blaðið - 01.07.2006, Side 27

blaðið - 01.07.2006, Side 27
blaöið LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 TÍSKA i 27 Rétt eins og í trúnni eru tíu boðorð í tískuheiminum.Tískuboðorðin 10eru eitthvað sem allir þurfa aðfara eftirvilji þeirvera smart og smekklegir. Pyngjan þarf ekki að vera þung til að fylgja tískuboðorðunum enda er ekki aðalmálið að eiga það flottasta heldur að vera flottastur. 1. Minna = Meira Það er ekki ofsögum sagt að minna er meira. Klæddu þig í fallegargallabuxurog þokkafullan hvítan bol. Bættu við smekklegu belti og glæsilegum skóm til að fullkomna útlitið. Galdurinn við fylgihluti er að gera ekki of mikið. Það er ekki fallegt að vera með áberandi hálsmen, áber- andi eyrnalokka og svo sólgleraugu til að toppa útlitið. En aftur á móti geta fallegir skór gert gæfumuninn. 2. Peningar kaupa ekki smekk Það hafa orðið ótal tfskuslys undanfarna áratugi, sérstaklega hjá þeim sem flagga seðlum. Það þarf nefnilega ekki að vera með fullt fang fjár til að vera smart. Það má taka Victoriu Beckham sem dæmi en hún hreinlega elskar Gap-íþróttabuxur og Kate Moss áTop Shop vesti í öllum litum. 3. Klassískt er smekklegt Tímalaus, klassískur fatnaður fer aldrei úr tisku. Hvort sem það er hvítur, þokkafullur bolureða snjáðar Levi's gallabuxur þá eru nokkrar nauðsynjavörur sem líta alltaf vel út. Ef þú vilt fjárfesta í fleiri klassískum flíkum þá er alltaf hand- hægt að eiga dragt, snyrtilegt veski, perlufesti og einfaldan svartan kjól. 4. Ekki of mikla húð Ekki sýna alltof mik- ið af húð nema Pamela Anderson sé þín helsta fyrirmynd. Ef þú ert í blússu eða bol sem sýnir heilmikla brjósta- skoru skaltu vera i einhverju hófsamara að neðan. Að sama skapi skaltu vera í smekklegum bol ef þú ákveður að fara út í mjög stuttu pilsi. Það á við þessa eins og flestar reglur að það eru alltaf einhverjar undantekningar. Konur kom- ast upp með að vera i glæsilegum kjól þó svo hann sýni einhverja skoru og sé stuttur. En yfirleitt er best að skilja eitt- hvað eftir handa ímyndunaraflinu. 5. RéttstærðVöxturkonuafmyndastef hún er í brjósthaldara sem er of lítill, aukabrjóst myndast og fitukeppir á baki. Ef konan velur að klæða sig í of þröngar buxur má sjá björgunarhring um hana miðja. Þetta er sorgleg staðreynd en sönn. Narciso Rodriguez hannar á allar helstu stjörnur i Holly- wood og hans eina tískuregla er sú að flíkin verði að passa fullkomlega. 6. Þræll tískunnar Þótt þröngur galla- samfestingur sé gríðarlega kynþokka- fullur á Jennifer Lopez er ekki þar með sagt að hann líti eins vel út á þér. Sannast sagna eru líkurnar á því frekar litlar, sennilega er Jennifereina konan á jörðinni sem lítur vel út í gallasam- festingi. Það er þreytandi, dýrt og lýsir skorti á ímyndunarafli að eltast enda- laust við tískuna. Það er miklu betra að fjárfesta í nokkrum klassískum flíkum og uppfæra fataskápinn í smáum skömmtum. Mundu að fórna aldrei þfnum eigin stíl, ef innsæi þitt segir að tískubylgja henti þér ekki þá mun þér aldrei líða vel íflíkunum. 7. Að innan og utan Það sem er innst, hvort sem það er brjósthaldari með púðum í eða samfella, mótar það sem er utan á. Stattu fyrir framan stóran spegil og skoðaðu hvernig þú lítur út. Ef þú sérð drullu, fellingar eða önnur ósmekklegheit þá munu allir aðrir sjá það líka. 8. Góð snyrtingAð vera með skítugt hár, nagaðar neglur og óplokkaðar augabrýr flokkast ekki undir glæsilegt útlit. Æfðu þig i að bjarga dögum þar sem hárið lítur hræðilega út eða málningin mistókst. Geymdu naglaþjöl, helstu förðunarvörurnar og plokkara í veskinu svo þú getir reddað málunum þótt þú sért á ferðinni. 9. Eigin stíll Skapaðu þér þinn eigin sér- staka stfl. Þrátt fyrir að þær líti ekki út fyrir það þá eru margar glæsilegar kon- ur sem versla í búðum sem selja notuð föt. Það er frábær leið til að tryggja að útlit þitt sé einstakt. Með því að kaupa föt erlendis og laga þau að þínum þörf- um gefurðu flíkum persónulegt útlit. 10. Fegurðin f einfaldleikanum Að endingu er hér einn gullmoli og jafnvel mikilvægasta boðorðið. Það elska allir föt en það er svo sannarlega margt merkilegra i heiminum. Hverju við klæðumst skilgreinir ekki hver eða hvað við erum. Hið fallega (lífinu er hlátur með vinkonunum, skemmtileg- ar rökræður, faðmlag frá ástvini og bros. Eins væmið og það hljómar þá er það satt. svanhvit@bladid.net TÍSKA Skjöldur Eyfjörð Tennissokkar? Ég hef oft hugsað um hver bjó eiginlega til hinar óskrifuðu reglur urn tísku sem við heyrum svo oft talað um. Er það eitt- hvert æðsta ráð sem kemur saman einu sinni á ári, fer yfir síðasta ár og næsta og pælir í hvaða skemmtilegu reglu það geti troðið inn á fólk? Svona líkt og hjátrú um að ekki megi labba undir stiga eða skilja eftir hrífur með tindana upp svo það fari að rigna? Seinni hjátrúna lærði ég af margra ára reynslu sem lítill kúarektor í sveit hjá afa mínum og ömmu fyrir vestan. Hvað um það, hittist þetta æðsta ráð og greiðir atkvæði um tiskubylgur, rétt eins og gert er í bæjarráðum og nefndum eða er þetta komið annars staðar frá? Og hver segir að þetta megi en ekki hitt? Hver hefur til dæmis sagt að það sé óviðeigandi og lágkúrulegt að vera í hvítum tennissokkum? Stendur þetta einhvers staðar skrifað í hinni heilögu ritningu? Kafli „Coco Chanel“, 10.15 vers: Þeim sem dirfist að ganga um stræti og torg klæddur hvítum tennissokkum með sportrönd mun verða hent út úr tísku- himnaríki og mun fá að iðrast að eilífu, amen.... Ég bara spyr, í heimi tískunnar sem gengur svo langt út fyrir heilbrigði og almenna skynsemi oft á tíðum, af hverju eru þá ekki meinlausir, hvítir sokkar í lagi? Var kannski einhver saga í gamla daga sem olli því að al- veg var tekið fyrir þetta með sokkana eða var þetta einhver misskilningur í einhverjum? Var einhver sem misheyrði eitt- hvað eða misskildi viðkomandi athugasemdina um sokkana og dreifði svo þeirri sögu að hvítir sokkar væru ekki málið? Hvað ef svo er? Höfum við þá útrýmt þessum sokkum í bílförmum til einskis, bara vegna misskiln- ings? Með þessum pistli mínum er ég ekki að lofsyngja hvíta tennissokka heldur að vekja upp þá hugmynd að það sem við heyrum fólk segja um föt og okkur sjálf tökum við alltof oft sem heilögum hlut. Hvað hefði gerst ef mann- eskjan sem ákvað að fara í stríð við hvíta tennissokka og eyddi tíma sínum í að tala um þessa sokka og benda fólki á hvað þeir væru nú ljótir hefði haldið þessu fyrir sig og látið þetta eiga sig? Hefðum við fattað þetta ein- hvern daginn eða hefðum við haldið áfram að spígspora umbæ- inn í blankskóm, já eða á hælum, í hvítum tennissokkum? Afmœlisút- gáfa í takmörk- uðu magni í tilefni af því að ilmurinn Organza er tíu ára gam- all í ár hefur G i ve nc hy gert afmælis- útgáfuafþessum vinsæla ilmi. Afmælisglasið kemur út í takmörk- uðu magni enda er það skreytt gulli. Ilmurinn heldur sér enda hefur hann verið sérstaklega vinsæll öll þessi ár. Þótt konur noti ilminn helst virðist hann hafa lokkað karlpeninginn líka sem kaupir hann í hrönnum anda ástkonum sínum. Fyrstu þrjú árin sem Organza kom út keyptu karl- menn helminginn af öllum seldum flöskum í heim- inum. Kannski er það glæsileg flaskan sem hefur heillað en hún minnir óneitan- lega á mjúkar línur kvenlíkamans.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.