blaðið - 01.07.2006, Side 1

blaðið - 01.07.2006, Side 1
Frjálst, óháð & ókeypis! É I I J|3 Íi ® i SÍÐA 10 I SÍÐA 12 ■ VERÓLDIN Fagra Ítalía! Bryndís Schram segirfrá dvöl á ítalíu 147. tölublaö 2. árgangur laugardagur 1. júlí 2006 ■ TISKA Meinlausir sokkar Skjöldur leggur bless- un sína yfir ^ hvítu tennis- * ' sokkana SIÐA 27 ■ CKLCNT Ráðgerðu kjarn- orkuárás ■ SAUA ítölsk villa við Austurvöll Alþingishúsið 125 ára ■ HM Ómissandi menn Óttar Guðmundsson skrifar frá Berlín r* Stærra hlut- verk á Srí Lanka? Helen Ólafsdóttir hefur starf- að sem talsmaður norræna vopnahléseftirlitsins á Srí Lanka undanfarið eitt og hálft ár en er nýkomin heim. Ástandið á Srí Lanka hefur þróast mjög til hins verra á síðustu mánuðum og óttast margir að allsherjar- stríð á milli skæruliða Tamíla og stjórnarhersins blossi upp. Skæruliðar Tamíla, Tígrarnir svonefndu, hafa nú lýst yfir því að þeir muni ekki vinna með eftirlitsmönnum frá Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Ástæðan er sú að lönd þessi eru í Evrópu- sambandinu sem nú hefur sett Tígrana á lista yfir hryðjuverka- samtök. Þróun mála gæti því haft í för með sér að hlutur ís- lendinga aukist til muna í þeirri viðleitni að tryggja friðinn á Srí Lanka. Helen Ólafsdóttir gerir í viðtali við Blaðið í dag grein fyrirástandinu á Srí Lanka og rekur bakgrunn átakanna. | SÍÐUR 20 & 21 Valgeir Guðjónsson ræðir um Frummenn, Stuðmenn og tónlistina í viðtali við Einar Jónsson SÍÐUR22 OG 23 BlaÖiÖ/SteinarHugi Heilt ár í Hús- dýragarðinum Haförninn, sem Sigurbjörg S. Pét- ursdóttir bjargaði giftusamlega á Snæfellsnesi í vikunni, mun dvelja í a.m.k. eitt ár í Húsdýragarðinum. Þetta kemur fram á heimsíðu garðs- ins í gær. „Samkvæmt upplýsingum frá helsta sérfræðingi um íslenska haf- örninn, Kristni Hauki Skarphéð- inssyni, verður haförninn er kom í garðinn í vikunni að dvelja þar i að minnsta kosti ár. Haförninn er nánast án stélfjaðranna sem taka sinn tíma í að myndast aftur. Hvers vegna þær vantar á hann er ráð- gáta. Einnig er fuglinn mjög grút- arblautur og þarf að baða hann vel á næstunni. Sennilega mun hann fara út í stóra fuglabúrið í garðinum eftir tvær til þrjár vikur,“ segir á síðunni. Aögeróin í hættu ef launahækk- anir flæða yfir vinnumarkaöinn Fjölmargir hópar krefjast nú þeirra launahækkana sem nýtt samkomulag ASÍ og SA kveður á um. Verkalýðsforingjar óttast afleiðingarnar og segja slíkar kröfur mögulegt verðbólgufóður. Eftir Aðalbjörn Sigurðsson 1 kjölfar þríhliða samkomulags Al- þýðusambands íslands, Samtaka at- vinnulífsins og ríkisins á dögunum, sem koma átti í veg fyrir yfirvof- andi uppsögn kjarasamninga, hafa aðrar stéttir og önnur stéttarfélög nú sett fram kröfur um sambæri- legar hækkanir og þar er kveðið á um. Samkvæmt samkomulaginu skal þeim sem ekki hafa fengið 5,5% launahækkun síðastliðna 12 mán- uði tryggð slík launahækkun, en ennfremur var samið um sérstaka 15 þúsund króna hækkun ofan á lægstu kauptaxta. Dæmi um kröfur sem komið hafa fram síðan eru frá félögum á borð við BSRB, BHM og Kl sem krefjast launahækkunar fyrir sitt fólk. Enn- fremur var t.d. sagt frá því í gær að starfsmenn Islandspósts myndu fá 15 þúsund króna launahækkun nú um mánaðamótin. En hvernig skyldi þeim sem komu að sam- komulaginu lítast á kröfur annarra félaga? Mun smita töluvert út frá sér „Það er alveg ljóst að ef slíkar hækk- anir flæða yfir vinnumarkaðinn þá hefur þessi aðgerð okkar mistekist sem þýðir að sá stöðugleiki sem stefnt var að næst ekki. Þá verður þessi aðgerð verðbólgufóður í stað þess að stuðla að lækkandi verð- bólgu,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands íslands. „Ég geri hinsvegar ráð fyrir að þessi aðgerð okkar eigi eftir að smita töluvert út frá sér yfir á opin- bera markaðinn. Hvað fimmtán þús- und króna hlutann varðar þá var þar um að ræða taxtaviðauka sem var ákveðin jöfnunaraðgerð fyrir það fólk í okkar röðum sem ekki hafði hækkað í launum umfram kjarasamningsbundnar hækkanir. Ef aðrir hópar taka þetta ofan á sín laun þá er hætt við að markmið samkomulagsins gangi ekki eftir og að við þurfum í raun að byrja á hring númer tvö,“ segir Kristján ennfremur. Væntingar vakna „Það er auðvitað þannig að ef þessar breytingar koma yfir allan vinnu- markaðinn þá er full ástæða til að hafa áhyggjur. Menn mega ekki gleyma þvi að samkomulagið sem við gerðum nær til að mynda ekki nema til hluta okkar fólks, og þá fyrst og fremst til þeirra sem eru tekjulægstir. Meginmálið í sam- komulaginu er tilraun til þess að ná verðbólgu niður,“ segir Grétar Þor- steinsson, forseti Alþýðusambands íslands. Hann bætir við að hann blandi sér ekki inn í það hvernig önnur samtök launafólks vinni. „Það er hinsvegar þekkt að þegar samið er af stórum aðila á vinnu- markaði þá vakna væntingar ann- ars staðar,“ segir Grétar ennfremur. „Það eru hópar þarna úti sem þegar hafa notið launaskriðs. Til að mynda gerði Launanefnd sveitarfé- laga og ríkisins samning um taxta- viðauka við okkur. Það er því alveg ljóst að þeir starfsmenn sem vinna undir þeim samningum munu ekki fá þessa 15 þúsund króna hækkun sem samið var um á dögunum,” segir Kristján Gunnarsson. adalbjorn@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.