blaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 24.06.2006, Blaðsíða 4
4 I FRÉTTIR LAUGADAGUR 24. JÚNÍ 2006 blaöiö Enn verulegur munur á tekjum karla og kvenna Jafnréttisstofa segir margt hindra raunverulegt jafnrétti. Sérfræðingur Jafnréttisstofu segir að það sé erfiðara fyrir karla að sækja í hefðbundin kvennastörf en fyrir konur að sækja í hefðbundin karlastörf. Enn hallar töluvert á konur hvað varðar tekjur af atvinnu sam- kvæmt upplýsingum frá Hagstofu fslands. Að meðaltali voru konur með 63,7% af meðalatvinnutekjum karla árið 2005 en voru með 56,7% árið 1998. Hugrún R. Hjaltadóttir, sérfræðingur Jafnréttisstofu, segir að hluta til megi kenna samfélags- mynstrinu um. „Konur eru mikið í hlutastörfum og lengur að ná upp þeim starfsframa sem karlar hafa. Þá hugsa þær oft meira um börn og bú og það hefur áhrif á heildartekj- urnar. Þættir eins og menntun, fyrri starfsreynsla og annað kemur síðan inn í heild- armyndina", segir Hugrún. Þannig er ekki hægt að beita þeirri einföldun að segja að launamunur kynjanna sé alltað36,3%af meðalatvinnu- tekjum karla á ársgrund- velli. „Þegar það er búið að taka inn ýmsar breytur þá er tifellið að það stendur alltaf eftir ákveðin tala sem erfitt er að útskýra öðruvísi en með vísun í kyn. Þetta snýst þá um það hvernig dæmið er reiknað en það er umdeilt hvað á að taka með í reikninginn. Danir nota 22 breytur við reikninginn og þegar er búið að taka tillit til þess stendur ekkert eftir. Þannig má skilja það sem svo að það sé ekkert launamisrétti í Dan- rnörku", segir Hugrún. Hlutfallið á milli kynjanna rokkar Aðspurð segir Hugrún að hér á landi sé venjulega stuðst við um fimm breytur þegar meta á laun og stöðu launþega gagnvart öðrum laun- þegum. „ I launakönnun, sem var gerðávegumFélagsvísindastofnunar Háskóla Islands, var fyrst reiknað það sem kallast hrátölur, dæmi er það að konur hafi 63,7% af launum karla. í framhaldinu eru reiknaðar breytur á borð við aldur, menntun, yfirvinnu, bakvaktir og hlutastörf. Fyrirtækið sem þessi könnun náði yfir var með á endanum 15-16% mun. Það hlutfall er algengt en það hefur í mörgum tilfellum rokkað á milli 9- 17%,“ segir Hugrún. Hugrún R. Hjaltadóttir Mynd/Ásdis Hæfasti einstaklingurinn alltaf af öðru kyninu? 1 sumum tilvikum njóta konur og karlar ekki sömu launa fyrir sömu störf en önnur skýring er ef til vill sú að konur og karlar stunda oft ekki sömu störfin. „Konur velja oft hefðbundin kvennastörf og karlar sækja í karlastörfin. Sögulega eru kvennastörfin ekki jafn mikils virði, borga ekki jafn vel og hefðbundin karlastörf. Konur sem sækja inn á karlasvið hækka í launum og virðingu en það á ekki við um karla sem sækja inn á svið kvenna. ísland er með af- skaplega hátt hlut- fall af kynbundnum vinnustöðum þar sem nánast eingöngu annað kynið vinnur á vinnustaðnum. Það er hátt í 70-80% þar sem annað kynið er í miklum meirihluta en það hlýtur að borga sig að hafa blandaðan vinnustað, fleiri og fjölbrey ttari hug- myndir. Það er alltaf talað um að það eigi að ráða hæfasta einstakling- inn en það er skrýtið ef að hæfasti einstaklingurinn er alltaf af öðru kyni og við verðum að skoða hvað býr þar að baki“, segir Hugrún. Bátasýning 24.06.06 Dreymir þig um sportbát, hraðbát, skemmtisnekkju, vatnabát, sjóbát eða gúmmíbát? Komdu og virtu fyrir þér glæsilegustu skemmtibáta landsins í öllum stærðum og gerðum á bátasýningu okkar að Ánanaustum 1. Opið laugardag frá kl. 10-16. VÉLASALAN ©radiomidun R.SIGMUNDSSON ÁNANAUSTUM 1 | 101 REYKJAVÍK I SÍMI 580 5300 BlaÖiÖ/Steinar Hugi Finnskt hrossa- tað ekki notað á Kárahnjúkum Eftir Gunnar Reyni Valþórsson Finnskt hrossatað hefur ekki verið notað til að þétta sprungur á Kára- hnjúkum en sú saga ku hafa gengið manna á millum um nokkurt skeið. