blaðið - 01.07.2006, Page 22

blaðið - 01.07.2006, Page 22
22 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 blaöiö Frá Frummönnum til Stuðmanna Hljómsveitin Stuðmenn kom fyrst fram sem eins konar grín- hljómsveit á árshátíð Mennta- skólans við Hamrahlíð á Hótel Sögu árið 1970. Að sögn Valgeirs Guðjónssonar varð nafnið fyrir valinu þar sem það væri alversta hljómsveitarnafn sem þeir félagar gætu hugsað sér. Hljómsveitin lagðist í dvala fljótlega eftir þetta og var ekki endurvakin fyrr en nokkrum árum síðar og þá með nokkrum mannabreytingum. Sú hljómsveit hefur fyrir löngu skipað sér sess sem hljómsveit allra landsmanna. Á þjóðhátíðardaginn kom út platan Tapað/fundið með Frummönnum en hana skipa félagar hinna upp- haflegu Stuðmanna sem eru ásamt Valgeiri þeir Jakob Frímann Magn- ússon, Gylfi Kristinsson og Ragnar Daníelsen. Tilurð plötunnar er um margt merkileg en hún var tekin upp í Los Angeles fyrr á árinu og fékk hljómsveitin liðsauka merki- legra tónlistarmanna sem markað hafa djúp spor í tónlistarsögunni þó að nöfn þeirra séu ekki á allra vörum. Bjuggu á spartversku móteli Valgeir Guðjónsson segir að tildrög þess að Frummenn komu aftur saman og tóku upp plötu megi rekja til fimmtugsafmælis Arnar Andr- éssonar vinar þeirra fyrir fáeinum árum. „Upp úr því kviknaði sú hugmynd að gera upptökur með hljómsveit- inni sem vatt síðan svona skemmti- lega upp á sig. Við ákváðum að fara til útlanda og fá gamla stórmeistara úr tónlistarbransanum til liðs við okkur,“ segir Valgeir. 1 janúar yfirgáfu Frummenn ís- land og héldu til Los Angeles þar sem þeir unnu hörðum höndum að upptökum frá degi til kvölds. „Við bjuggum á frekar spartversku mót- eli sem var hinum megin við götuna við stúdíóið þannig að það má segja að hið ljúfa líf Los Angeles borgar hafi verið okkur víðs fjarri “ segir Valgeir. Tónlist menntaskólaáranna Frummenn lögðu upp með það að gera tónlist sem væri í anda þeirrar tónlistar sem þeir hlustuðu helst á á menntaskólaárunum. í gegnum um- boðsskrifstofur komust þeir í kynni við trommuleikarann Jim Keltner, bassaleikarann Carol Kaye og gítar- leikarann Jimmy Ripp en öll njóta þau mikillar virðingar í tónlistar- heiminum og hafa unnið með fjölda frægra tónlistarmanna. Einn af risunum Jim Keltner var einn af risum þessa tíma og eftir að Bítlarnir lögðu upp laupana spilaði hann mikið með þeim hverjum í sínu lagi, aðal- lega John Lennon og George Harri- son. Einnig myndaði hann frægt trommaratvíeyki með Ringo Starr. Jim Keltner var mjög nákominn John Lennon og mun eitt sinn hafa bjargað lífi hans þegar Lennon var næstum búinn að álpast fram af svölum árla morguns. Keltner gerði sér lítið fyrir og greip í buxnastreng bítilsins gjálífa til að bjarga honum frá falli," segir Valgeir. Lék með frægustu tónlist- armönnum sögunnar Carol Kaye sem nú er á áttræðisaldri er goðsögn í lifanda lífi innan tón- listarheimsins og hefur leikið inn á hljómplötur með mörgum af fræg- ustu tónlistarmönnum sögunnar. ,Hefur spilað með Frank Sinatra og Frank Zappa og öllum þar á milli," segir Valgeir og bætir við að hún hafi jafnframt haft gífurleg áhrif á aðra bassaleikara. „Hún er mjög hlý og skemmtileg kona og manni leið strax eins og maður hefði þekkt „Mér finnst alltaf jafn merkilegt að heyra fólk syngja lög sem ég samdi fyrir löngu og átti ekki von á að yrðu nokkurn tíma meira en skammlífar dægurflugur," segir Blaóil/SieinarHugi Valgeir Guðjónsson. hana lengi. Hún ók á litlum Subaru- bíl sem var eins og klæðskerasau- maðurfyrirhana, bassannogmagn- arana tvo, annan stærri en hinn“ segir Valgeir. Orka og úthald Valgeir segir að þrátt fyrir háan aldur leiki Carol Kaye enn listilega á bassann og búi yfir ótrúlegri orku og úthaldi. „Þessi hópur sessjónmanna sem hún lék með á sínum tíma vann mikið og oft voru menn orðnir alveg útkeyrðir í lok dags. Einn daginn vorum við búnir að taka upp fjögur lög og vildum láta það gott heita dag- inn þann en hún krafðist þess að það yrði tekið upp eitt lag til viðbótar. Þá var hún greinilega komin í þennan gamla þreytuham og farin að kunna vel við sig. Við urðum að sjálfsögðu við beiðni hennar og fannst hún nátt- úrlega gera okkur yngri mönnum skömm til,“ segir Valgeir. Hann hvetur fólk til að skoða heimasíðu Carol, www.carolkaye.com Ein besta plata sem ég hef gert Platan Tapað/fundið sem er af- rakstur ferðarinnar til Los Angeles kom formlega út á þjóðhátíðardag- inn og hefur hlotið góðar viðtökur. „Mér finnst þetta vera ein besta plata sem ég hef tekið þátt í að gera og hef ég þó komið að þeim mörgum. Það hugarþel sem hún var unnin með finnst mér hafa skilað sér alla leið,“ segir Valgeir. Upphaflega vakti tónlist plöt- unnar athygli vegna viðamikils og margslungins aprílgabbs sem birtist í Morgunblaðinu. Þar var sagt að gamlar upptökur með hljómsveit- inni sem taldar voru glataðar hefðu komið í leitirnar og hefðu verið hreinsaðar með hjálp nútímatækni. Ennfremur voru „gömlu“ upptök- urnar leiknar í þætti Freys Eyjólfs- sonar Geymt en ekki gleymt á Rás 2. „Við Jakob sátum hjá honum í tvo tíma og spunnum lygavefinn af mik- illi kostgæfni. Það var erfitt að halda andlitinu og öðru hverju þurftu

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.