blaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 38
38 IFÓLK
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 blaöið
Þegar Smáborgarinn hélt að auglýsinga-
teymi (slands gætu ekki orðið hallæris-
legri þá gerist hið ótrúlega: Það kemur
auglýsing sem fær kjálka Smáborgarans
til að siga í forundran. Það gerðist um
daginn þegar auglýsing frá Orkuveitunni
birtist á skjánum og lýðurinn brast í sam-
stilltan söng og dans. Sú auglýsing er á
vörum allra og frá markaðslegu tilliti hlýt-
ur það að vera af hinu góða: lllt umtal er
betra en ekkert umtal.
Daloon dagur í dag
Þessi fína og dýra auglýsing hlýtur þá að
vera örlítið bagaleg í Ijósi þess að Orku-
veitan, undir stjórn Alfreðs Þorsteinsson-
ar, hefur verið sökuð um óhóflegt bruðl.
Rándýr leikin sjónvarpsauglýsing til að
peppa upp ímyndina hlýtur að teljast
skynsamlegt sparnaðarráð. Miðað við
hvernig fyrirtæki Orkuveitan er þá verður
málið enn kjánalegra. Það er vissulega
annað fyrirtæki sem býður þjónustu sína
í orkumálum en þetta er ekki eins og helg-
artilboð matvöruverslana.
Öruggur staður til að vera á
Þegar Smáborgarinn sá þessa auglýs-
ingu Orkuveitunnar þá rifjaðist upp fyrir
honum auglýsing frá Landsbankanum
en hún fjallaði um launavernd. Þar kom
saman hresst og raunsætt fólk sem út-
skýrði fyrir vinum og vandamönnum að
ef maður hrykki upp af þá fengi makinn
álitlega summu í nokkurn tíma. Meðan
á söluræðunni stendur í auglýsingunni
kemur stutt innskot: „Æi, þú ert svo mik-
ið krútt". Þessar auglýsingar urðu meira
að segja nokkrar talsins þegar upp var
staðið. Smáborgarinn var þá enn að jafna
sig þegar Orkuveitan sat fyrir honum.
Efvið erumsoltin
Hvað með að gera auglýsingu þar sem
Landsbankinn lofar vlðsklptavinum sín-
um 65% gígavattsvernd í samvinnu við
Orkuveituna. Við dauðsfall maka fær
viðskiptavinurinn 65% afslátt af hverri
keyptri gígavattsstund.
Æi, Smáborgarinn er svo mikið krútt!
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Skjalda, kýr í Húsdýragarðinum og álitsgjafi Blaðsins
Töluðu kýrnar á Jónsmessunótt?
„Nei að sjálfsögðu gerðum við það ekki. Það veit hvert mannsbarn, og flest-
ir kálfar, að menn sem heyra kýrnar tala á Jónsmessunótt verða sturlaðir.
Okkur fannst það því afar ábyrgðarlaust af mannfólkinu hér í garðinum
að hafa hann opinn fram yfir miðnætti og stofna þar með geðheilsu fjölda
fólks í hættu. Þeir sögðust reyndar hafa bruggað eitthvað afsturlunarte
sem koma átti í veg fyrir sturlunina, en hver veit með vissu hvort að það
hefði virkað? Við ákváðum því að ganga fram fyrir „skjöldu" og halda
okkur saman í alla nótt.“
Húsdýragarðurinn var opinn fram yfir miðnætti í nótt þar sem gestum bauðst meðai annars að velta sér upp úr dögginni og
freista þess að heyra kýrnar tala.
I gær hélt Skógræktarfélag Reykjavíkur fjölskyldudag f Heiðmörk en hann var haldinn í tengslum við Jónsmessumót Reykjavíkurborg-
ar. Dagskráin fór fram á Vígsiuflöt við Borgarstjóraplan. Meðal þess sem var boðið upp á var tálgunarkennsla sem Valdór Bóasson,
smiðakennari, sá um. Eftir góða skemmtun voru að lokum grillaðar pylsur á birkigrein.
Selma Blair að
skilja við son Zappa
Stjarnan úr Cruel Intentions og Ahmet Zappa, bróðir ísiandsvinarnis Dweezil
Zappa sem spiiaði hér á landi fyrir stuttu, eru að skilja eftir aðeins tveggja ára
samand.
