blaðið

Ulloq

blaðið - 01.07.2006, Qupperneq 28

blaðið - 01.07.2006, Qupperneq 28
28 I TILVERAN LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ2006 blaóiö R&r, j ‘f t > ! i t \a{ « {\ ls I ; ttj tTfí £ mmmárnímáááámmmmJmámmmmJÍJÍÉátm Hraði og lífsgœðakapphlaup Það kann að vera að ég muni hljóma eilítið gamaldags í þessum pistli og á því vil ég biðjast afsökunar fyrirfram. I þessu nútímasamfélagi sem ísland er orðið, þar sem hraði, velmegun og lífsgæðakapphlaup eru sett á oddinn, er einstaklega lummu- legt að vera gamaldags. Ungt fólk í dag virðist ekki geta beðið eftir að eignast allt sem hugurinn girnist, eigið hús á eigin lóð og jeppa, að ógleymdu plasmasjónvarpi og sumarbústaðnum á Kanarí. Foreldrar mínir, ásamt öðrum af þeirra kynslóð, fjár- festu ekki í stóru húsi á eigin lóð fyrr en þau voru komin hátt á fertugsaldur. Það var reyndar ekki fyrr en yngsta barnið af fjórum fæddist en þá var minna mál fyrir fimm manna fjöl- skyldu að hírast í lítilli blokkaríbúð. í dag er nauðsynlegt að hvert barn fái sitt eigið herbergi, helst áður en það kemur í heiminn. Það er reyndar gott og blessað en barnið er á sama tíma svipt gleðinni, og stundum sorginni, yfir því að deila her- bergi með systkini. Ég er kannski skrýtin en ég er sátt í minni litlu blokkar- íbúð. Þegar ég flyt úr henni mun ég sennilega flytja í aðeins stærri blokkaríbúð. Eftir nokkur ár í henni verð ég sennilega tilbúin til að ráðast í nýbyggingu með öllum þeim svita og tárum sem því fylgir. Að ógleymdum gífurlegum fjárútlátum. Jafnaldrar mínar og vinkonur eru ekki sammála mér, langt í frá. Margar þeirra eru þegar búnar að byggja sér hús á eigin lóð. En þær láta ekki staðar numið þar því auk nýja hússins er keyptur jeppi og glæsileg húsgögn, því gömlu húsgögnin voru ekki nógu flott. Það er ekki það að vinkonur mínar séu sérstaklega snobbaðar eða fjáðar. Alls ekki, ungt fólk út um allan bæ er að fjárfesta í framtíðarhúsnæðinu áður en það nær þrítugsaldrinum. Raunar er það svo að flestir vinir mínir eru annað hvort nýbúnir að byggja eða voru að kaupa sér lóð. Svo ekki sé minnst á jeppaeign ina, sem er orðin nokkurs konar faraldur. Það virðist ekki vera nóg að kaupa húsið og flytja inn heldur verður allt að vera tilbúið sem fyrst, bæði hús og garður. Flestir leggja áherslu á að húsin séu kláruð fyrir eða rétt eftir að flutt er inn í þau. Það sama á við um garðinn sem er þá jafnvel kláraður með aðstoð landslagsarki- tekta. Ég flutti ásamt fjölskyldu minni í nýbyggingu þegar ég var kornabarn. Þar voru bráðabirgðainnréttingar og bráð- birgðahurðir sem faðir minn smíðaði og vitanlega var gólfið steinn. Ég veit ekki til þess að við systkinin höfum skaðast alvarlega af þessu, jafnvel þótt það hafi tekið föður okkur um 20 ár að klára húsið endanlega. Ef það tókst þá nokkurn tíma. Frekar held ég að við höfum verið stolt af því að faðir okkar gerði allt sjálfur í stað þess að reiða sig á aðra. Ég veit það ekki, kannski er þessi pistill bara gegnsýrður af öfundsýki. Kannski er ég ekkert ánægð í lítilli og ömur- legri blokkaríbúð. Kannski dreymir mig um að sitja, skuldum vafin, í fallegu einbýlishúsi sem ég byggði á minni eigin lóð, með jeppa á bílastæðinu, heitan pott í tilbúnum garðinum og þurfa aldrei að hafa áhyggjur að neinu framar. Ja, nema skuldunum og leiðanum yfir því að fá ekki tilbreytingu næstu 30 árin. svanhvit@bladid.net HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ Ert þú háð/ur persónuleikapróíum? Persónuleikapróf er eins misjöfn og þau eru mörg en eitt eiga þau sameiginlegt og það er auðvitað skemmtanagildið. Flest persónuleikapróf eru einungis ætluð til skemmtunar en ekki er lagt út með að þau séu einhvers konar leiðarvísir um hvernig skal lifa lífinu. Því ber að varast að taka prófin of alvarlega. Hver veit nema hægt sé að fræðast eitthvað í leiðinni? Það er alltaf hætta á að taka persónuleikapróf of alvarlega og lifa lífi sínu í samræmi við niðurstöðurnar. Hefur þú fallið í gryfju persónuleikaprófa eða tekst þér að halda þér á mottunni? Taktu prófið og þú færð svar innan skamms. IErt þú að taka þetta persónuleikapróf? a) Nei, ég fletti fram hjá því. b) Ég er bara að lesa það, ég ætla sko ekki að taka það. c) Já og stolt/ur af því. d) Já en ekki segja neinum. 2Hvað tekurðu persónuleikapróf oft? a) Nokkrum sinnum í viku. b) Aldrei. c) Mjög sjaldan, kannski svona vikulega. d) He’f tekið nokkur persónuleikapróf um ævina. 3Hvar nálgastu persónuleikapróf? a) Fæ þau stundum send í tölvupósti. b) Aðallega á Netinu. c) Ég tek aldrei persónuleikapróf. d) Kaupi tímarit sem ég veit að innihalda persónuleikapróf og á nokkrar uppáhaldssíður á Netinu þar sem ég tek próf. 4Afneitarðu þeirri staðreynd að þú hafir gaman af persónuleikaprófum? a) Nei, enda tek ég þau ekki það oft að ég þurfi að skammast mín fyrir það. b) Alls ekki, ég lifi lífi mínu eftir persónuleikaprófum og það vita allir. c) Nei ég get nú ekki beint sagt það. d) Persónuleikapróf eru heimskuleg, þess vegna tek ég þau aldrei. STekurðu mikið mark á persónuleikaprófum? a) Það væri nú erfitt þar sem ég tek aldrei persónuleikapróf. b) Svolítið. Þau eru nú gerð til að aðstoða fólk. c) Nei, en niðurstöðurnar eru í huga mér það sem af er dagsins. d) Já það þýðir ekkert annað. Þetta er svipað og að fá góð ráð frá vini sínum sem hefur alltaf rétt fyrir sér. 6Þú tekur persónuleikapróf um ástarsambönd og kemst að því að kærastinn/ kærastan hentar þér alls ekki. Hvað tekurðu til ráða? a) Ég hundsa það að mestu þótt það sér mér stundum ofarlega í huga. b) Ég geri ekki neitt enda myndi ég aldrei taka mark á asnalegu persónuleikaprófi, sérstaklega þar sem ég tek aldrei persónuleikapróf. c) Hringi samstundis i makann og segi honum að sambandið gangi ekki upp þar sem ég hef fallið fyrir öðrum. d) Dreg makann með mér í hjónabandsráðgjöf þó ég viti fyrirfram að þessu er lokið. 7Hvað veldur því að þú tekur persónuleikapróf? a) Ég er áttavillt/ur og veit ekki hvert líf mitt stefnir. Mig vantar ráð. b) Ég nota persónuleikapróf einungis sem dægrastyttingu. c) Þó ég viti að það sé lítið að marka þau þá finnst mér þau oft sýna mér hliðar sem ég lokaði augunum fyrir. d) Það er eitthvað sem ég myndi aldrei í lífinu gera. >Þú hefurmiklar ► áhyggjur af ákveðnu . — - 8; vandámali. Til hverra leitarðu til að fá aðstoð við úrlausn málsins? a) Ég leita til vina minna en tek líka persónuleikapróf ef ske kynni að þar lægi lausnin. b) Égteknokkurpersónuleikapróf sem öll fjalla um þetta tiltekna vandamál. Ég skoða niðurstöðurnar og tek ákvörðun í framhaldi af því. c) Það veit ég ekki en eitt er víst, ég myndi aldrei nota persónuleikapróf til að leysa úr mínum vandamálum. d) Vina og ættingja. Fæ jafnvel fagaðstoð ef vandamálið er alvarlegt. Reiknaðu stigin: 1. a)i b) 2 c)4 d)3 2. a)4 b)i c) 3 d)2 3. a)2 b)3 C)1 d)4 4-a)3 b) 4 C)2 d)i 5- a)2 b)i c)4 d)3 6. a)i b)3 c) 2 d)4 7. a) 4 b) 2 c) 3 d)i 8.a)3 b) 4 C)1 d)2 0-10 stig: Þú ert svo sannarlega ekki háður persónuleikaprófum. Reyndar staðhæfirðu oftar en einu sinni að þú takir aldrei persónuleikapróf. En sennilega lifirðu í einhvers konar afneitun því þetta er persónuleikapróf og þú varst að taka það. Kannski ættirðu að láta af óbeit þinni á persónuleikaprófum og viðurkenna að þú hafir svolítið gaman af þeim. Komdu út úr skápnum! En mundu að allt er gott í hófi... 11-18 stig: Þú tekur persónuleikapróf annars lagið en áttar þig fullvel á því að þau eru ætluð til skemmtunar. Þú tekur þau því ekki alvarlega og lifir þínu lífi án truflunar. Stundum er allt í lagi að huga frekar að niðurstöðum prófa því hver veit nema þú gætir lært eitthvað um sjálfa/n þig. 19-26 stig: Það er óhætt að segja að þú hafir gaman af því að taka persónuleikapróf. Þú tekur þau reglulega og tekur mark á niðurstöðunum. Þér hættir til að taka of mikið mark á niðurstöðunum og breytir jafnvel þinum daglegu venjum í samræmi við þær. Ekki gleyma að þessi próf eru gerð til skemmtunar og geta aldrei komið í stað fyrir ráð frá góðum vin eða ættingja. 27-32 stig: Þú ert háð/ur persónuleikaprófum og tekur þau reglulega. (stað þess að leita til vina þá leitar þú á náðir prófanna og finnur þar einhvers konar huggun. Persónuleikapróf eru misjafnlega vel unnin og þvi er aldrei góð hugmynd að taka svo mikið mark á þeim að þú breytir llfi þínu í kjölfarið. Þú ert fullfær um að taka ákvarðanir um líf þitt sjálf/ur og þarft ekki eitthvert utanaðkomandi tæki til þess. Leitaðu frekar til fagaðila eða ástvina en hvíldu prófin í bili.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.