blaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 2
2IFRÉTTIR
LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 2006 blaðiö
blaði&=
Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Sími: 510 3700 - www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@ bladid.net
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
Fleygði pen-
ingum til að
dreifa gleði
Enskur maður á fertugsaldri
vakti fádæma lukku vegfarenda
á dögunum þegar hann hóf að
h e n d a
peninga-
s e ð 1 u m
upp í
loftið og
hrópaði:
„Hver vill
fá gefins
peninga?“
Talið er
að maður-
inn hafi
eytt rúmum 20 þúsund pundum,
andvirði um 2,8 milljóna ís-
lenskra króna, í athæfið. Uppi
varð fótur og fit þegar maður-
inn hóf að fleygja seðlunum og
umferð á svæðinu stöðvaðist þar
sem ökumenn og vegfarendur
þyrptust um manninn í von um
að fá bita af kökunni.
„Þetta var algjör bilun,“ sagði
John Morris, verslunareigandi
á svæðinu. „Fólkið henti sér á
peningana eins og engisprettur.
Einn maður náði 700 pundum og
gengilbeina náði 400 pundum.“
Maðurinn var handtekinn
rúmum 20 kílómetrum frá
svæðinu, grunaður um ölvuna-
rakstur. Þegar hann var inntur
skýringa á athæfi sínu sagðist
hann einfaldlega hafa viljað
dreifa örlítilli gleði á meðal sam-
borgara sinna.
Skilaboðaskjóðan sett upp í Hellisgerði
Blaíil/Frikki
(dag klukkanl 3 munu þessir hressu krakkar setja upp barnaleikritið Skilaboðaskjóðuna í Hellisgerði, skrúðgarðinum í Hafnarfirði.
Uppfærsla Leiklistarfélags Hellisgerðis mun vera afar skemmtileg en skrúðgarðurinn mun gegna hlutverki ieikmyndar. Það er því
tiívalið fyrir unnendur skemmtilegra leiksýninga að skella sér í Hellisgerði í dag.
Misjöfn kynjaskipting hjá
flokkunum í Reykjavík
Kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum borgarinnar er afar mis-
jafnt eftir stjórnmálaflokkum. Jafnast er hlutfallið hjá Samfylkingu.
Eftir Gunnar Reyni Valþórsson
Hlutfall kynjanna í nefndum og
ráðum borgarinnar er ólíkt eftir því
á hvaða flokk er litið. Samfylkingin
er með jöfnustu kynjaskiptinguna
ef miðað er við þær nefndir, ráð
og stjórnir sem þegar hefur verið
skipað í. Þar á eftir kemur Sjálfstæð-
isflokkurinn. Árni Þór Sigurðsson,
borgarfulltrúi VG, segir að líta verði
til alls kjörtímabilsins í þessu sam-
bandi. Sé það gert má sjá að skipt-
ingin hjá VG er þvinæst jöfn.
Landssamband sjálfstæðiskvenna
hefur látið taka saman fyrir sig
fjölda og hlutfall karla og kvenna
í nefndum, ráðum og stjórnum í
Reykjavík eftir stjórnmálaflokkum.
Þær segja að samkvæmt þeim upp-
lýsingum sé ljóst, að ekki sé hægt
að saka Sjálfstæðisflokkinn um að
sniðganga jafnréttissjónarmið við
skipan í ráð og nefndir eins og þær
segja að ætla mætti af umræðu síð-
ustu daga.
Tölurnar miðast við 20. júní, en
Júní
2006
VBK
erðbanki
Út er komin ný útgáfa af Verðbanka Hönnunar
fyrir húsbyggingar og þéttbýlistaekni.
Verðbanki Hönnunar fæst keyptur f
eftirfarandi hlutum:
■ Húsbyggingar, yfir 2.500 grunn- og
einingarverð
■ Ákveðnir kaflar úr húsbygglngum;
-Jarðvinna og burðarvirki
- Frágangur utanhúss
- Tæknikerfi
■ Þóttbýlisbanki, yfir 700 grunn- og
einingarverð.
Verðbankinn er á verðlagi í júnf 2006
Upplýsingar um Verðbanka Hönnunar er að
finna á heimaslðu Hönnunar www.honnun.is
HÖNNUN
Grensósvegl 1 1108 Reykjavlk | Slml: 510 4000 | Fax: 510 4001
enn á eftir að skipa í nokkur ráð og
nefndir.
Karlar enn í miklum meirihluta
Þegar rýnt er í tölurnar kemur í ljós
að kynjaskipting er nokkuð misjöfn
á milli flokkanna.
Samfylkingin stendur sig best í
því að jafna hlut kynjanna í ráðum
og nefndum, en hlutfall kvenna
hjá þeim er 45,5%. Sjálfstæðismenn
koma næstir en konur eru 41,4%
nefndarmanna. Sjálfstæðiskonur
vekja sérstaka athygli á stöðunni hjá
samstarfsflokknum í borgarstjórn,
Framsóknarflokki. Af 35 nefndar-
mönnum eru aðeins 6 konur eða
17,1%. Raunar reka frjálslyndir lest-
ina en þeir tveir nefndarmenn sem
flokkurinn hefur fengið eru báðir
karlar. Sjálfstæðiskonur segja annað
sæta tíðindum, en það sé kynjaskipt-
ingin hjá vinstri grænum. Þar er
hlutfall kvenna 35,7%, eða níu karlar
og fimm konur.
