blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 01.07.2006, Blaðsíða 23
blaöið LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 VIDTALI 23 menn að kæfa hláturinn og þá kom í hlut einhvers annars að halda áfram lygaspunanum. Við hefðum ekki haldið þetta út í sjónvarpi," segir Valgeir. „Frá því að platan kom í búðir hefur þetta aprílgabb verið eins konar myllusteinn um háls okkar. Það var það flókið, viðamikið og margþætt að fólk hefur yfirleitt trúað einum hluta þess ef ekki fleirum. Nú er komið fram í júní og við erum í raun og veru enn að leiðrétta þetta apríl- gabb. Það virðist aldrei vera nógu vel ofan af því undið.“ MH var gróðrarstía skemmtilegheita Áhugi er til staðar hjá hljómsveit- inni á að halda tónleika eða fylgja plötunni á einhvern hátt eftir. Þar sem hljómsveitarmeðlimir eru allir uppteknir í öðrum verkefnum verður þó ekki hægt um vik að gera það. Valgeir og Jakob Frímann eru þeir einu sem lögðu tónlistina fyrir sig en Gylfi Kristinsson forsöngvari Frummanna er menntaður sálfræð- ingur og Ragnar Daníelsen er hjarta- skurðlæknir. Valgeir segir að Gylfi sé æskuvinur hans og Ragnari hafi hann kynnst í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Við tókum nokkur Simon og Garf- unkel lög á skólaskemmtun í Hamra- hlíðarskólanum. Með því lögðum við okkar af mörkum til félagslífs skólans. Þetta var nýr skóli og menn þurftu að standa fyrir öllu sjálfir. Það var ekkert til sem hét hefðir, þarna rikti mikið frelsi og MH var ákaflega frjór vettvangur og gróðrar- stía mikilla skemmtilegheita," segir Valgeir. Tónlist til að drepa tímann Valgeir er ekki frá því að menn njóti tónlistar á vissan hátt öðru vísi nú en á þeim árum þegar Stuðmenn komu fyrst saman. „Nú ganga menn með þúsundir laga í litlum spilurum í brjóstvas- anum. Ég set spurningarmerki við þessa miklu ofgnótt vegna þess að ég held að hún sé ekki til þess fallin að menn njóti tónlistar betur. Áður hlustaði maður á plötu frá fyrsta til síðasta lags og síðan sneri maður henni við. Menn sátu með umslag í hendi sem á var að finna ýmsar upplýsingar. Þetta var meiri athöfn og mun félagslegri en gengur og ger- ist í dag á tímum heyrnartóla. Við félagarnir hittumst iðulega í þeim tilgangi einum að hlusta saman á tónlist. Nú er fólk með tónlist i eyr- unum hvar sem er og henni er oft á tíðum aðeins ætlað að drepa tímann á meðan fólk er í líkamsrækt eða úti að skokka. Ég er sjálfur ekkert skárri en aðrir en ég sakna samt þess tíma þegar það var meiri athöfn að hlusta á tónlist,“ segir Valgeir. Auk þess að taka þátt í endur- lífgun hinna upprunalegu Stuð- manna kemur Valgeir einnig fram á tónleikum með hinum eiginlegu Stuðmönnum um þessar mundir en hann sagði skilið við sveitina fyrir mörgum árum. Hljómsveitin mun meðal annars leika á NASA við Aust- urvöll í kvöld og fleiri tónleikar eru fyrirhugaðir á næstu vikum. Ekki genginn aftur í Stuðmenn „Ég er ekki genginn í hljómsveit- ina með formlegum hætti en það er mjög skemmtilegt að rifja upp gömul kynni og takta og svo er þetta svo frábærlega spilandi hópur. Eg kem fram sem sérstakur leyni- gestur ásamt Stefáni Karli Stefáns- syni leikara og Birgittu Haukdal söngkonu. Stefán er alveg frábær tónlistarmaður, góður söngvari og slagverksleikari og hæfileikamaður fram í fingurgóma. Birgitta gæðir sveitina þeim kvenlega yndisþokka sem hefur einatt fylgt Stuðmönnum og hefur fögur hljóð eins og alkunna er“ segir Valgeir. Valgeir segir að ekki hafi mikið breyst frá því að hann var í hljóm- sveitinni og stemningin sé alltaf jafngóð. „Fólk syngur með og kann þessi lög meira og minna. Mér finnst alltaf jafnmerkilegt að heyra fólk syngja lög sem ég samdi fyrir löngu og átti ekki von á að yrðu nokkurn tíma meira en skammlífar dægur- flugur. Þau virðast sum hafa tekið sér varanlega bólfestu milli eyrn- anna á fólki og í börkum þess. Það er mjög notaleg tilfinning," segir Val- geir Guðjónsson að lokum. einar.jonsson@bladid. net Stuðmennanno 2006.Valgeir Guðjónsson er ekki formlega genginn til liðs við sína gömlu félaga en segist hafa gaman að því að koma fram með þeim og rifja upp gamia tíma. I , J y' ■Kí • 1 m / SL ■/' Wmá Þín eigin brúðarsvíta Hágæða sælurúm Nolterúm Þessi geysi vinsælu rúm eru mjög fullkomin með nuddi Þýsk hágæðarúm sem fást í nokkrum og þráðlausri fjarstýringu sem hefur minni fyrir stærðum. Þau eru með fjaðrabotni hinarýmsu stillingar. eða lyftirúmi og eru með nettri Margar stærðir og mismunandi stífleikar á spring- fjarstýringu. dýnum. Opið alla virka daga frá kl. 8-18 og á laugardögum frá kl. 10-14. RB-rúm Dalshrauni 8 220 Hafnarfirði Sími 555 0397 rbrum@rbrum.is www.rbrum.is K II RÚM Stofnað 1943 rtíms Hágæðarúm á góðu verði. Smíðuð eftir þínum óskum. Islensk hönnun - islensk framleiðsla

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.