blaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 1
■ ÍPRÓTTIR ■ MATUR
Stjórinn ræður Unaöslega ísland
Nýtt borðspil fyrir áhugamenn
um boltann er komið á markað
Ævintýrakokkurinn Völundur
Snær Völundarson hefursent
frá sér nýja og óvenjulega bók
■ TÍSKA
Ilmur engu líkur
llmvötn auka fegurðina í lífinu
| SÍÐA20
Tv'eír í>raf<anc/í
fersífír síaðir
Laugarvegi 176, S: 562 6000 • Pósthússtræti 13 v/Austurvöll, S: 562 7830 • www.redchili.is
Fríálst,
óháð &
ókeypis!
141. tölublað 2. árgangur
laugardagur
24. júní 2006
Messa
mögnuð
kynngi
[ dag er Jónsmessa og senn
skellur á sú nótt ársins sem
mögnuð er mestri kynngi.
Á Jónsmessunótt er sagt að
framandi verur fari á stjá og
samkvæmt gamalli þjóðtrú
gerist þá ýmislegt annað yfir-
skilvitlegt. Kýrnartala og upp
fljóta ýmsir náttúrusteinar auk
þess sem vissar jurtir öðlast
aukinn mátt.
Hér á landi hefur Jónsmessan
alla tíð haft á sér nokkurn ann-
an brag en sunnar í Evrópu þar
sem hún hefurverið miðsum-
arshátíð. Fyrr á öldum voru
gjarnan haldnar miklar svall-
veislur þessa
nótt. Kveikt var
í þálköstum og
trylltur dans
stiginn sem oftar
en ekkitengdist
yfirskilvitlegum
verum svo sem
nornum og
djöflum. Sagt er
frá Jónsmessu í
Blaðinu í dag.
| SÍÐA12.
Landið hefur
verið selt
„Það er búið að selja landið
rétt eins og Laxness sagði í
Atómstöðinni forðum. Björg-
úlfar þessa lands fengu það á
spottprís. Þjóðin á ekki lengur
neitt í því. I dag erum við aðeins
matvinnungar hjá Jóhannesi í
Bónus. Það er alveg sama hvort
þú ferð í Húsasmiðjuna og kaup-
ir nagla eða skellir þér til Lund-
úna, við erum alltaf að skipta
við sömu fjölskyldurnar. Við
erum átthagabundnir leiguliðar,
fjötruð af sköttum og skuldum
og eigum ekkert í þessu landi
iengur," segir Hannes Sigurðs-
son, forstöðumaður
Listasafns Akureyr-
ar, m.a. i viðtali í
dag.
| SÍÐUR 24 & 25
gin úlfsins
Baltasar Kormákur í viðtali við Einar Jónsson
um uppgjörið, útrásina og næstu verkefni
| SÍÐUR 18 & 19
BlaÖið/Frikki
Fráleitt að ráðleggja ungu
fólki að fara í fegrunaraðgerð
Haukur Haraldsson sálfræðingur segir óþekkt að ungmennum sé ráðlagt að fara í fegrun-
araðgerð til þess að öðlast betri andlegri líðan. Slíkt standist ekki nokkur siðferðislög.
Eftir Jón Þór Pétursson
Haukur Haraldsson, sálfræðingur,
segist aldrei hafa heyrt að ung-
mennum sé vísað til lýtalæknis
vegna fegrunaraðgerðar. í frétt í
Blaðinu í gær var sagt frá því að 15
ára stúlka hefði farið til lýtalæknis
fyrir tveimur árum og gekkst hún
undir brjóstastækkun.
Það sem sálfræðingar berjast gegn
„Þetta er nákvæmlega það sem við
erum að berjast gegn nema um sé
að ræða hreint og klárt lýti, eða eitt-
hvað annað líkamlegt sé að,“ segir
Haukur Haraldsson, sálfræðingur.
„Það stenst ekki nokkur siðferðislög
að einstaklingur sem vinnur með
börnum undir 18 ára aldri ráðleggi
þeim að fara til lýtalæknis á þeim
forsendum að geta ekki hjálpað
meira. Það myndi ekki nokkrum
manni detta í hug að það leysi ein-
hvern vanda“, segir Haukur.
I fréttinni sem birtist í gær segir
Guðmundur Már Stefánsson, lýta-
læknir, aftur á móti að fyrir hafi
komið að sálfræðingar og geð-
læknar hafi vísað ungmennum til
lýtalækna. Að sögn Guðmundar eru
tilfellin þó örfá.
Aðspurður hvort aukning hafi
verið á því að ungmenni leiti til sál-
fræðinga með útlitstengd vandamál
segir Haukur að erfitt sé að svara
því en vissulega hafi vandamál á
borð við átröskun aukist til muna.
Til þess að svara spurningunni með
fullnægjandi hætti þurfi að rýna í
rannsóknir og Haukur segist efast
um að slík íslensk rannsókn sé til.
Þroskuð börn?
Haukur segir sálfræðinga reyna að
draga úr sívaxandi útlitsdýrkun og
starf þeirra felist í því að láta fólki
líða vel með sjálft sig eins og það
er. Sjúkdómur á borð við átröskun
hefur verið í deiglunni undanfarin
misseri og er vaxandi vandamál.
„Það hefur verið aukning á sjúk-
dómum á borð við átröskun þar
sem fólk er með skerta og bjagaða
líkamsímynd. Umræðan í dag snýst
heilmikið um það mál. Þetta eru í
rauninni sjálfgefin sannindi. Ef
einhver er með lítið sjálfstraust þá
finnur sá einstaklingur eitthvað að
sem snýr að sér. Þess vegna er ekki
hægt að senda slíkan einstakling í
lýtaaðgerð. Ég myndi að minnsta
kosti aldrei nokkurn tíma ráðleggja
slíka aðgerð. Það á að leyfa barninu
að taka út sinn þroska og taka síðan
ákvörðun sem fullorðinn einstak-
lingur en ekki á öðrum forsendum.“
Haukur segir ennfremur að sé
horft til lýtalækninga blasi málið
allt öðruvísi við. „Ef um er að ræða
einstakling sem er með skertan
þroska, þá er það læknisfræðilegt
frávik sem þarf að skoða í öðru sam-
hengi.“ Það í sjálfu sér hafi ekkert
með sálfræðinga að gera. „Sálfræð-
ingar geta vísað ungmennum til
lækna ef það er álit þeirra að skoða
eigi möguleika á lyfjagjöf. Sálfræð-
ingur getur þá verið spurður álits
hvort að einstaklingur er hæfur til
að fara í lýtaaðgerð en þeir vísa ekki
formlega á hana. Það er enginn svo
illa staddur að það þurfi að bjarga
lífi hans með fegrunaraðgerð," segir
Haukur.
jon@bladid.net
VISALán er ný og hagstæð leið til greiðslu-
dreifingar við kaup á vörum eða þjónustu.
+ Staðgreiðsluverð
+ Lægri vextir
+ Lægri kostnaður
+ Til allt að 36 mánaða
+ Framlengdur ábyrgðartími
+ Flutningstrygging
+ Vildarpunktar
Nánari upplýsingar á www.visa.is/visalan eöa i síma S2S 2000
Spurðu
um
■I ■■■■■■
ISA ín I
GSTÆÐAR AFBORGANIR hB
VISALán
- HAGSTÆÐAR AFBORGANIR