blaðið - 01.07.2006, Page 35

blaðið - 01.07.2006, Page 35
blaöiö LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 2006 l 35 Draumalandið Sjálfshjálparbók Metsölulistinn - erlendar bækur Metsölulistinn - allar bækur 1. Predator 1. Draumalandið: Sjálfshjálparbók... Patricia Comwell Andri Snær Magnason 2. TheTravel Book 2. (slenska vegahandbókin Lonely Planet Vegahandbókin ehf. 3. Fourthof July 3. Flugdrekahlauparinn - kilja James Patterson Khaled Hosseini 4. The Devil's Feather 4. Skuggi vindsins Minette Walters Carlos Ruiz Zafón 5. EndinTears 5. Vetrarborgin Ruth Rendel Arnaldur Indriðason 6. UntillFindYou John Irving 6. 4. júli James Patterson 7. TheCamel Club 7. Lostin lceland David Baldacci Sigurgeir Sigurjónsson 0 TheEarthFromthe Air 0 Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn ö. útg. Thames & Hudson 0. Robin Sharman 9. FireSale 9. Billog bakpoki Sara Paretsky Páll Ásgeir Ásgeirsson 10. Deception Point 10. Ferðahandbók fjölskyldunnar Dan Brown Bjarnheiður Halldórsdóttir og Tómas Guðmundsson Listinn er gerður út frá sölu dagana 21.06.06 - 27.06.06 Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Penn- anum listinn et gerður út ftá sölu dagana 21.06.06 - 27.06.06 Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Penn- anum Ævintýrasaga frá Winterson Winterson er guðmóðir eldri dóttur- innar, Eleanor, og borgar fyrir hana skólagjöld í einkaskóla. Stúlkurnar dvelja hjá henni um helgar og vin- áttan þarna á milli er sterk og mikil. Tanglewreck er ævintýrabók sem fjallar um tímaflakk og vonda en fallega konu sem stefnir að heims- yfirráðum. Hetjan í bókinni er ell- efu ára gömul munaðarlaus stúlka sem heitir Silver. Winterson og hinar ungu vinkonur hennar sköp- uðu fyrst persónurnar og aðalsögu- þráðinn og Winterson settist síðan niður og skrifaði bókina sem hún segir að hefði aldrei orðið til nema vegna hugmyndaríkis stúlknanna tveggja. Winterson segir að Eleanor hafi gefið bókinni einkunnina 8.5 og ekki viljað gefa henni tíu þar sem Winterson lét vonda persónu í bók inni sjá að sér í stað þess að skapa henni ill endalok. Eleanor segist nú hafa skipt um skoðun og vill gefa bókinni 9.5. Winterson sem er lesbísk á ekki börn og segist aldrei hafa fundið hjá sér þörf til að vera móðir. „Ef ég hefði átt börn hefði ég einbeitt mér að þeim og ekki getað skrifað," segir hún. „Þetta fyrirkomulag hentar mér ágætlega. Ég hef stelpurnar hjá mér um helgar og við eigum frá- bærar stundir saman, svo skila ég þeim til foreldranna og sný aftur til hins lífsins míns.“ Breska skáldkonan, Jeanette Winter- son, er íslenskum bókaunnendum að góðu kunn en bækur hennar Kynjaber og Ástríðan hafa komið út í íslenskri þýðingu. Nú hefur hún sent frá sér nýja bók, Tanglewreck, sem hún skrifaði með aðstoð tveggja ungra vina, systranna Eleanor tíu ára og Cöru sjö ára. Systurnar eru dætur bestu vinkonu Wintersons frá skólaárum hennar i Oxford. Jeanette Winterson. Hefur skrifað ævintýrabók meö aðstoð tveggja ungra vinstúlkna sinna. Lýrísk myndlist í dag verður opnuð í Listasafni ASÍ við Freyjugötu samsýningin Akvar- ell. Þar sýna Daði Guðbjörnsson, Eiríkur Smith, Hafsteinn Aust- mann og Kristín Þorkelsdóttir verk sín og auk þess eru sýnd verk eftir Svavar Guðnason sem eru í eigu Listasafnsins. „Ég sýni vatnslitamy ndir, akvarellur. Verkin eru öll unnin í vetur og eru af hafinu með öllum sínum táknum. Þetta er hafið í okkur, hafið í kringum okkur og mannhafið," segir Daði Guðbjörnsson en hann er langyngstur listamannanna. „Já, ég er litla barnið í hópnum,“ segir hann. „Ég man ekki nákvæmlega hvernig hóp- urinn varð til, kannski var það fyrst í spjalli hjá okkur Hafsteini Áustmann á Mokka. Við sitjum þar oft í hádeginu og slæpumst eins og alvöru listamenn. Hann er fyrsti myndlistarkennarinn minn, kenndi mér í barnaskóla. Hann hefur sjálfsagt verið hvetjandi kennari, alla- vega gerði hann ekki neitt vitlaust að mínu áliti því ég fór út í myndlist.“ Þegar Daði er spurður hvort þarna séu ólíkir listamenn að sýna segir hann: „Ég, Kristín og Hafsteinn erum lýrískir myndlistarmenn og Ei- ríkur er það í rauninni líka þegar sá gállinn er á honum. Salurinn er því samstæður og fínn og mjög lýrískur. Það er kannski skrýtið að sjá þessi nöfn saman en þegar maður sér sýn- inguna þá virðist þessi samsetning rökrétt, þótt ég sé annars ekki hrifinn af neinu sem er rökrétt.“ Á íslenska safnadaginn 9. júlí kl. 15 rnunu nokkrir listamannanna taka á móti gestum og spjalla um verk sin. ,Þegar ég var í Mynd- listar- og handíðaskól- anum heyrði ég oft sagt að menn ættu ekki að vera að tala svo mikið um verk sín,“ segir Daði. „Ég fer milliveg, tala um verkin en reyni að segja ekki of mikið. Stundum getur maður alls elcki talað um þau, ég veit ekki af hverju það er. Það er einhver mystík í myndlistinni sem maður getur ekki útskýrt. Það eyðileggur ekki neitt að tala um verkin en ég vil helst að verk mín séu þannig að það sé hægt að upplifa þau án þess að vita neitt um mig eða þau.“ Daði Guðbjörnsson.„Ég vil helst að verk mín séu þannig að það sé hægt að upplifa þau án þess að vita neitt um mig eða þau." 99............ Þegar égvarí Myndlistar- og handíðaskól- anum heyrði ég oft sagt að menn ættu ekki að vera að tala svo mikið um verksín

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.