blaðið - 01.07.2006, Síða 33

blaðið - 01.07.2006, Síða 33
blaðið LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 BÖRM I 33 Þessi einstaka mynd segir ailt sem segja þarf um gleði og kjark krakkanna á siglinga- námskeiði Sigluness. Það er ekki hver sem er sem léti sig vaða óttalaus út t kaldan sjóinn. En þessir hressu krakkar láta greinilega ekkert aftra sér. Það er betra að vera syndur en björgunarvestin koma vafalaust í góðar þarfir. Híns vegar er alltaf nauðsynlegt að vera í björgunarvesti þegar maður er á sjó, hvort sem maður er syndur eða ekki. Ævintýri og gleði Siglunes er nokkurs konar œvintýramiðstöð við sjóinn þar sem hressir og kjarkaðir krakkar eru á siglinganámskeiði. Siglingaklúbburinn Siglunes er í samstarfi við ÍTR og námskeiðið erþví margvíslegt ogfróðlegt en eins oggefur að skilja snýst það mikið til um sjóinn og báta. Þetta er því tilvalinn staður fyrir krakkana að finna kröftum sínum og œvintýraþrá farveg. Friðrik Tryggvason, Ijósmyndari Blaðsins, heillaðist afgleðinni sem skein úr augum krakkanna ogfékk að eyða nokkrum tíma meðþeim. Eins sjá má á mynd- unum er óneitanlega gaman og œvintýralegt á siglinganámskeiðinu. MYNDIRFRIKKI Ungur piltur sem er greinilega hæstánægður á siglinganámskeiðinu. Fersk en vafalaust köld enda nýkomin upp úr ísköldum sjónum. Ætli þessari ungu dömu sé kannski orðið eiiítið of kalt eða kannski er þetta ánægju- svipur á andliti hennar? Þessi unga stúlka ákvað að hvíla sig örlít- ið enda röðin ekki komin að henni En það er Ifka nauðsynlegt að blása heitu lofti í lófana enda orðnir ansi kaldir. Kortin koma sér alltaf vel og fátt er nauðsynlegra í bátsferð. Starfsmenn Sigluness eru greinilega starfi sínu vaxnir enda þraulvanir.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.