blaðið - 01.07.2006, Page 2

blaðið - 01.07.2006, Page 2
2 I FRÉTTIR LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 blaöiö blaöiö= Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 * www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Bono er eftirsóttur baráttumaður Bono til bjargar? Irski popparinn Bono hefur með ýmsum hætti reynt að ná eyrum ráðamanna til þess að vekja at- hygli þeirra á fátækt í heiminum. Sumum hefur þótt svo mikið til framtaks Bonos koma að þeir vilja að hann fái friðarverðlaun Nóbels. Og þótt Bono hafi ekki tek- ist að útrýma fátækt í heiminum vilja bandarísk grasrótarsamtök fá hann í lið með sér til þess að sinna öðru göfugu baráttumáli: Rétti neytenda til þess að fara með þá stafrænu tónlist sem þeir kaupa eins og þeim sýnist. Útgáfufyrirtæki hafa sett mik- inn þrýsting á tölvufyrirtæki, eins og Apple og Microsoft, um að takmarka notkun neytenda á þeirri tónlist sem þeir borga fyrir og hala niður i tölvur sínar. Gras- rótarsamtökin Free Software Foundation í Bandaríkjunum berjast nú ötullega gegn slíkum takmörkunum. Samtökin hafa staðið fyrir mótmælum fyrir utan verslanir Apple og fyrir utan höfuðstöðvar Sambands bandarískra plötuútgefanda að undanförnu. A fimmtudag hófu þau svo undirskriftasöfnun á Netinu til að skora á írska popparann að berjast fyrir mál- stað neytenda gegn tölvu- og útgáfufyrirtækjum. Bono hefur ekki enn svarað kröfunni. Hljómsveit hans, Ú2, er í samstarfi við Apple fyrirtækið sem selur meðal annars sérstaka iPod merkta hljómsveitinni. Risi á Laugaveginum BlaSið/SteinarHugi Það er ekki á hverjum degi sem vegfarendur á Laugaveginum sjá þar um tveggja metra háan trúð á röltinu. Það gerðist hinsvegar í gær, þar sem þessi unga stúlka rölti þar um í þessum skringilega skrúða eins og ekkert væri sjálfsagðara. Tap Avion nemur 44 milljörðum Tap Avion Group á fyrstu sex mán- uðum þessa rekstrarárs, þ.e. frá í. nóvember 2005 til 30. apríl 2006, nam tæpum 44 milljörðum króna. Þrátt fyrir það segir stjórnarfor- maður félagsins að afkoman sé í takt við væntingar stjórnenda félagsins. „Það gleður mig að geta tilkynnt að rekstrarafkoma Avion Group fyrstu sex mánuði ársins, sem mið- ast við 30. apríl 2006, er í takt við væntingar. A fyrstu sex mánuðum sem skráð fyrirtæki getum við til- kynnt um afkomu í samræmi við áætlanir. Ég vil leggja áherslu á að hagnaður félagsins myndast á seinni helmingi ársins og að saman- burðartölur frá fyrra ári sýna Avion Group áður en kaupin á Excel Air- ways Group voru fullkláruð og áður en mikilvægar yfirtökur á félögum á borð við Eimskip, Travel City Direct og Star Airlines áttu sér stað,“ er haft eftir Magnúsi Þorsteinssyni, stjórnarformanni, í tilkynningu til Kauphallar Islands í gær. „Stór hópur ber takmarkað traust til ríkislögreglustjóra" Fulltrúar stjórnarandstöðunnar setja fyrirvara og lýsayfir efasemdum um stofnun þjóðarör- yggisdeildar lögreglu. Segja að ekki komi til greina að veita lögreglu heimildir til hlerunar. Eftir Atla (sleifsson Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það vera út í hött að stofna nýja 25-30 manna þjóðaröryggisdeild, sem þar að auki eigi að heyra undir embætti ríkislögreglustjóra. „Það er stór hópur stjórnmálamanna sem ber takmarkað traust til þess embættis, sem virðist haga seglum eftir þeim vindum sem blása af valdamiklum stjórnmálamönnum." Björn Bjarnason, dómsmálaráð- herra, kynnti á fimmtudag mats- skýrslu sérfræðinga Evrópusam- bandsins um hryðjuverkavarnir þar sem stofnun slíks embættis var lögð til. Til að vinna að framgangi máls- ins hefur ráðherra stofnað starfshóp til að vinna úr þeim tillögum í skýrsl- unni og að þeim ákvæðum nýsettra laga um lögreglumál, sem fjalla um greiningu og áhættumat. Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, var skipaður formaður starfshópsins. Lýðræðislegt eftirlit Össur telur að ekki komi til greina að veita lögreglu heimildir til hlerana og til að fylgjast með mönnum, jafnvel þó um undantekningartilvik sé að ræða, nema fyrir liggi að með slíkri Skarphéðinsson starfsemi sé lýðræðis- legt eftirlit. „Þingið, fulltrúar allra flokka, verða að geta spurt undir trúnaði út í allar aðgerðir slíkrar deildar og veitt henni þannigaðhald.Mérer ™ur' þó til efs að nauðsyn sé á slíkri stofnun.“ Að sögn Össurar þarf einnig að skoða, ef menn ætli að koma slíkri stofnun á lagg- irnar, hvort hún eigi yf- irhöfuð að heyra undir ríkislögreglustjóra. „Mér finnst fullt eins koma til greina að slík starfsemi heyri undir lögreglustjóra- embættið á Keflavík- urflugvelH, sem er útvörður okkar gagn- vart umheiminum og Schengen-samstarf- inu.“ Hann bendir jafnframt á að aldrei skapist samstaða um jafn viðkvæmt og erf- itt mál nema fulltrúar allra flokka á þingi verði hafðir með í ráðum. Steingrímur J. Sigfússon Guðjón A. Kristjánsson Nær að taka til í því liðna Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir að hugmyndir um útbólgið ríkislögreglustjóraemb- ætti með víkingasveit og ley nilögreglu, stjórnað af einum manni, vekji enga sérstaka hrifningu hjá sér. „Ég set mik- inn fyrirvara við þessar hugmyndir ráðherra, bæði hvað varðar þörfina og fyrirkomulagið. Það væri nær að taka til í því liðna og gera upp þau mál sem snúa að stórfelldum símhlerunum og persónunjósnum á fyrri árum, áður en menn setja á fót sérstaka stofnun til að halda hinu sama áfram.“ Steingrímur segir að vilji menn skoða hvar mikilvægast sé að efla lög- gæslu og eftirlit, þá þurfi frekar að efla almenna löggæslu, umferðareft- irlit og fleira i þeim dúr. „Ég tel það mun brýnna verkefni en að koma upp leynilögreglu og njósnastarf- semi á vegum ríkisins. Þetta á ekki að vera eitthvert gæluverkefni ráð- herra og ríkislögreglustjóra. Ef menn hefðu viljað gera þetta af einhverri yfirvegun, þá hefðu menn byrjað að ræða þetta á þverpólitískum vett- vangi og haft alla með i ráðum frá byrjun,“ segir Steingrímur. Setur mikinn fyrirvara Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, segist einnig setja mikinn fyrirvara við allt sem snúi að því að veita mönnum heimildir til að njósna um persónu- lega hagi fólks. Hann segist ætla bíða eftir tillögum starfshópsins og vega svo og meta þær tillögur sem hann kemur með. „Við höfum verið að rýmka möguleika lögreglunnar á þessu sviði á undanförnum árum. Mér finnst aðfhrið sé að seilast ansi langt í öllu því sem snerti persónu- frelsi fólks og ég held að menn þurfi að fara að gætóusín. Þó að menn vilji búa í öruggu samfélagi þá eiga menn að fara sér hægt í þessu.“ Þingflokkur Frjálslyndra hefur ekki rætt þetta mál. „Ég tel að menn séu ekki alltof ginnkeyptir fyrir þessu. Ég vil í það minnsta skoða það mjög vel hve víðtækar heim- ildirnar myndu verða til að hlera einkasímtöl. Við myndum aldrei samþykkja slíkt nema með því skil- yrði að slíkar heimildir yrðu veittar af dómstólum.“ atlii@bladid.net fi Mikið úrval af LCD flatskjám og loftnetum Tilvalið í ferðalagið A 20” LCD12V/220 15” og 17” LCD sjónvörp með innb. DVD 12V/220V SKÚTUVOGI 6 SÍMI 570 4700 • www.eico.is Heiðskirtfj^J^LéttskýjaðÍaJk Skýjað Aiskýjaö^^r* Rigning, Iftilsháttar^jípk Rigning ‘ Súld -* Snjókoma ~ - - Slydda .^^2» Snjóél í5íi*Skúr Algarve Amsterdam Barcelona Berlin Chicago Dublin Frankfurt Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Vín Þórshöfn Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.