komið nokkuð á óvart hversu vel SA og ASÍ gekk að komast að samkomulagi sín á milli um hvað gera þyrfti til að bjarga kjarasamningunum. Samkomulag lá nánast tilbúið í byrjun vikunnar, og eftir það var boltinn hjá stjórnvöldum. Alþýðusamband íslands bankaði upp á í stjórnarráðinu með fullmótaðar tillögur um hvað ríkið þyrfti að leggja fram. Hugmyndir þær voru nokkuð hógværar, en gengu út á að breyta nokkuð fyrri áherslum stjórnvalda hvað varðar skattheimtu hér á landi og lögð var áhersla á að breytingar yrðu gerðar sem gagnast myndu mest þeim sem lægstu launin hafa. Þrátt fyrir að gengið hafi verið frá sam- komulagi að lokum var í upphafi ljóst að rikisstjórninni leist ekkert allt of vel á hugmyndir ASl og svaraði þeim með tilboði sem þótti algerlega óástætt- anlegt. Svo tók við kapall sem endaði með þvi að skrifað var undir áðurnefnt samkomulag. Eftir stendur ríkisstjórnin og talar eins og þar sé á ferðinni hópur af frelsandi englum sem bjargað hafi málum. Slíkt er fjarri lagi því aðilar vinnumarkaðarins unnu stærstan hluta vinnunnar og síðan gerði rík- isstjórnin einfaldlega það sem henni bar - að taka ákvarðanir sem tryggja stöðugleika á íslenskum vinnumarkaði sem og í hagkerfinu. Slíkar aðgerðir hafa því miður ekki verið nægilega áberandi hjá stjórnvöldum að undanförnu. Vonandi verða hins vegar nú breytingar þar á. Aðalbjörn Sigurðsson Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Afialsíml: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Islandspóstur nettó í sumarskapi Deka allirút ápallinn! allt í matinn á einum stað 6Mis(mim fra 14. juoi tal lí. jwtf pfia owtan kwgfiir tnÍMt. Akrants • Akurcyri • Grinddvik • Mjódd R«*ykjavik ■ Sdlahverfi Köpavogi nettö Pallaolia 2,5L 14 I ÁLIT LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 blaðið 0V\SVEf.--HANM GEfl/ft fCJósEMPUlVi /WLr/jP M°ut 4 k'osM/NGflARt og m 3i'ímRfúirL w & ' LÍTÚR I/íí> /BL ÚTiUrfN^li BoLSÝHiHHi SFA/1 Vj0 1//>PÆ Þegar heimurinn kom í heimsókn Lillehammer í Noregi er fagur bær sem hvílir í skjóli mikilfenglegrar náttúru. Af væringum manna berast þaðan litlar fréttir enda drýpur velsældin svo gott sem af hverri barrnál og allir fá nóg. Fyrir ekki svo margt löngu þegar bærinn var gestgjafi vetrarólympíuleikanna kom heimsbyggðin í heimsókn, stræti, torg og veitingastaðir fylltust af útlendingum og um nokkura vikna skeið beindust augu heimsbyggðarinnar að þessum friðsæla bæ norður í Noregi. Heimsókninni lauk og heimurinn fór aftur heim til sín. En eftir situr almenn ánægja með viðburðinn, bæði meðal bæjarbúa og aðkomumanna sem fengu tækifæri til að kynnast, læra nýja siði og skiptast á skoðunum. Nú um stundir er Lillehammer ekki sérstaklega í brennidepli heimsmálanna en þessi árin situr þar á fræðastóli íslendingurinn og prófessorinn Stefán Snævarr. Undanfarinmisserihöfum við Stefán skipst nokkuð á skoðunum um ágæti hnattvæðingar og i nýlegum pistli setur heimspekiprófessorinn sig í læknisfræðilegar stellingar og sjúkdómsgreinir skrif mín þannig að ég sé haldinn illvígum hnattvæðingarsjúkdómi sem hann kýs að kalla glóbaltítis. Samkvæmt Stefáni sjá glóbaltítissjúklingar ekki skuggahliðar þeirrar ófreskju sem alþjóðvæðingin er. Stefán er raunar ekki bjartsýnn á fyrirbærið og telur það í stórhættu, að hnattvæðingin Klippt & skorið Asta Möller, þingkona Sjálfstæðis- flokksins, fjallar um jafnréttismálin í nýjasta pistli á vefsíðu sinni (www. astamoeller.is) og víkur sérstaklega að þvi ágæta framtaki Femínistafé- lagsins að veita fjölmiðlum hvatningarverðlaunin Bleiki steinninn. Hvatningarverð- launin eru veitt til að minna fjölmiðla á ábyrgð þeirra á sviði jafnréttismála. Ásta segir að stjórnmála- konur séu margar hverjar afar ósáttar við hvernig margir fjölmiðlar hafi sniðgengið konur í daglegri umfjöllun sinni um stjórnmál. Ásta segir: „Nýleg rannsókn um konur og fjöl- miðla sýndi að hlutur kvenna sem viðmælenda í fjölmiðlum hefur ekki aukist á undanförnum árum. Þvert á móti hefur hann minnkað lítil- lega á síðustu 5-7 árum. Umfjórðungur viðmæl- geti hæglega tortímt sjálfri sér í formi alþjóðlegra hryðjuverka. I hverfulum heimi getur auðvitað allt gerst, jarðarkringlan gæti þess vegna sprungið í loft upp einn daginn án þess að nokkur sæi það fyrir. Vandi hnattvæðingarumræðunnar er ekki síst sá að enn er engin sátt um hvað hnattvæðingin er, hvort hún sé eldgömul eða ný af nálinni. Flest ættum við þó að geta sæst á að hnattvæðing einkennist af nýju rými sem gengur þvert á landamæri og hefur á undanförnum áratugum orðið til með hjálp nýrrar tækni í samgöngum og samskiptum. Þetta nýja þverþjóðlega rými hefur svo skapað fjölda tækifæra sem ekki voru fyrir hendi áður. Þessu til vitnis dugir að benda á aukin umsvif íslenskra viðskiptamanna á erlendum mörkuðum. Þjóðfélög standa ekki í stað. Iðnvæðingin tók við af enda í fjölmiðlum eru konur. í því sambandi má benda á að stjórnmálamenn sem eru fastir vikulegir álitsgjafar hjá fjölmiðlum eru bara karlar. Nefni ég þar Pétur Blöndal og Mörð Árnason hjá (slandi í bítiö og Sigurð Kára og Lúðvík Bergvinsson hjá NFS." verrir Jakobsson fjallar um varnar- samninginn og sam- starfið við Bandaríkjamenn í nýjasta pistli sínum á vef hinna róttæku, murinn.is. Sverrir fjallar um skoðanakönnun sem Gallup-fyrirtækið vann fyrir Helga Hjörvar, alþingismann. Sverrir segir að þrátt fyrir ein- hliða málflutning stjórnvalda og fjölmiðla hafi íslenska þjóðin ekki látið sannfærast um ágæti varnarsamstarfsins. Vísar hann til þess að sam- kvæmt könnun Gallup fyrir Helga Hjörvar landbúnaðarþjóðfélaginu og með tilkomu aukinnar hnattvæðingar er þekkingarþjóðfélagið nú að taka við af iðnaðarþjóðfélaginu. Það þýðir ekki að vandamál manna séu úr sögunni, nýjum þjóðfélagsháttum fylgja alltaf ný vandamál. Samfara hnattvæðingunni þarf tii að mynda að huga sérstaklega að fátækt, umhverfinu og lýðræðisþróun. Á íslandi hefur löngum staðið styr milli innilokunarmanna og þeirra sem heldur vilja nýta kosti opins samfélags. Ef mér skjöplast ekki hefur Stefán heldur vilja kenna sig við þjóðlegt íhald en alþjóðahyggju. Ég er hins vegar ekki viss um að þetta tvennt þurfi að aðgreina. Það er engin mótsögn fólgin í því að standa traustum fótum í íslensku umhverfi og taka um leið fullan þátt í alþjóðavæddri veröld. A meðan ég rita þennan pistil eru Úkraínumenn rétt í þann mund að leggja Túnisbúa að velli í heimsmeistarakeppninni í Þýskalandi. Fótboltinn er líklega alþjóðavæddasta fyrirbæri í heimi og HM í fótbolta er stærsti alþjóðaviðburður veraldar. En menn skyldu athuga að í heimsmeistarakeppninni leggja menn allt í sölurnar fyrir sitt heimaland, alveg eins og skíðakapparnir gerðu i Lillehammer um árið. Höfundur er stjórnmálafræðingur vilji rúm 68% íslendinga segja varnarsamningnum upp. Þá tekur Sverrir ein- ungis þá sem afstöðu tóku til spurningarinnar en þegar horft er til allra þeirra sem þátt tóku í könnuninni eru 54% (slendinga þeirrar hyggju þessa dagana að rifta beri samningnum við Bandaríkjamenn. Síðan segir Sverrir: „Af þeim sökum verður forvitnilegt að sjá hvort stjórnvöld ætla sér að sniðganga almannaviljann enn einu sinni í þessu máli. Hefur lýðræðisvitund (slendinga ekki auklst frá því á 20. öldinni? Geta stjórn- völd endalaust rekið utanrfkisstefnu sem nýtur ekki meirihlutastuðnings? Næstu misseri verða prófsteinn á stöðu lýðræðis á (slandi. Til mikils er að vinna að þjóðin falli ekki enn einu sinni á því prófi."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.