Af alls 153 embættum sem skipað
hefur verið í eru 98 karlar og 55 konur
og er kynjahlutfallið því í heild sinni
36% konur og 64% karlar.
Verður að horfa á heildarmyndina
Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi
Vinstrihreyfingarinnargræns-fram-
boðs, segir að ekki dugi að horfa til
skiptingar kynjanna eins og hún
lítur út í dag heldur verði að horfa
til alls kjörtímabilsins. Við skipan (
nefndir og ráð hafa VG oft þann hátt-
inn á að skiptast á að sitja í nefndum
yfir kjörtímabilið.
„Við Svandís Svavarsdóttir skiptum
til dæmis með okkur setu í borgar-
ráði. Ég er kosinn núna í eitt ár og
síðan tekur hún við og mun sitja í
þrjú ár. Þá er þetta sæti væntanlega
talið á mig núna af því að ég byrja.
Þetta skekkir því heildarmyndina."
Árni bendir ennfremur á að VG sé
í kosningabandalagi við Frjálslynda
flokkinn í Orkuveitunni og í stjórn
Faxaflóahafna. „Ég sit nú í stjórn
Faxaflóahafna, síðan tekur Svandis
við og Margrét Sverrisdóttir fyrir
frjálslynda að lokum.“ Svipaða sögu
er að segja af stjórn Orkuveitunnar.
Nú situr Ólafur F. Magnússon þar í
eitt ár og síðan mun Svandís Svavars-
dóttir taka við af honum. Þegar tekið
er tillit til þessara þátta og þeirra
nefnda sem VG hafa þegar ákveðið
hverjir fari í, reiknast dæmið því á
annan hátt og fer hlutfall kvenkyns-
nefndarmanna VG úr 35,7% í 47,7%
og hlutfall karla verður þá 52,3%.
gunnar@bladid.net
Sigurður Lín-
dal sýknaður
í héraðsdómi
Sigurður Lindal, prófessor eme-
ritus við Háskóla íslands, var í
gær sýknaður
í Héraðsdómi
Reykjavíkur af
kröfu Friðriks
Þórs Guðmunds-
sonar um að um-
mæli Sigurðar
í fjölmiðlum í
tengslum við Sigurður Líndal
flugslysið í
Skerjafirði yrðu dæmd dauð og
ómerk.
Málsatvik eru þau, að í fréttum
Stöðvar 2 í júlí var greint frá nið-
urstöðum í skýrslu nefndar sam
falið var að skila hlutlausu mati
á niðurstöðum Rannsóknar-
nefndar flugslysa vegna slyssins
í Skerjafirði. Sigurður Líndal fór
fyrir nefndinni en sonur Frið-
riks Þórs var á meðal farþega
sem fórust í slysinu. Málsað-
ilar, þar á meðal aðstandendur,
höfðu fengið afrit af skýrslunni
og voru þeir beðnir um að fara
með efni hennar sem trúnaðar-
mál þar til skýrslan yrði kynnt
opinberlega. Stöð 2 komst hins
vegar yfir efni skýrslunnar og
flutti frétt um málið tveimur
dögum áður en opinbera átti
efni hennar.
1
Gildisdómur en ekki aðdróttun
í bréfi sem Sigurður sendi fjöl-
miðlum, og var meðal annars
birt í Blaðinu, sagði: „ I kvöld-
fréttum í gær sagði Stöð II frá
efni skýrslunnar sem auk þess
voru ekki réttar. Ljóst virðist því
að einhver vandamanna - og er
varla öðrum til að dreifa en Frið-
riki Þór Guðmundssyni - hefur
brotið trúnað og látið Stöð II í té
framangreindar upplýsingar.“
Friðrik Þór krafðist þess að
ummælin yrðu dæmd dauð
og ómerk auk þess sem hann
krafðist þess að Sigurður yrði
dæmdur til að greiða 500.000 í
miskabætur auk dráttarvaxta.
Friðrik Þór krafðist þess einnig
að Sigurður yrði dæmdur til að
kosta birtingu dóms í málinu í
þremur dagblöðum. Auk þess
krafðist hann þess að Sigurður
greiddi allan málskostnað.
Héraðsdómur komst að þeirri
niðurstöðu að í orðum Sigurðar
hafi falist gildisdómur þar sem
stefndi hafi lagt mat sitt á stað-
reyndir sem hann taldi vera
fyrir hendi. Ekki hafi falist í
orðum hans refsiverð aðdróttun.
Sigurður Líndal var því sýkn-
aður af kröfum Friðriks og var
stefnanda gert að greiða stefnda
málskostnað.
0 HelösklrtL.7 Léttskýjaö:te4C,SkýjaSC Alskýjaö’t^r- Rlgnlng,litllsháttar^^RignlnB-^Súld
Snjókoma . Slyilda Srijóól -:'-'- S
* *
Algarve 24
Amsterdam 22
Barcelona 28
Berlín 25
Chicago 17
Dublin 15
Frankfurt 26
Glasgow 14
Hamborg 21
Helsinki 25
Kaupmannahöfn 17
London 24
Madrid 30
Mallorka 29
Montreal 15
New York 23
Orlando 25
Osló 18
París 26
Stokkhólmur 23
Vín 28
Þórshöfn 9
Veöurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn 902 0600
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands