blaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 26
I 26 I MATUR «HRk LAUGADAGUR 24. JÚNÍ 2006 blaöið Ferskt melónusalat Þar sem ég er staddur úti í Króatíu á meðan ég skrifa þennan texta og hitinn er frá 23-28 stigum þá er ekk- ert betra en að borða eitthvað létt og frískandi og drekka ískaldan bjór með. Þó það sé ekki eins heitt heima á Islandí þá getur komið gott og heitt veður inn á milli rigninga- daganna. Á þeim dögum er tilvalið að bjóða upp á eitthvað létt og frisk- andi í matinn. Þar sem ég er undir ferskum Miðjarðarhafsáhrifum þessa dagana fannst mér tilvalið að koma með hugmynd að góðu salati þar sem vatnsmelóna er í aðalhlut- verki, bæði sem meðlæti í salatinu og í dressingunni. Vatnsmelónan er tilvalin sem sætan í vinagrettu þar sem þarf að vera rétt hlutfall á milli súru, sætu og olíu ásamt kryddi. Þetta salat er tilvalið sem léttur for- réttur eða sem aðalréttur og þá er hægt að bæta kjöti við, eins og kjúklingi eða rækjum svo það verði matarmeira. Salat með vatnsmelónu, tómötum, aspas og salthnetum ásamt dressingu með vatnsmelónu-vinegrettu. Grill og ostur Fyrir fjóra sem forrétt ur annars skal bæta helmingi við sem aðalréttur Blandað salat (helst að hafa klettasalat með í blöndunni) 12 stk ferskur aspas (skræla og sjóða) 4 stk tómatar (skornir í grófa bita) 1/3 vatnsmelóna (skorin í grófa bita) '/2 rauðlaukur (skorinn í fína strimla) ca 4 matskeiðar salthnetur (ein á mann) ( Ijúffengur kostur! Aðferð: Öllu blandað saman og stillt huggulega upp á disk, dressingin er síðan sett yfir. Dressing: ca 5 matskeiðar vatnsmelóna (helst engir steinar) 4 msk balsamico-edik Safi úr '/2 sítrónu 8 msk ólífuolía 1 tsk dijon sinnep 4-6 blöð fersk mynta salt og nýmalaður pipar Aðferð: Allt sett saman i blandara og keyrt saman í fína vinegrettu. Kveðja, Raggi Eldað við rœtur Heklugossins Bókin Delicious Iceland er nýkomin út en þar er uppskriftum og veiðisögum blandað saman í máli og myndum. Bókin Delicious lceland Epla- og gráðostasalat með ristuðum valhnetum. Ævintýrakokkurinn Völundur Snær Völundarson er nýbúinn að gefa út bókina Delicious Iceland: Tales of unique northern delic- acies sem er vægast sagt fjölbreytt og glæsileg. í bókinni er upp- skriftum og veiðisögum blandað saman í máli og myndum. Völundur upplifði ansi mörg ævin- týri við gerð bókarinnar og hvert öðru skemmtilegra. Til að mynda eldaði hann við rætur gossins í Heklu, náði í svartfuglsegg í björg og dorgaði. Völdundur gaf sér tíma til að ræða við blaðamann þrátt fyrir annríki enda er dreng- urinn að ganga upp að altarinu idag. Völundir segir að hugmyndin að bókinni hafi kviknað þegar hann heimsótti reglulega ísland með er- lendum vinum sínum. „Þeir urðu alveg hugfangnir af mörgu sem þeir sáu hér og ég hugsaði með mér að þessu þyrfti að gera góð skil. Ég nota því margt í bókinni sem þeir voru hrifnir af. Ég og Hreinn Hreinsson ljósmyndari byrjuðum saman á bók- inni árið 1998. Þá var ég nýkomin frá Chicago þar sem ég var hjá Charlie Trotter sem er einn virtasti kokkur- inn í Ameríku. Ég var því fullur af hugmyndum og ætlaði mér aldeilis að gera bók. Hreinn tók myndir af mér í alls kyns ævintýrum, við veiddum ál, heimsóttum bónda fyrir norðan sem gerði fíflavín og bjuggum þannig til fullt af sögum.“ Glóandi hnullungar við eldamennskuna Ein af þeim sögum er þegar Völ- dundur eldaði lamb í hraunjaðri Heklugossins sem hann segir að hafi verið mögnuð reynsla. „Ég var að vinna á Hótel Holti og heyrði í útvarpinu á leiðinni í vinnuna að Hekla væri byrjuð að gjósa. Ég er að norðan og enginn af vinum mínum, jeppaköllunum, var til staðar í bænum þannig að ég hringdi upp í Hummer umboð. Eg kynnti mig og sagði að ég vildi endilega kom- ast í gosið því ég vildi elda uppi á hrauni. Hálftíma seinna vorum ég og Hreinn komnir af stað og keyrðum upp að hraunjaðr- inum. Hnullung- arnir duttu niður glóandi en ég steikti lamb á pönnu,“ segir Völundur og hlær. „Lambið bragðaðist frábær- lega og þetta var geggjuð lífsreynsla." Bók Völundar er á ensku og er því hugsuð sem land- kynning og fyrir ferðamenn. Sjáífur segir Völundar að hún sameini í raun allar þessar fallegu myndabækur sem eru um ísland en segja í rauninni ekki neitt. „Þetta er ævintýraleg bók.“ Spennandi sögur um nytjar íslands Völundur flutti til Bahamas árið 2000 en kemur reglulega heim til íslands. Þeim ferðum eyddi hann að hluta til í ævintýri fyrir bókina. „Ég og Hreinn fórum að dorga, náðum í svartfuglsegg í björg og héldum áfram að gera spennandi sögur um nytjar íslands. Þegar við vorum búnir að mynda þá vantaði einhvern til að skrifa þetta verk og þá fengum við í lið með okkur mann sem heitir Haukur Ágústsson. í bókinni skrifar hann um ísland, islenskar matarvenjur og hvernig matarmenn- ingin hefur þróast á íslandi. Það eru sögur þar á milli sem eru ævintýra- legar. 1 uppskriftunum tek ég alltaf eitt grunnhráefni sem er íslenskt og elda síðan eitthvað framandi úr því og nýti mína reynslu til þess en ég hef verið út um allan heim síðustu níu ár,“ segir Völundur og bætir við að hann hefði aldrei gert þessa bók ef ekki hefði verið fyrir Hrein og Hauk. Skíthræddur í sigi ,Þetta hefur verið skemmtileg lífs- reynsla," segir Völundur. „Öll þessi ævintýri eru eftirminnileg en það var eitt sem ég átti alls ekki von á og það var á Langanesi. Þar hittum við eggjabændur sem síga bjargir tíu daga á ári í leit að eggjum. Við ætluðum að mynda þetta og sjá hvernig þeir færu að þessu. Þá tóku þeir ekkert annað í mál en að setja mig í siggræju og ég var látinn síga niður 100 metra bjarg. Ég var skíthræddur," segir Völundur með kímni í röddinni. svanhvit@bladid.net Völundur eldaði lamb við hraunjaðarinn þegar Hekla gaus.„Hnullungarnir duttu niður glóandi en ég steikti lamb á pönnu. Lambið bragðaðist frábærlega og þetta var geggjuð Iffsreynsla."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.