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, hefur svarað bréf- lega fyrirspurn frá Halldóri Runólfs- syni, yfirdýralækni, þess efnis hvort finnskt hrossatað hafi verið flutt inn í miklum mæli til að nota sem þétt- ingarefni í jarðvegssprungur í Kára- hnjúkavirkjun. Guðmundur Páll Ól- afsson, náttúrufræðingur, spurðist fyrir um málið hjá Sigurði Sigurð- arsyni, dýralækni hjá embættti yfir- dýralæknis. Guðmundi hafði borist til eyrna að „finnskur hrossaskítur hafi verið fluttur inn í miklum mæli til að nota sem þéttingarefni í jarð- vegssprungur í Kárahnjúkavirkjun." Guðmundur segir ennfremur í fyr- irspurn sinni, sem Friðrik vitnar til, að fræðingar sem til þekkja hafi full- yrt í sín eyru að skíturinn hafi verið fluttur inn í „verulegum mæli“. Hrossaskítur lélegt þéttingarefni t bréfinu sem Friðrik svarar setur Guðmundur fram fyrirspurn í fjórum liðum vegna þessa merkilega máls. Þar er spurt hvort yfirdýra- lækni sé kunnugt um innflutning á finnskum hrossaskít, hvort slíkur innflutningur hafi verið leyfður og hvort mögulegt sé að slíkur inn- flutningur fari fram án vitneskju og leyfis embættisins. Að síðustu spyr Guðmundur hvort ástæða sé til að „kanna frekar fregn sem eng- inn þorir að staðfesta vegna ótta við stöðumissi?“ Friðrik svarar og segir, að sér hafi að undanförnu borist margvíslegar og furðulegar spurningar varðandi Kárahnjúka og að hann hafi jafnan reynt að „svara þeim eftir bestu getu.“ Það virðist hann einnig hafa gert í þessu máli. Leitað var til verkfræðinga Landsvirkjunar og höfðu þeir samband við verktaka á staðnum. „Enginn kannast við að hrossaskítur, sem oftast er kallaður hrossatað hér á landi, sé notaður til að þétta sprungur undir stíflum. Benda menn á að stöðugleiki efnis- ins, þegar það blandast vatni, geti varla verið mikill og skiptir þá varla máli hvort hrossataðið sé finnskt eða íslenskt," segir Friðrik 1 bréfinu. Finnland og Litháen Friðrik segir að f kjölfar fyrirspurn- arinnar hafi menn lagst f rannsókn- arvinnu til þess að finna ástæður þess að flökkusagan hafi hafist. Lík- legasta skýringin virðist vera sú að hér á landi hafi menn með góðum árangri skolað sagi og hefilspæni í sprungur sem erfitt er að þétta og síðan þétt á hefðbundinn hátt á eftir með vatni og sementi, steypu. Þetta var reynt við Desjarárstíflu sfðasta sumar og þá kom í ljós að hagkvæm- ast var að kaupa innfluttan spæni sem fóðurfyrirtæki flytja inn til að nota í hesthúsum. Suðurverk mun hafa keypt einn gám af slíku efni af MR búðinni sem kallaði spæninn „hrossaspæni“ og var hann ættaður frá Litháen. Það virðist því vera, að Litháen hafi breyst í Finnland og hrossaspænir í hrossaskít þegar sagan gekk manna á milli. gunnar@bladid.net Grilikjötið frá Goða er heitast á grillið í sumar!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.