blaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 25
blaðið LAUGADAGUR 24. JÚNÍ 2006
VIÐTAL I 25 ’
skellir þér til Lundúna, við erum
alltaf að skipta við sömu fjölskyld-
urnar. Við erum átthagabundnir
leiguliðar, fjötruð af sköttum og
skuldum og eigum ekkert í þessu
landi lengur."
Hannes telur listina sjálfa alls ekki
undanskilda þessari þróun. „Að
mínu viti er listin orðin samdauna
markaðssamfélaginu. Reyndar hefur
hún alltaf þjónað ríkjandi valdhöfum.
Hún er smurolía valdsins og er notuð
á ýmsan hátt til að selja vörur og þjón-
ustu. Myndlist og tónlist er þannig
óaðskiljanlegur hluti af markaðss-
trúktúrnum. Helsta breytingin er sú
að efnahags- og hugmyndakerfi eru
að renna saman í eitt með ófyrirsjáan-
legum afleiðingum," segir Hannes.
„Allt snýst um athygli"
Á síðustu 15 árum hefur orðið algjör
sprenging í íjölda listasafna á Islandi.
Listasafnið á Akureyri var stofnað
árið 1993 og Listasafn Kópavogs
einnig. Síðan hefur fjöldi safna bæst
í hópinn. Einhver kynni að segja að
framlag einkafyrirtækja ættu hér
hluta að máli og að með framlagi
sínu til íslensks listalífs hefðu þau
orðið einhvers konar patrónar list-
anna á þessu landi. Hannes Sigurðs-
son er ekki á þeirri skoðun. „Ef ég á
100 milljónir, fer í veskið mitt og legg
10.000 kr af mörkum til íslenskrar
myndlistar þá gerir það mig varla
að miklum höfðingja. Medici fjöl-
skyldan á Ítalíu tók meira og minna
alla fjármuni sem hún átti og varði
til menningar og lista í Flórens. Hinir
nýríku, íslensku efnamenn eru i sam-
anburði að kasta smáaurum í betlara
og fá náttúrlega fyrir það lof og prís
- á spottprís. Þetta er samt allt á réttri
leið,“ segir Hannes. ■
í dag snýst allt um athygli fjöl-
miðla. Hannes segir það aðalmálið
í dag að komast með sín hugðarefni
á síður dagblaðanna. „Umræðan eru
kolin sem mokað er inn i vél skipsins
og þar brennur allt — hungursneyð
í þriðja heiminum eða nýjasta tíska.
Hvað sem er hjálpar til við að knýja
skipið áfram og enginn veit hvert það
er að sigla. Ekki einu sinni skipstjór-
inn í brúnni — hinir raunverulegu
eigendur þessa lands, veit hver dall-
urinn stefnir. Allt gengur út á það að
fá umfjöllun í fjölmiðlum. Myndlista-
sýning verður ekki að veruleika fyrr
en fjallað er um hana í fjölmiðlum.
Hingað til hefur árangur listasafna
ekki verið mældur út frá listrænu
sjónarmiði, heldur fjölda gesta. Mæli-
einingin sem notuð er núna er fyrst
og fremst sú hversu mikla umfjöllun
sýningin fær í fjölmiðlum,“ segir
Hannes.
„Trúboði í hugmyndafræði-
legum frumskógi"
Eftir að Hannes sneri heim frá námi
starfaði hann í Reykjavík í nokkur
ár. Hann vann m.a. i Gerðubergi og
kom þar á hinum merkilegu Sjón-
þingum sem haldin hafa verið reglu-
lega við góðan orðstír. Árið 1999 tók
Hannes við forstöðu Listasafnsins á
Akureyri.
