blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 20
20 I VIÖTHL LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 blaöiö Helen Ólafsdóttir er nýkomin frá Srí Lanka þar sem hún starfaði á vegum norræna Helen segir að á svæðum Tígranna séu vopnaeftirlitsmenn f raun hvað öruggastir því Tamíl Tígrarnir ráða yfir stóru landi í norðrinu þar vopnaeftirlitssins en átök í landinu hafa magnast að undanförnu. sem þeir hafa byggt upp stjórnsýslu, lögreglu og réttarkerfi sem er fullkomlega starfhæft. Fólk býr við ákveðið öryggi en í raun ekkert val. Stríðið sem fólkið vill ekki Hundruð manna hafa fallið í átökum stjórnarhersins og uppreisnarmanna tamílsku Tígranna á Srí Lanka á undanförnum mán- uðum og svo virðist sem vopnahléð sem undirritað var í febrúar árið 2002 sé brostið. íslendingar taka þátt í norræna vopnahlés- eftirlitinu (SLMM) sem hefur milligöngu um vopnahléð og eftirlit með að skilmálum þess sé fylgt. Eftir að Evrópusambandið setti Uppreisnarhóp tamílsku Tígranna á lista hryðjuverkahópa hafa Tígrarnir lýst sig andsnúna því að vinna með eftirlitsmönnum frá Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, sem tilheyra ESB. Norðmenn og íslendingar eru því einu þjóðirnar sem Tígrunum hugnast að starfa með en stjórnvöld á Srí Lanka sendu hins vegar í vikunni frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðust ekki geta fellt sig við að Norðmaður myndi leiða SLMM því Norðmenn eru í hlutverki sáttasemjara í friðarviðræðunum og þykir mörgum í suðurhluta Srí Lanka Norðmenn vera að taka á sig of stórt hlutverk í friðarferlinu. Þróun mála á Srí Lanka undanfarnar vikur gæti sett íslendinga í sérstaka stöðu sáttasemjara í langvinnri deilu milli þjóðarbrotanna sem búa á eynni. Upphaf átakanna á Srí Lanka er að finna í þjóðernisáherslum ríkisstjórnar landsins eftir að það hlaut sjálfstæði, en það var áður breska nýlendan Ceylon. Bretar yfirgáfu landið árið 1948 og þá tók meirihluti Sinhala þjóðarbrotsins við völdum. Ibúar Srí Lanka eru rúm- lega tuttugu milljónir og telja Sin- halar um 14 milljónir og eru flestir búddistar. Tamílar telja um 3,2 milljónir en þeir eru flestir hindúar. Múslimar og kristnir skipa að mestu minni þjóðarbrot. Helen Ólafsdóttir hefur starfað sem talsmaður SLMM á Srí Lanka undanfarið eitt og hálft ár en er ný- komin heim. Hún segir að þær þjóð- ernisáherslur sem settar voru af stjórnvöldum þegar Bretarnir hurfu frá landinu hafi skapað ójafnræði milli þjóðarbrotanna. „Bretar fluttu inn Tamíla frá Suður- Indlandi til að vinna á te-plantekr- unum þegar Srí Lanka var hluti af breska heimsveldinu, um miðja ní- tjándu öld. Ástæðan fyrir þessum fólksflutningi er fyrst og fremst sú að Tamílarnir voru betra vinnuafl en innfæddir. Vinnusemi er hluti af þeirra menningu. Það voru reyndar Tamílar fyrir á Srí Lanka vegna ná- lægðarinnar við Indland. Þegar Bretarnir yfirgáfu landið þá tryggðu þeir Tamílum ákveðin rétt- indi í stjórnarskránni. Litlu seinna kemst til valda Salamon Bandaran- aike sem var þjóðernissinni og hann lagði mikla áherslu á að sameina þjóðina undir formerkjunum: Ein þjóð, eitt tungumál, ein trú. Hann var myrtur en við tók kona hans, Si- rimavo Bandaranaike, sem var fyrsti kvenforsetinn í heiminum. Hún tók stefnu manns síns enn lengra og lét nánast banna Tamíl tungumálið og í raun afnam sérréttindi Tamíla al- gerlega, þau sem þeim höfðu verið tryggð í stjórnarskrá sem minnihluta- hópi. Hún skerti ennfremur allan að- gang þeirra að stjórnsýslunni. Þessi stefna varð til þess að Tamílar fóru að berjast fyrir réttindum sínum. Tamílarnir voru mjög sundurleitur hópur og þeir áttu engan raunveru- lega leiðtoga. Það tók þá töluverðan tíma að skipuleggja sig og komast að samkomulagi um leiðtoga. Það er ekki fyrr en með Prabakaran á átt- unda áratug, þeim sem nú leiðir bar- áttuna, að tókst að sameina Tamíl Tí- grana og gera þá að skæðu hervaldi sem barðist við stjórnarherinn um árabil eða fram að vopnahléi." Tígrarnir klofnir Helen segir átökin nú fyrst og fremst afleiðingu klofnings í sveitum Tí- granna en uppreisnarhópur undir forystu Karuna liðþjálfa hefur haldið uppi árásum á Tígrana sem hafa svarað með árásum á stjórnarherinn og Iögregluna. „Vopnahléið hélt mjög vel þar til klofningurinn varð hjá Tígrunum. Það hefði kannski mátt sjá þessa at- burðarás fyrir en Karuna sem var hershöfðingi Tígranna í austrinu sagði sig úr fylkingunni í kjölfar valdabaráttu árið 2004. Tígrarnir höfðu fyrirhugað að gera hann óvirkan og taka yfir svæðið í austr- inu sem hann stýrði. Hann var boð- aður á fund í Kilinochchi, höfuðvígi