Astæðu skilnaðarins segir Selma vera ósættanlegan ágreining en það getur verið
flókið að vera endalaust í sviðsljósinu og það reynir án efa á sambandið. Talsmað-
ur fyrrverandi hjónakornannaTroy Nakkin sagði:„Selma og Ahmet hafa ákveðið
að skilja en elska hvort annað ennþá mjög mikið og munu halda áfram að vera
mjög góðir vinir." Selma og sonur rokkarans Frank Zappa giftust árið 2004, ein-
ungis sex mánuðum eftir að þau kynntust.
HERMAN eftir Jim Unger
8-31 <8 Jim Unger/dist, by Unilec Media, 2001
Þetta er okkar penni.
HEYRST HEFUR...
Fyrir nokkru skrifaði Mörð-
ur Árnason pistil um
auglýsingar
frá Umferð-
arstofu sem
minna fólk
á að nota bíl-
belti. Auglýs-
ingarnar eru
tvær, önnur
fyrir prent-
miðla og hin fyrir sjónvarp. 1
pistlinum leggur Mörður út
frá muninum á auglýsingun-
um og segir að sú sem birtist
í blöðunum sé „Samfylkingar-
auglýsing“, sem endurspegli
samábyrgð, forsendu frelsisins.
Myndin sýnir fólk í faðmlagi
sem á að vísa í bílbeltanotkun,
„nútímafjölskyldu með bros á
vör“ eins og hann orðar það. 1
sjónvarpsauglýsingunni sést
hins vegar ungur maður rakna
úr roti eftir bílslys og sýnir aug-
lýsingin að mati Marðar mann
sem verður ákaflega glaður
þegar hann fattar að hann hafi
lifað slysið af. „Súpi þeir hel
sem með honum óku - ég dó
ekki!“, segir Mörður og bætir
við að hér sé freistað þess sem
einungis hugsi um sjálfan sig
og sleppi við hin aumu örlög
hinna. Því sé þetta „Sjálfstæð-
isauglýsing.“ Pistillinn hefur
vakið afar hörð viðbrögð og
í „kommentakerfi" síðunnar
hafa tugir manna keppst við
að skamma Mörð fyrir ósmekk-
legheitin sem þeim finnst hann
vera ber að.
m
Idálkinum „klippt og skor-
ið“ í Blaðinu var sagt frá
því í gær að
mannrétt-
indafulltrúa
borgarinn-
ar, sem og
starfsmanni
jafnréttis-
nefndar, hafi
verið úthýst
af skrifstofu
sinni til þess að hægt væri
að rýma til fyrir Birni Inga
Hrafnssyni sem fengið hefur
skrifstofuaðstöðu í Ráðhúsi
Reykjavíkurborgar. Klippari
fór víst ekki rétt með stað-
reyndir í þessum mola. Hið
rétta er, að ákveðið hefur verið
að til þess að undirstrika sam-
starf það sem er á milli meiri-
hlutaflokkanna að oddviti
Framsóknar haldi skrifstofu í
Ráðhúsinu svo stutt sé á milli
helstu ráðamanna. Björn Ingi
fékk inni í fundarherbergi í Ráð-
húsinu og þurfti því enginn að
víkja fyrir honum. Þegar kom
að þvi að innrétta kontórinn
var ekki gripið til þess ráðs að
kaupa ný húsgögn, heldur mun
hafa verið gramsað í geymslum
Ráðhússins og meðal annars
dreginn fram forláta leðursófi
sem keyptur var í tíð Magnúsar
Óskarssonar, borgarlögmanns.
WFýskipaður iðnaðarráðherra
•llvirðist taka starf sitt alvar-
lega ef marka má sjónvarpsvið-
tal sem tekið var við hann ekki
alls fyrir löngu. Þar birtist rögg-
samur maður sem augljóslega
var tilbúinn að fórna sér fyrir
land og þjóð. Hugsanlega er hér
kominn ný frelsishetja og ekki
skemmir fyrir að hún ber sama
nafn og önnur frelsishetja. Það
má jafnvel hugsa sem svo að nýr
leiðtogi Framsóknarflokksins
hafi fæðst. Menn velta þó fyrir
sér af hverju Jón sé einungis í
fríi frá Seðlabankanum. Trúir
hann ekki á flokkinn? Trúir
hann ekki á örlögin?
gunnar@bladid.net