blaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 2006 blaöiö
Sigurliðið búið til við stofuborðið
Stjórinn er nýtt ogglœsilegt íslenskt knattspyrnuspil og líklega hiðfyrsta sinnar tegundar í heiminum.
Eftir Björn Braga Arnarsson
Knattspyrnuspilið Stjórinn
kom út á dögunum, en um er að
ræða fyrsta borðspilið af þessari
tegund á íslandi. Það eru Böðvar
Bergsson, Bjarni Daníelsson og
Páll Sigurðsson sem hafa veg og
vanda að spilinu.
I spilinu setja þátttakendur sig
í hlutverk knattspyrnustjóra sem
keppa hver við annan um meistara-
titla í knattspyrnu. í byrjun fær hver
stjóri hóp leikmanna og peninga til
þess að kaupa fleiri leikmenn. Verk-
efnið sem hann stendur frammi fyrir
er að byggja upp lið sem er nógu gott
til þess að leggja andstæðinga sína
að velli í knattspyrnuleikjum.
Ekki bara fyrir fótboltafíkla
,Upphaflega hugmyndin kviknaði
fyrir um fimm árum en síðan liðu
tvö ár áður en farið var að gera eitt-
hvað í þessu af viti. Spilið hefur því
verið í um þrjú ár í þróun. Það hafa
Minningarkort
Minningar- og styrktarsjóðs
hjartaskjúklinga
\HjartaHeill
sími 552 5744
Gíró- og kreditkortþjónusta
ekki verið til svona alvöru fótbolta-
spil og því fannst okkur tilvalið að
koma með þetta á markað,“ segir
Böðvar. „Við lögðum upp með að
spilið innihéldi þá skemmtun og
spennu sem er í alvöru knattspyrnu-
leikjum. Þá fannst okkur líka mik-
ilvægt að allir gætu haft gaman
af spilinu, ekki aðeins forfallnir
knattspyrnuáhugamenn."
Böðvar segir að Stjórinn hafi
verið spilað mikið með rýnihópum
og fengið fádæma góðar viðtökur
hjá þeim. „Það virðast flestallir hafa
gaman af þessu, hvort sem það er
fullorðið fólk eða krakkar. Það vakti
líka athygli okkar að fólk sem hefur
engan áhuga á fótbolta skemmti sér
mjög vel við að spila þetta. Þau hafa
líka einstaklega gaman af því að
vinna okkur sem erum á kafi í bolt-
anum,“ segir Böðvar og bætir við að
hann þekki það af biturri reynslu.
„Ég hef einmitt lent í því að tapa fyrir
manneskju sem hefur ekki minnsta
áhuga á fótbolta. Það var mjög
slæmt,“ segir hann og hlær.
Stefnt á útrás
1 spilinu eru 6oo alvöru knattspyrnu-
menn frá mörgum ólíkum þjóðum
og á meðal þeirra eru nokkrir ís-
lenskir leikmenn. „Víð tókum leik-
menn víðs vegar að. Við erum með
flestalla íslensku landsliðsstrákana
og allar stórstjörnurnar en inn
á milli eru minni spámenn. Við
vildum hafa þetta svolítið raunveru-
legt og að fólk þyrfti að byggja sjálft
Þriðjudaginn 27. júní
Auglýsendur, upplýsingar voita:
Kolbrún Ragnarsdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kcila@bladid.net
Magnús Gauti Hauksson • Sími 510 3723 • Gsm 691 2209 • maggi@vbl.is
blaéió
Böðvar Bergsson heldur stoltur á afkvæminu. Fótboltaspilið Stjórinn kemur í verslanir á mánudag. Blaliö/SteiimHugi
upp gott fótboltalið. Hver leikmaður
hefur sína eiginleika og einkunnir í
hinum ólíkustu flokkum frá einum
og upp í io,“ segir Böðvar.
Spilið var unnið í samstarfi við Og-
Vodafone og segir Böðvar það ekki
hafa verið erfitt að fá þá með sér í
lið. „Við fórum á fund með þeim
og spiluðum við yfirmennina. Þeir
skemmtu sér svo vel og voru svo
hrifnir að þeir ákváðu að ganga strax
í þetta verkefni með okkur. Það má
segja að þetta spil hefði aldrei orðið
til nema fyrir tilkomu þeirra," segir
Böðvar.
Hann segir að ef spilið slái i gegn
hér á landi sé markmiðið að fara
með það á erlendan markað. „Island
er í rauninni hinn fullkomni prufu-
markaður. Ef þetta gengur vel hérna
ætlum við að fara með þetta út,“
segir Böðvar að lokum.
bjorn@bladid.net
Þjóðverjar og Argentínumenn áfram
Dóra María Lárusdóttir og Leifur S. Garðarsson spá í spilin
fyrirfyrstu leikina í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins.
Dóra María Lárusdóttir,
knattspyrnukona úrVal.
Dóra María Lárusdóttir kveðst ekki
vera mjög djúpt sokkin í HM þó
hún fylgist ágætlega með. „Maður
er alltaf að vinna á daginn. En það
er reyndar kominn skjár í vinnunni
og maður lítur öðru hvoru upp. Svo
horfi ég á 4-4-2 þegar ég er við sjón-
varpið á kvöldin," segir Dóra.
Hún segist ekki eiga sér uppáhalds
lið á mótinu, heldur styðji hún ein-
faldlega liðin sem spila skemmtileg-
asta fótboltann hverju sinni. „Ég get
talið upp einhverjar fimm þjóðir sem
ég er mjög hrifin af. Ég fíía Argent-
ínu og Brasilíu, enda eru þau að spila
frábæran bolta. Þá hafa Italía, Spánn
og Holland verið að gera mjög góða
hluti," segir Dóra.
Spá Dóru Maríu:
Þýskaland - Svíþjóð
„Þessi leikur fer 1-0 fyrir Þýskalandi.
----q Fyrst Svíar gátu
ekki unnið Eng-
lendinga eru þeir
jf» g ekki að fara að
t taka Þjóðverja.
g£ ) U Ég á von á því að
I sigurmarkið komi
I frá varnarmanni
I eða einhverjum
Dóra María minni spámanni.
Lárusdóttir. Það verður alla-
vega ekki Klose
eða Ballack sem skora.“
Argentína - Mexíkó
„Argentína vinnur þennan leik létt 3-
0. Argentínumenn eru með yfirburð-
arlið og ég efast um að Mexíkóar nái
að standa í þeim.“
Leifur S. Garðarsson, þjátf-
ari Fylkis í knattspyrnu.
Leifur S. Garðarsson segir að Þjóð-
verjar hafi komið sér mest á óvart á
Carlos Tevez hefur farið mikinn fyrir Argentínumenn og verið einn af lykilmönnum liðsins.
mótinu það sem af er. „Þjóðverjar
eru búnir að vera gríðarlega sterkir
og það kemur
manni kannski svo-
lítið á óvart af því að
þeir hafa ekki verið
að gera mjög gott
mót fram að þessu,“
segir Leifur.
Hann segir að af
LeifurGarðarsson. mörgum Sterkum
þjóðum væri einna skemmtilegast
að sjá Spánverjana fara alla leið. „Ég
held að það sé kominn tími á Spán-
verja að gera einhverjar rósir. Það
væri gaman að sjá þá vinna þetta mót
þó að það vanti auðvitað Mikel Art-
eda, leikmann Everton. Það er náttúr-
lega hneyksli að hann hafi ekki verið
valinn í hópinn."
Spá Leifs:
Þýskaland - Svíþjóð
„Ég held að þessi leikur fari 3-2 fyrir
Þýskaland. Þetta segi ég vegna þess
að í liði Svía eru tveir fyrrverandi
leikmenn Everton, þeir Tobias Lind-
eroth og Niclas Alexandersson, og
þeir munu skora í leiknum. Þjóð-
verjar skora hins vegar örugglega
- fleiri mörk og vinna leikinn. Ég
veit hins vegar ekkert hverjir skora
fyrir þá af því að það eru engir Ev-
erton-menn í þýska landsliðinu.“
Argentína - Mexíkó
„Þessi leikur fer 2-0 fyrir Argent-
ínu. Argentína er með eitt allra
sterkasta liðið á þessu móti. Þetta
gæti þó orðið erfiður leikur fyrir
þá af því að þessi lið spila ekkert
ósvipaða knattspyrnu og Mexíkóar
gætu þvælst aðeins fyrir þeim. En
Argentínumenn eiga að vera nógu
sterkir til að klára þennan leik.“