blaðið - 26.07.2006, Síða 8
8IFRÉTTIR
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2006 Maöiö
Mikiðúrval afflísum
É ®Veggflísar
ÉllEB • Gólfflísar
SELDIR LÍTRAR ÁFENGIS
Áfengissala eykst:
Vinsældir hvítvíns aukast
Vínbúðir seldu rúmlega 8,5 millj-
ónir lítra af áfengi frá janúar til júní-
loka samkvæmt tölum frá Áfengis-
og tóbaksverslun ríkisins. Þetta er
rúmlega níu prósent meiri sala en á
sama tíma árið 2005. Sala á rauðvíni
eykst um tvö og hálft prósent á milli
ára, en sala á hvítvíni eykst hins vegar
um rúm funmtán prósent. Sala á lag-
erbjór eykst um rúm tíu prósent milli
ára og er nú rúmlega 78 prósent af
allri sölu Vínbúðanna í lítrum talið.
TILBOÐ!
2006 2005 Breyting
Rauðvín 796.174 776.806 2,5%
Hvítvín 364.562 316.588 15,2%
Freyðivín 45.435 42.140 7,8%
Rósavfn 45.678 51.347 -11,0%
Viskí 42.211 39.169 7,8%
Tequila 617 1.013 -39,1%
Ókryddað brennivín og vodka 140.538 131.357 7,0%
Lagerbjór 6.684.858 6.069.687 10,1%
KR DJMAN
Sumarsteikin
fullknmniiÓI
lUlmUJIUIUU*
Oríental BBQ-marinerin? mehtara fir?entínu komin í venlanir
Oriental BBQ-marinering meistara Argentínu steikhúss
hefur notið gríðarlegrar hylli gesta staðarins í 16 ár.
Nú er þessi óviðjafnanlegi kryddlögur fáanlegur í verslunum
svo að eldklárir grillmeistarar heimilanna geta nýtt sér hann
til aukinna vinsælda í sumar.
Fullkomnaðu grillsteikim að hœtti Argentínu steikhúss!
(25-70°/o
afsláttur
HARÐVIÐARVAL
-þeyar þú kaupir gáHefni
Krókhálsi 4 110 Reykjavík Sími 567 1010 www.parket.is
Veitingahúsaaeigendur æfir yfir gagnrýni
Veitingahúsarýnir
skelfir veitingamenn
Veitingastjórinn á veitinga-
staðnum Salti og yfirkokkur á
Hereford segja gagnrýni sem í tíma-
ritinu Mannlífi, í þessum mánuði
og þeim síðasta, vera hengingu án
dóms og laga. Veitingahúsarýnirinn
Hjörtur Howser segir sök bíta sekan
og stendur við hvern staf sem hann
hefur skrifað.
Árás á veitingastaðinn
Hjörtur var ekki ánægður með
veitingastaðinn Hereford. Ekki
einungis gaf hann staðnum
hauskúpu í einkunn, heldur mæltist
hann til að staðnum yðri lokað hið
snarasta.
„Þetta er ekkert nema árás á
staðinn," segir Guðni Árnason, yf-
irmatreiðslumaður á Hereford, og
gagnrýnir gagnrýni Hjörts harðlega.
Hann segir það einnig rangt að veit-
ingahúsið sé rándýrt líkt og Hjörtur
fullyrðir og bendir á að önnur steik-
hús séu dýrari.
„Það er ekkert að málefnalegri út-
tekt á staðnum en þessi gagnrýni
var það svo sannarlega ekki,“ segir
Guðni og bætir við að hann sakni al-
mennilegrar rýni og telur Hjört ekki
í hópi þeirra sem hæfir eru til þess
að gagnrýna veitingastaði.
Mannorðsmorð
Hereford er ekki eini staðurinn
sem hefur fengið harða gagnrýni
hjá Hirti. Veitingahúsið Salt fékk
sinn skammt.
„Þetta hefur haft leiðinleg áhrif á
Stendur við hvern staf Hjörtur
Howser tónlistamaöur og veitinga-
húsrýnir segir sök bíta sekan
okkur," segir Tryggvi Jósteinsson
veitingastjóri á Salti. Hann segir fólk
hafa afpantað borð vegna gagnrýni
Hjartar og aðrir hafi hringt fullir af
áhyggjum.
„Við vorum bara hengdir án dóms
og laga,“ segir Tryggvi og er aldeilis
ósáttur með það sem Hjörtur Howser
lét frá sér fara.
„Það er ekki hægt að sitja undir
svona árásum," segir Tryggvi og
ítrekar vanda verði alla gagnrýni.
Hann segir Hjört bæði hafa sýnt
ósanngirni og verið ónákvæmann.
Tryggvi segir þetta ekki bara
eiga við sinn veitingastað, flestir
veitingastaðir fái slæma útreið hjá
Hirti.
„Þetta er mannorðsmorð,“ segir
Tryggvi að lokum
Sök bítur sekan
Tónlistamaðurinn og veitinga-
húsarýnirinn Hjörtur Howser blæs
á kvartanir veitingahúsanna og segir
sök bíta sekan. Hann tekur fram að
hann sé ekki að reyna að níða skóinn
af veitingahúsaeigendum og skilur
að samkeppni veitingahúsa sé hörð.
„En þegar maður kemur á veitinga-
stað og fær enga þjónustu en borgar
morðfjár fyrir, þá er enginn munur
á því og sölusvikum," segir Hjörtur
sem lætur gagnrýni á gagnrýni sína
ekki á sig fá.
Hjörtur segist vera hinn venjulegi
maður og þannig gagnrýni hann
veitingahúsin. Hann lítur á heildar-
upplifunina en ekki sérstaklega á
matinn eða vínið sem slíkt. Þannig
byggir hann upp sína gagnrýni,
líkt og venjulegur maður gerir eftir
veitingahúsaferð.
Hann segist gefa þeim sem eiga
það skilið góða dóma en viðurkennir
að hann hafi lent í neikvæðum
reynslum undanfarið í heimsóknum
sínum.
„Ég bið bara um það sem ég borga
fyrir og að staðir komi fram við mig
eins og venjulegan kúnna,“ segir
Hjörtur og bætir við að hann vilji
ekki gefa stöðum slæma dóma en
þjónustuna þurfi oftar en ekki að
bæta. Hjörtur segir að lokum að
góðrar gagnrýni sé að vænta í ágúst
og vonar að fólk kunni að meta heim-
sóknir hans í framtíðinni.
valur@bladid.net
Grimm
Bresk kona vann skaðabótamál
gegn fyrrum tengdamóður sinni á
dögunum. Konan kærði tengdamóð-
urina fyrir að hafa lagt sig í einelti og
sótti málið á grundvelli laga sem eru
yfirleitt notuð til að koma böndum
á fólk sem er haldið þráhyggju og
ofsækir aðra einstaklinga. Er þetta
í fyrsta sinn á Bretlandi sem fjöl-
skyldumeðlimur er sóttur á grund-
velli slíkra laga.
Konan og þáverandi eiginmaður
hennar fluttu inn til foreldra hans
stuttueftiraðþaupússuðusigsaman.
Tengdamóðirin reyndist harður hús-
bóndi og neyddi konuna til þess að
sinna húsverkum í margar klukku-
stundir á dag. Auk þess sætti hún
harðræði og einelti sem fólst í því að
Dómsmál:
vist hjá tengdó
hún mátti aðeins nota símann einu
sinni í viku og fékk ekki að yfirgefa
húsið án fylgdar annarra fjölskyldu-
meðlima. Tendamóðirin, sem er
af indversku bergi brotin, er sikhi
og neyddi konuna til þess að fylgja
ströngum siðum trúarbragðanna
Tengdamóðirin alrlæmda var
dæmd til þess að greiða konunni um
fimm milljónir í miskabætur.