blaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 11

blaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 11
blaðið LAUGADAGUR 24. JÚNÍ 2006 SKOÐUN I 11 Kvótakerfið kveikir nýja elda Eftir Kristinn H. Gunnarsson Enn blossa upp eldar vegna rang- læti kvótakerfisins í sjávarútvegi þegar minnstvarir. Það er ekki í fyrsta skipti sem það gerist og verður ekki í það síðasta meðan ráða- menn láta það ógert Kristinn H. að eyða þeirri mein- Gunnarsson semd sem í kerfinu ................. þrífst og tengist úthlutun veiðiheimilda og framsali þeirra. Á síðasta kjörtímabili fór fram á vegum ríkisstjórnarinnar endur- skoðun laganna um stjórn fiskveiða og samtímis var innan Framsóknar- flokksins endurskoðuð stefna flokks- ins. Á báðum stöðum varð niður- staðan óbreytt kerfi að viðbættu því að innheimta óverulegt gjald til rík- isins af úthlutun veiðiheimilda til út- gerðarmanna. Þá var talið að komin væri á langþráð sátt um kerfið. En viti menn, deilumálið skaut upp koll- Björn Bjarna missti málið en greip til pennans daginn eftir Eftir Sigurjón Þórðarson Það er athyglisvert að lesa á ný við- brögð Björns dóms- málaráðherra við sýknudómi í Baugs- málinu sem fram fór þann 16. mars sl. á Alþingi en þá vildi Björn alls ekki tjá sig um málið á Álþingi. Nú hefur komið fram að þó svo að Björn hafi ekki viljað tjá sig um málið þá hafi ráðuneyti hans sent bréf til BNA þar sem hafi komið fram rangfærslur um stöðu málsins og sagt að það hafi aukist líkur á sakfellingu þrátt fyrir að sýknudómur hafi gengið í málinu. í bréfinu er sagt að það hafi auk- ist líkur á sakfellingu þrátt fyrir að sýknudómur hafi gengið í málinu tveimur dögum áður. Þetta kall- ast ef til vill ekki ósannindi hjá Birni heldur enn ein af brellum hans sem hann er frægur fyrir. Ég vil vekja sérstaka athygli á um- mælum dómsmálaráðherra í ræðu sinni á Alþingi um að hann hafi ekki fjallað um Baugsmálið á heima- síðu sinni. Það er af og frá að það sé sannleikanum samkvæmt, þar sem að hann lét þau orð falla í október á síðasta ári að réttarkerfið hefði ekki sagt sitt síðasta orð og mátti greina greinilega hótun í þeim orðum. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins www. althingi.is/sigurjon Smáauglýsingar 510-3737 Auglýsingadeild 510-3744 inum í síðustu Alþingiskosningum af ekki minni krafti en áður. Sáttin varð ekki sátt meðal lands- manna vegna þess að vísvitandi var sneitt hjá því að stinga á kýlinu sem veldur deilunum. Engu hefur enn verið breytt og talsmenn kerfisins hafa notað hvert tækifæri undanfarin þrjú ár til þess að lofsyngja kerfið og útbreiða fagnaðarerindið um heims- byggðina. En í hvert sinn sem talið er að öll andstaða hafi verið brotin á bak aftur og loksins sé almenningur orðinn sáttur við kerfið þá gýs upp al- menn óánægja og andstaða. Það gerðist líka núna. Fréttirbárust um það að stór hluti af kvóta Grímsey- inga væri til sölu. Þær minntu á einn helsta galla kerfisins: fáir menn hafa í hendi sér að svipta svo marga atvinnu sinni að heilt byggðarlag verður í upp- námi. Þrátt fyrir að þjóðin hafi séð þetta gerast í mörgum sjávarplássum landsins, eða kannski vegna þess, þá er andstaðan og andúðin á þessum afleiðingum kerfisins enn mikil og virðist síst fara minnkandi. Það er rótgróin andúð landsmanna á því að sérhagsmunir fárra séu hafðir í fyr- irrúmi og almannahagsmunir víkji fyrirþeim. Annar galli er ekki síður á kerfinu og Grímseyjarmálið dregur fram. Handhafar aflaheimildanna mega selja þær þótt þær séu þjóðareign og andvirðið rennur í þeirra vasa alger- lega óháð því hvað seljandinn greiddi fyrir þær eða hvort hann yfirhöfuð greiddi nokkuð. Mörg dæmi eru um mikinn gróða einstaklinga sem hafa náð milljörðum króna. Það er engin sátt um þessar gjafir. Nýjustu eldarnir sem nú loga eru í Færeyjum. Samkvæmt fréttum hefur dótturfyrirtæki Samherja keypt fær- eyskt skip ásamt veiðiheildum fyrir jafnvirði nærri 4 milljörðum króna. Að sögn fréttaritara NFS í Færeyjum kraumar óánægjan meðal almenn- ings vegna sölu á eign færeysks al- mennings, veiðiheimildunum, út úr landi. Salan er skattfrjáls og kemur því ekki einu sinni Færeyingum til góða í formi skatttekna að því er Högni Hoydal segir. Þess hefur verið krafist að Lögþingið færeyska láti málið til sín taka með lagabreytingu. Þessi tvö dæmi staðfesta að engin sátt er komin á um kvótakerfið. Það verður að taka á meinsemdinni og gera breytingar á kerfinu í þágu al- mannahagsmuna og víkja verður sérhagsmunum til hliðar. Á meðan það hefur ekki verið gert er óráðlegt að flytja út til annarra landa ranglæti kvótakerfisins. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins www.kristinn.is „Hvað er með Ásum?“ Ævintýraferð í goðheima fyrir alla fjöl- skylduna. Goðastyttur Hallsteins Sigurðssonar við texta Árna Björnssonar, þjóðháttafræðings. Laxárstöðvar í Aðaldal Orka í iðrum jarðar! Heimsækið gestastotuna í Kröflu, sjáið myndirfrá Kröflueldum. Kynnist jarðvarma og orkuvinnslu. Kröflustöð í Mývatnssveit ísland í augum innflytjenda Hvaða sýn hafa innflytjendur á land og þjóð? Listsýning nokkurra innflytjenda. Skemmtidagskrá margar helgar í sumar. Ljósafossstöö við Sog Kynnist Kárahnjúkavirkjun! Upplýsingar um Kárahnjúkatramkvæmdirnar ásamt ferðamennsku og útivist norðan Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en haldið er upp á Fljótsdalsheiöi. Végarður í Fljótsdal List og saga „Andlit Þjórsdæla - mannlíf fyrr og nú“. Málverkasýning Hlífars Snæbjörnssonar. Athyglisverð sölusýning á landslags- málverkum. Sultartangastöð otan Þjórsárdals J Með krafta í kögglum! Sýning á myndum Halldórs Péturssonar listmálara við Grettissögu. Kynnið ykkur orkumannvirki sem kemur á óvart. Blöndustöð, Húnaþingi Spennandi sumar framundan hjá Landsvirkjun Sýningarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar. Nánari upplýsingar um opnunartíma á www.landsvirkjun.is ogísíma 515 9000. Landsvirkjun Góðir straumar I 40 ár Sigurjón Þórðarson

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.