blaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 19

blaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 19
blaðið LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 VIÐTALI 19 hrúgast inn á. Það er frekar ólíklegt. Það er engu að síður gott fyrir sjálfsmynd okkar og sýnir að hér séu ekki aðeins forríkir kaupsýslu- menn sem menn eru misánægðir með að fá þangað inn heldur höfum við ýmislegt annað fram að færa líka. Okkur hefur tekist að sýna fram á það með tónlistina og núna með leiklistina, kvikmyndirnar og ýmislegt fleira." Baltasar segir að viðhorf Islend- inga til lista og menningar hafi breyst mjög á undanförnum árum og það heyri að mestu sögunni til að foreldrar reyni að fá börnin sín ofan af því að feta þá slóð. Ennfremur eru ungir listamenn óhræddari við að reyna fyrir sér erlendis. „Björk er kannski sá tónlistar- maður sem dregur vagninn og opn- aði fyrir þann möguleika. Krakkar sem eru um tvítugt hafa enga minni- máttarkennd út af smæðinni og að við getum ekki gert þetta. Það er frá- bært. Auðvitað örlar stundum á mik- ilmennskubrjálæði en þeim er þá kippt fljótlega niður á jörðina aftur. Það sama má í raun og veru segja um kaupsýslumennina. Fyrir þeim er ekkert flókið að fjárfesta í Danmörku. Það er jafneinfalt og að gera það hér. Fyrri kynslóðir voru ragari við þetta vegna þess að þetta var ekki byggt inn í okkur. I raun og veru held ég að list og viðskipti séu mun nátengdari en menn hafa viljað líta á áður. Þetta er allt hreyfi- afl og sköpun. Það er rosalega mikil sköpun í viðskiptum líka.“ Eru menn ckki líka hœttir að líta á lista- og menningarstarf sem ein- tóman lúxusi' „Ég held að ef maður fari til Lúx- emborgar og verði þar í viku þá átti maður sig á því að menning er ekki lúxus heldur lífsnauðsyn. Það er andlegur dauði að vera þarna. Þar er ekkert nema bankar, nokkrar Gucci-búðir og flugvöllur. Þetta er ekkert líf. Svo keyra allir til Belgíu eða eitthvert annað í leit að andlegri næringu." Reyni ekki að geðjast öllum BaÍtasar Kormákur hefur nýlokið tökum á kvikmyndinni Mýrinni sem gerð er eftir samnefndri sögu Arnalds Indriðasonar. Eftirvinnsla er í fullum gangi en stefnt er að því að myndin verði frumsýnd í haust. Baltasar segir að tökurnar hafi gengið vel fyrir sig og að hann sé afskaplega ánægður með þann hóp sem hann hafi unnið með. Það komi síðan í hlut annarra að meta árangurinn. Ertu trúr upprunalegu sögunni? „Ég er mjög trúr henni en ég skrifa þetta náttúrlega fyrir tjaldið. Það er mikilvægt að finna lykilinn að henni sem kvikmyndahandrit en ekki reyna að endursegja skáldsögu eða reyna að geðjast öllum. Það er frekar tilgangslaust. Alveg eins og í leikara- valinu þá tók ég vissa afstöðu sem ég vissi að það yrðu ekki allir sáttir við en ég held að flestir verði það þegar myndin verður sýnd. Stundum er betra að taka skýra stefnu en að reyna að geðjast öllum. Ég er búinn að heyra hundrað ólíkar skoðanir á því hver eigi að leika Erlend. Ég vildi bara fá besta leikarann sem ég taldi hafa allt til að bera í þetta hlutverk. Það var svo einfalt. Ef maður ætlar að halda athygli áhorfenda í tvo tíma þá er ekki um of marga leikara að velja.“ Var handritið unnið í samráði eða samstarfi við Arnald Indriðason? „Við höfðum þann háttinn á að ég bar þetta undir hann og það var ekki að neinni kröfu af hans hálfu. Ég bauð honum upp á það sem hann þáði. Hann gaf okkur ýmsar ráðlegg- ingar sem við þáðum með þökkum. Þetta er eins gott og það getur orðið. Það góða við sögurnar hans Arn- alds er að þetta eru persónusögur og þær eru mjög trúverðugar i sam- tímanum. Menn héldu alltaf að það væri ekki hægt að skrifa krimma á íslandi en það var náttúrlega vegna þess að þeir voru alltaf að skrifa am- eríska krimma eða eitthvað annað. Islendingar vilja lesa um ísland. Það er að ákveðnu leyti bjargvættur menningarinnar að Islendingar þrá íslenska menningu. Það selst til dæmis engin bók jafnvel og íslensk bók ef hún hittir í mark. Það sama má segja um íslenskar biómyndir en fólk tekur heldur ekki hverju sem er. Ef fólk nær ekki sambandi við ís- lenskt efni þá er það alveg dautt.“ Jaðarkvikmyndir og sakamálasögur Nú hefur Mýrin verið gefin út víða erlendis og hlotið ágœtis viðtökur og viðurkenningar. Hefurðu orðið var við áhuga á myndinni erlendis vegna þess? „1 Þýskalandi hefur bókin örugg- lega mjög mikið að segja. Það má ekki gleyma því að það er gefið út mikið af svona bókum úti um allan heim og það eru gerðar bíómyndir eftir fæstum þeirra. Það er ekki sjálf- sögð tenging þar á milli. Ef þetta væri amerísk bók og það væri gerð mynd á ensku eftir henni þá myndi það án efa virka betur. Þegar maður er aftur á móti með bíómynd á öðru tungumáli en ensku þá verður hún flokkuð sem jaðarkvikmynd og það er erfitt að komast út úr því. Þeir sem fara í jaðarbíó eru ekki endilega þeir sömu og lesa sakamálasögur. Menn átta sig ekki endilega á þessu. Þeir halda kannski að fyrst að bókin hafi selst vel þá sé ekkert mál að búa til bíómynd en það þarf ekki endi- lega að vera.“ Baltasar bendir á að engu að síður megi búast við því að Mýrin fái góða kynningu og dreifingu erlendis. „Fjármagnið kemur að miklu leyti frá þýsku sjónvarpsstöðinni ADR sem er önnur stærsta sjón- varpsstöðin í landinu. Þar verður myndin talsett og sýnd í sjónvarpi. Þá hefur fyrirtæki í eigu Lars Von Trier tryggt sér heimssöluréttinn á myndinni og mun einnig standa að kynningu á henni á mörkuðum. Það er mjög mikilvægt og fáar myndir sem njóta þess.“ Eru fleiri verkefni í bígerð? „Ég er með mjög spennandi verkefni í bígerð sem ég get ekki sagt frá. Svo er ég líka að vinna að bíómynd bæði hér heima og úti. Ég vil hafa góðan tíma fyrir verkefni og vita hvað ég er að fara út í. Maður er farinn að átta sig á því að það skiptir miklu máli hvað maður eyðir tímanum sínum í enda er tími manns ekki ótakmarkaður.“ einar.jonsson@bladid.net SUMAR SPRENGJA Fullt golfsett Karla og kvennasett Mjög vandað Oryx golfsett sem vio eigum bæði fyrir konur og karla. Verð: 19.900.- Fara golfskór Þessir vinsælu golfskór bjóðum við núna á sannkölluðu sumarverði. Verð: 2.450.- Golfpokar Erum með úrval af golfpokum af öllum stærðum og gerðum. Verð frá: 3.900.- 50% afsláttur Allur fatnaður á 20-50% afslætti. Tour Touch fleygjárn (wedge) með 52°, 56° og 60° - verð 1.950.- (50% afsl.) ...og mörg önnur spennandi tilboð YHole in One ! GOLFVERSLUN Opnunartími: V Mán - fös ....10 - 19 Laugardaga ...10-16 L Sunnudaga ....12-16 MUNID EFTIR 0UTLET H0RNINU - ALLT Á 50% AFSLÆTTI HOLEINONE • BÆJARLIND 1-3 • 201 KÓPAVOGUR / JAÐRI • 600 AKUREYRI • SÍMI: 577 4040 • WWW.HOLEINONE.IS kaldaljós 2006

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.