blaðið - 01.07.2006, Side 30

blaðið - 01.07.2006, Side 30
- 30 I ÍPRÓTTIR FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 2006 blaöiö Eru örlögin ráðin? I dag klukkan þrjú í Gelsenkirchen í Þýskalandi mætast tvær miklar menningarþjóðir sem eiga heiður- inn að ómetanlegu framlagi til göfg- unar mannsandans. Englendingar, sem voru fyrstir þjóða til þess að rista brauð, mæta Portúgölum, en þeir bera meðal annars ábyrgð á fjölda góðra ljóða og skáldverka auk hins vel þekkta víns sem við landið er kennt. Englendingar bjuggust við miklu af landsliði sínu fyrir þessa heims- meistarakeppni. Síðustu árin hafa enskir blaðamenn ýjað að því að liðið ætti raunveruiega möguleika á að hampa titlinum eftirsótta. Og eins og enskum íþróttablaða- mönnum sæmir hafa þeir byggt upp miklar væntingar sem liðið hefur að sjálfsögðu ekki staðið undir í keppn-1 inni. Leikur liðsins í riðlakeppninni olli sumum vonbrigðum á meðan aðrir bentu á að liðið væri hreinlega ekki betra en þetta. Ósannfærandi sigur á Ekvador í 16-liða úrslitum breytti ekki tóni þessarar umræðu. Flestir geta verið sammála um að í enska landsliðinu eru margir góðir leikmenn. Vörnin getur verið býsna þétt og flestir knattspyrnustjórar gætu sætt sig við að stilla upp leik- mönnum eins og Frank Lampard, Steven Gerrard, David Beckham og Joe Cole í liði sínu. Og ætla mætti að slíkir kappar myndu leggja upp aragrúa að færum fyrir framherj- ana. En staðreynd málsins er sú að Sven-Göran Eriksson hefur aldrei fundið leið til þess að ná því besta út úr þessum mönnum. Hinsvegar er margt í stjörnunum sem getur boðað að Englendingar fari alla leið í ár og haldi áfram á Stuðningsmenn enska landsliðsins verða oft fyrir vonbrigðum með lið sitt. Hugsanlega gerist það einnig í dag. þeirri vegferð í dag. í fyrsta lagi endar árið í ár á tölustafnum sex og aldrei hefur liðið orðið heimsmeist- ari í knattspyrnu án þess að ártalið endi á þeirri ágætu tölu. Auk þess er mikil fylgni milli þess að Eng- lendingar verði heimsmeistarar og að Verkamannaflokkurinn sitji við völd í Bretlandi. Ríkisstjórn Tonys Blairs hafði ekki sprungið þegar Blaðið fór í prentun í gær. Þrátt fyrir þetta er ýmislegt sem bendir til þess að Portúgalar hafi betur í dag. Landsliðsþjálfari Portú- gala, hinn einkar geðþekki Brasil- íumaður Luiz Felipe Scolari, hefur sigrað í öll þau skipti sem hann hefur stýrt liði í lokakeppni á HM. Auk þess hefur hann ekki tapað fyrir Englendingum á stórmóti. Brasilíu- menn, undir stjórn Scolaris, slógu út Englendinga á HM 2002 auk þess sem Portúgalar slógu einnig út Eng- lendinga á EM 2004. Portúgalar eru með firnasterkt lið. En það er Englendingum til happs að bæði Costinha og Deco eru í banni eftir að hafa fengið að sjá rautt í „stríðinu” sem þeir háðu gegn Hol- lendingum í 16-liða úrslitum. Sex leikmenn í liði Portúgala þurfa að fara varlega í leiknum þar sem þeir eru með gult spjald á bakinu. Spá Blaðsins: Englendingar tapa leiknum og falla úr keppni á ein- hvern umdeildan hátt sem gerir það að verkum að þeir geti kennt öðrum en sjálfum sér um ófarirnar. 