blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 blaAÍÖ 16 I Alþingishúsið 125 ára Um þessar mundir eru 125 ár frá því að byggingu Alþingishússins lauk en það var reist á árunum 1880-1881 og formlega vígt þann 1. júlí 1881. Af því tilefni rifjar Blaðið upp sögu þessa merka húss. Árið 1867 var samþykkt á Alþingi ályktun um að minnast þúsund ára íslandsbyggðar með þjóðhátíð 1874 og með því að reisa alþingishús úr íslenskum steini. Fé til byggingar- innar var meðal annars safnað með almennum samskotum og gekk fjár- öflunin illa framan af. Á löggjafarþinginu 1879 var sam- þykkt að byggja skyldi hús undir þingið og söfn landsins á fjárhags- tímabilinu 1880-1881. Fé var veitt til framkvæmdanna á fjárlögum og bygginganefnd skipuð. Deilur um staðsetningu Deilur risu um staðsetningu bygg- ingarinnar en annars vegar var rætt um að reisa skyldi húsið á Arnarhóli og hins vegar í Bakarabrekkunni á milli lóðanna þar sem nú eru Banka- stræti 7 og Laugavegur 1. Að lokum var afráðið að reisa húsið í Bakarab- rekkunni og hófust menn handa við að grafa þar fyrir grunni þess og höggva til grjót. Vorið 1880 kom Frederik Bald yfirsmiður til landsins ásamt sam- verkamönnum sínum frá Borgund- arhólmi og Kaupmannahöfn. Bald aftók að húsið yrði reist í Bakarab- rekkunni og eftir enn einn fundinn í byggingarnefnd var loks ákveðið að húsið skyldi reist fyrir vestan Dóm- kirkjuna en þar var þá kálgarður Halldórs Kr. Friðrikssonar alþingis- manns og yfirkennara. Halldór fékk greiddar 2500 krónur fyrir lóðina sem þótti hátt verð og hefur verið sagt að þetta hafi verið fyrsta lóð sem seld var í Reykjavík. íslendingar læra steinsmíði Auk dönsku handverksmannanna er talið að um 100 íslendingar hafi fengið vinnu við byggingu Alþingis- hússins og lærðu margir þeirra stein- högg og steinsmíði af Dönunum. Grjótið sem notað var í smíðina kom að mestu leyti úr Þingholtunum. Bald stjórnaði verkinu með styrkri hendi og sfóðust áætlanir um að verkinu yrði lokið áður en þing kæmi saman sumarið 1881. Al- þingi kom fyrst saman í húsinu við þingsetningu þann 1. júlí sama ár. Á þinginu 1881 kom jafnframt í ljós að kostnaður við smíði hússins og húsbúnað þess hafði farið fram úr áætlun og var samþykkt 25.000 króna aukafjárveiting til þess á fjár- aukalögum. Þetta reyndist ekki vera í síðasta skipti sem kostnaður við byggingu opinberrar byggingar hér á landi fór fram úr áætlun. Alþingishúsið var teiknað af Ferd- inand Meldahl arkitekt og forseta Listaakademíunnar í kaupmanna- höfn. Byggingin er í svonefndum sögustíl, - ný-renessans, en að innan gætir enn sterkt áhrifa klassíkur. Meldahl, sem kom aldrei til fslands, lýsti þvi yfir að hann vildi láta bygg- inguna líta út eins ítalska villu, n.k. „Palazzo Pitti.“ Fyrsta innanhússalernið á fslandi í byggingunni koma fram ýmsar nýjungar sem tengjast notkun bygg- ingarefna og tækni. Meðal annars var lögð áhersla á eldvarnir með því að nota sement og járn í burðarvirki (súlur, bitar). Þá náðu stórir verk- smiðjuframleiddir járnstigar frá fyrstu hæð upp á þá efstu. f Alþingis- húsinu voru jafnframt vatnssalerni innanhúss og er talið að það hafi verið í fyrsta skipti sem slíkur bún- aður var gerður hérlendis. Upphaflega átti að vera kjallari eða hlaðinn stallur undir húsinu og hefði það því átt að standa nokkuð hærra en það gerir nú. Tryggvi Gunnarsson fékk því framgengt að hætt var við byggingu kjallarans í sparnaðarskyni. Árið 1908 var Kringlan byggð við Alþingishúsið en hún mun hafa verið teiknuð af danska arkitektinum Fre- derik Kjörboe sem hingað kom til að fylgjast með byggingu Safnahússins við Hverfisgötu. Kringlan var upp- haflega reist sem risnuherbergi þar sem meðal annars yrði hægt að taka á móti tignum erlendum gestum og þjóðhöfðingjum. Síðar var hún kaffi- stofa þingsins en nú er þar setustofa. Árið 2002 var Skálinn, þjónustu- viðbygging Alþingis tekin í notkun. Skálinn er tengdur gamla húsinu og þar er meðal annars að finna fundar- herbergi og matsal. Heimildir: Vefur Alþingis Kvosin - Byggingarsaga miðbæjar Reykjavík- ur eftir Guðný Gerði Gunnarsdóttur o.fl. Punktar úr fyrirlestri Arndísar Árnadóttur list- fræðings um íslenska hönnunarsögu Kemur í veg fyrir og eyðir: Bólgum, þreytuverkjum og harðsperrum á ferðalögum og við álagsvinnu. Styrkir varnir húðarinnar gegn skaðsemi sólar. Húðin verður fyrr fallega brún í sól og Ijósabekkjum, meö reglulegri inntöku helst húðin lengur brún. Rannsóknir staðfesta árangur. Karolinska Institute, Sweden.1998. University of Memphis 2001. &LYFJA VLyfsheilsa ApðitkMn 1tgjjjj UStíGðl fy&THS&l ÉlMfcuhúSÍð

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.