„Sem Reykvíkingur alinn upp í póst-
númeri 101 má segja að ég hafi farið
norður til þess að fara mun lengra
suður. Ég fór norður til þess að gera
nútímalega og alþjóðlega hluti og
hafa frumkvæði að verkefnum sem
ekki höfðu verið unnin hér áður. Ak-
ureyri hefur veitt mér brautargengi
og mikinn skilning. Ætli ég sé ekki
einhvers konar trúboði í hugmynda-
fræðilegum frumskógum norðurs-
ins að reyna að boða fagnaðarerindi
og möguleika listarinnar. Ég hef oft
reynt að gera hluti sem mér hefur
fundist vanta í íslenskt listalíf. Til
dæmis tók tvö ár að fá Spencer Tun-
ick norður með stærstu einkasýningu
sem hann hefur haldið. Listasafnið á
Akureyri var ómótaður vettvangur
þegar ég tók við því og mér leyfðist
að fara mínar eigin leiðir— og það
sem virtist henta safninu hentaði
mér líka. Söfn á íslandi geta ekki sér-
hæft sig í einhverju einu. Þau verða
að hafa víða sýn og reyna að höfða
til sem flestra. Ég reyni að halda is-
lenskum samtimalistamönnum á
Það geisar stríð á íslandi þótt hvergi sjáist blóðdropi. Okkur er haldið
íheljargreipum óttans, eilífum söng um yfirvofandi kreppu, uppskeru-
bresti og blóðug átök. Við erum þó blind á okkar eigin stríð.
lofti, fá til okkar fræga erlenda lista-
menn og einnig setja upp sýningar
sem eru merkilegar í listsögulegu
eða alþjóðlegu samhengi. Sömuleiðis
tel ég alls konar tilraunastarfsemi
mjög mikilvæga, jafnvel þótt hún fari
ofan garðs og neðan. Þetta á vel við
mig sem listfræðing. Það er gaman
að fara aftur í söguna og tengja hana
við samtímann. Hins vegar er erfitt
að fá almenning til þess að stíga yfir
þröskuldinn. Framboð afþreyingar
er botnlaust og fólk þarf að hafa tíma,
næði og sjálfsprottna löngun til þess
að velta fyrir sér listum. Hvernig á
lítið safn norður í ballarhafi að geta
keppt við nýjustu myndina frá Holly-
wood? Það getur ekki gert það og á
ekki einu sinni að reyna það. íslensk
söfn þurfa að hugsa sinn gang, þau
eru að mörgu leyti komin úr sam-
hengi við samtímann og vekja lítinn
áhuga almennings.11
Hannes telur að listnemar séu
sömuleiðis í ákveðinni tilvistar-
kreppu og listaháskólar þjóni ekki síst
þeim tilgangi í dag að aðstoða ungt
fólk við að finna sjálft sig. „Listahá-
skólar eru að stórum hluta naflaskoð-
unarbækistöðvar fyrir leitandi sálir.
Það er ótrúlegt miðað við það hversu
margir fara í gegnum skólana, hversu
fáir það eru sem hafa drifkraft til
þess að láta til sín taka að námi
loknu. Ungt fólk í Listaháskólanum
er upp til hópa illa að sér í listasögu
og margir vita sennilega ekki einu
sinni hver er forstöðumaður Lista-
safns Reykjavíkur. Nemendurnir
líta ekki á sig sem eðlilegan hluta af
einhverri sögulegri framvindu, þau
eru aðallega að leita að sjálfum sér,
leika sér og skemmta. Þeir sem halda
áfram í þessum geira verða auðvitað
að þekkja skil á reglunum því það er
miðinn inn á leikvanginn þar sem
knattleikur veruleikans fer fram,‘
segir Hannes að lokum.
hilma@bladid.net
HAGKVÆMNI
Verð frá kr. 2.790 þús.
Eyðsla aðeins 9,1 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri
/
GRAAfO
S/ITARA
Nýr Grand Vitara
Nýr Grand Vitara er alvöru jeppi af réttri stærð fyrir nútíma fólk sem gerir miklar kröfur
um hagkvæman rekstur, aksturseiginleika og öryggi.
Undir glæsilegri yfirbyggingu leynist sterkbyggð grind, aflmikil vél og fullkomið fjórhjóladrif
með háu og lágu sídrifi með læsingu á milli fram- og afturhjóla.
Það skiptir ekki máli hvort þú ert í borgarumferðinni, eða uppi á fjöllum,
hagkvæmni og einstakir aksturseiginleikar Grand Vitara gera aksturinn ánægjulegan.
SUZUKI
...er lífsstíll!
SUZUKI BÍLAR HF. SKEIFUNNI 17. SÍMI 568 51 00.
www.suzikibilar.is
NÝRGRAND VITARA