16 LIÐA URSLIT Utanlandsferð í vinning og fjöldi glæsilegra aukavinninga. Bikarleikur þar sem spáð er um úrslit leíkja er á www.visa.is/bikarleikur í verölaun eru utanlandsferð fyrir tvo auk fjoida glæsilegra aukavinninga. Dagur Tími Lið Vollur 16:00 Fjarðabyggð - Valur Eskifjarðarvöllur Sunnudagur 2. júlí 2006 19:15 KA - Brelðabtlk Akureyrarvöllur 19:15 Njarðvík - KR Njarðvíkurvöllur 19:15 FH - Víklngur Kaplakrikavöllur 19:15 Fram - ÍA Laugardalsvóllur Mánudagur 19:15 Fylklr - ÍBV Fylkisvöllur 3. júlí 2006 19:15 Þróttur R. - Grindavík Valbjarnarvöllur | Fimmtudagur 19:15 Lelknir R. - Keflavík Leiknisvöllur 6. júlí 2006 Lula da Silva, forseti Brasilíu, ætlar að taka sér frí frá störfum í dag og horfa á leikinn með eiginkonu sinni. Endurtaka Frakkar leikinn frá HM'98? Knattspyrnuáhugamönnum er enn í fersku minni þegar Frakkar lögðu Brasilíumenn í úrslitaleik HM í París árið 1998 með þremur mörkum gegn engu. Sá sigur hafði áhrif víða um heim og ekki síst hér á landi. Allt í einu fóru íslenskir menningarsnobbarar að tjá sig um knattspyrnu á opinberum vettvangi og salan á Le Monde jókst stórlega í Máli og menningu á Laugaveginum. En þrátt fyrir að franska liðið hafi sýnt þess merki að það væri að lifna við á móti Spánverjum i 16-liða úr- slitum er fátt sem bendir til þess að það bæti fyrir sneypuförina til Austurlanda fjær árið 2002 og end- urtaki leikinn frá 1998 með sigri á Brasilíumönnum. Brasilíumenn hafa ekki þurft að hafa mikið fyrir hlutunum i þess- ari heimsmeistarakeppni og í raun aldrei þurft að setja í fluggírinn - þrátt fyrirþað eru þeir búnir að skora tíu mörk. Helsta afrek þeirra í keppninni er að framherjinn Ronaldo sem er bústinn eins og blöðruselur hefur náð að skora þrjú mörk. Ron- aldinho, besti knatt- spyrnumaður heims, hefur ekki enn tekið á honum stóra sínum í keppninni og vís- bendingar eru um að hjarta varnarinnar, miðverðirnir, þjá- ist af gangtrufl- unum. En þrátt fyrir þetta eru Brasilíumenn með frábært lið og ef þeir ættu einnhvern tíma að vera í stuði til þess að sýna á sér allar sínu bestu hliðar hlýtur það að vera í dag þegar þeir mæta Frökkum. Franska landsliðið getur á góðum degi lagt hvaða lið sem er að velli. Vandamál þess er að þeim dögum hefur fækkað verulega hin síðari ár. Frönsku landsliðsmennirnir vöktu litla hrifningu með leik sínum í fyrstu tveim leikjum mótsins en náðu sér loks á strik gegn hinu forn- fræga knattspyrnustórveldi Tógó. Með góðum sigri á firnasterku liði Spánverja sýndu Frakkarnir að reynslan reynist oft dýrmætari en hæfileikar. Það telst Frökkum til tekna að Patrick Viera er að finna fjölina og að yngri menn eins og Franck Ribery eru að slá í gegn. Þrátt fyrir alla leiktæknina verður erfitt fyrir Brasilíumenn að brjóta upp varnarsinnaða miðju sem Viera skipar ásamt Claude Makelele. Spá Blaðsins: Ef sú staðhæf- ing að lögmál heimsins séu að einhverju leyti rökrétt er rétt eiga Brasilíumenn að bera sigur úr býtum. Hinsvegar er margt sem bendir til þess að sú staðhæfing sé ekkirétt, samanber hegðun heimilis- katta, og því er ekki hægt að afskrifa Frakkana. jr'A Rétt eins og Steinríkur eru bestu leikmenn franska liðsins komnir á aldur. CHRVSIJiR • JEEP • DOIHJE • SKODA

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.