Tígranna í norðrinu, ásamt öðrum hershöfingja í Trincomalee héraði sem var einnig orðinn mjög valda- mikill. Sá síðastnefndi mætti og var gerður óvirkur en Karuna lét ekki sjá sig. Það sem Tígrarnir áttu þó ekki von á var að stjórnin tæki Karuna undir sinn verndarvæng." Samsæriskenningar Grunur leikur á að það sé einhvern konar samstarf á milli klofnings- sveitar Karuna og afla innan stjórn- arhersins. Stjórnvöld hafa nýlega viðurkennt að það kunni að vera ein- hver tengsl á milli undirmanna hers- ins og Karuna en að það sé ekki með vitund stjórnvalda. „Svo eru ýmsar samsæriskenningar sem eru áhugaverðar eins og t.d. um Mutalif liðþjálfa hjá leyniþjónust- unni sem var drepinn í Colombo á síðasta ári. Stjórnvöld kenndu Tígrunum um en talið er að þessi maður hafi átt þátt í að koma Kar- una undan í baráttunni við Tígrana. Samsæriskenningarnar segja hins vegar að hann hafi verið drepinn af eigin mönnum þar sem hann vissi of mikið um stuðning stjórnvalda við Karunamenn. Það verður svo sem að taka þessum kjaftasögum með fyrir- vara en þær hafa auðvitað mjög nei- kvæð áhrif á umhverfið en svo má auðvitað vel vera að það sé eitthvað til í þessu.“ Græða á stríði „Það var greinilega eitthvað samband á milli einhverra deilda hersins og Karuna og ólíklegt að hann hefði yf- irgefið Tígrana nema með vitneskju um stuðning annarsstaðar frá. Auðvitað er það nú líka svo að það eru alltaf ákveðnir menn, s.s. ein- hverjir hershöfðingjar til dæmis og jafnvel háttsettir menn innan leyni- þjónustunnar sem hafa grætt mikið á stríðinu og eflaust eru mjög margir hópar sem myndu græða áfram- haldandi stríði. Menn efast um það að t.d. fyrrverandi forseti landsins Kumaratunga Bandanaraike, barn þeirra hjóna sem réðu á sínum tíma, hafi haft vitneskju um þetta en það breytir ekki því að Karuna hefur verið með búðir á yfirráðasvæðum stjórnvalda með vitund hersins. Það er líka klárt mál að Karuna hefur verið að fjölga sínum liðsmönnum. UNICEF sagði nýlega í yfirlýsingu sinni að Karuna bæri líklegast ábyrgð á flestum barnshvörfunum sem hafa átt sér stað í Austrinu með það fyrir augum að þjálfa þessi börn sem hermenn. Það veit enginn hvar Karuna er. Hans menn hafa verið í austurhlut- anum að gera óskunda. Þeir hafa farið inn á svæði Tígrana og gert árásir á þá og leitað svo í skjól stjórn- valda. Karuna er Tígri og þekkir vel til þeirra skipulags og vinnubragða svo ýmsir menn í stjórnsýslu hers- ins sæu sér eftir til vill hag í að hafa slíkan mann undir sínum verndar- væng ef stríðsátök brjótast út þótt þetta sé náttúrulega ekki yfirlýst stefna stjónvalda eða forsetans." Arásir á báða bóga Tígrarnir hafa gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir aðgerðarleysi vegna árása Karuna á Tígrana en þeir hafa í kjölfarið aukið árásir sínar á herinn og lögregluna. I apríl síðast- liðnum var gerð sjálfsmorðsárás í höfuðborg landsins, Colombo, þar sem yfirmaður stjórnarhersins særð- ist. Árásin var gerð af konu sem talið er að hafi komið úr röðum Tígranna. Stjórnin, undir forsæti Mahinda Ra- japakse sem fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum í nóvember, fyr- irskipaði í kjölfarið árásir á Tígrana. Tígrarnir litu á þessa árás sem klára stríðsyfirlýsingu þó hvorugur aðil- inn hafi sagt upp vopnahléssamn- ingnum með formlegum hætti. „Þessi þróun mála ætti í raun ekki að koma neinum á óvart. Hún er algerlega í samhengi við það sem Prabakaran, foringi Tígranna, sagði fyrir forsetakosningarnar í nóvem- ber. Hann sagði að það kæmi það í hlut sigurvegarans að taka á þessum vopnuðu fylkingum, og átti við Kar- una, annars yrðu Tígrarnir að taka til sinna ráða. Og það er akkúrat það sem Tígrarnir gerðu og er ástandið sem ríkir nú í dag. Ef menn hefðu hlustað á þetta þá hefðu árásir Tí- granna í desember ekki þurft að koma á óvart.“ Sniðgengu kosningar Það eru margir á þeirri skoðun að síðustu mánuðir hefðu þróast með öðrum hætti ef Tígrarnir hefðu ekki sniðgegnið forsetakosningarnar í nóvember. Tígrarnir tóku þátt í þing- kosningunum fyrir ári, en þar áttu þeir flokk í framboði. Þeir áttu hins vegar engan forsetaframbjóðanda og þeir sniðgengu þær kosningar alger- lega og meinuðu sínu fólki að fara á kjörstað. „Þeir sögðust ekki vera tilbúnir til að styðja við nokkurn mann úr suðr- inu. Þeir sögðu að suðrið væri annað land og að þeir ætluðu ekki að taka þátt í kosningunum. Ef Tígrarnir hefðu hins vegar leyft sínu fólki að kjósa þá hefði útkoman orðið önnur. Ranil Vikramesinga, var forsætis- ráðherra þegar friðarsamningarnir

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.