blaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 blaöið Nauðgunartilraun í Breiðholtinu: Arásarmanns enn leitað Lögreglan í Reykjavík leitar enn aö manni sem gerði tilraun til að nauðga tvítugri konu að- faranótt fimmtudags. Tveir menn voru færðir til yfirheyrslu vegna málsins á fimmtudaginn, en samkvæmt Sigurbirni Víði Eggertssyni, yfirlögregluþjóns Lögregl- unnar í Reykjavík, gátu báðir mennirnir lagt fram fjarvistar- sönnun. Máli er því enn rann- sakað og engar visbendingar liggja fyrir. Konan, sem er á tvítugs- aldri, var á leið í vinnu í bak- arii í Breiðholtinu um klukkan fjögur um nóttina þegar maður réðst á hana og reyndi að þvinga hana til samræðis. Ógnaði hann konunni með hnífi á meðan hann fletti hana klæðum að hluta. Konan streitt- ist á móti og tókst að lokum að sleppa áður en maðurinn náði fram vilja sínum. Var hún nokkuð skrámuð eftir átökin og í verulegu uppnámi. 120'-»: Menningarnótt 19. ágúst AFRÍKUDAGAR 4* ■ • ' - > O - yiPIÍfe Helgaropnun Laugd: 13:00-17:00 Sunnud: 13:00-17:00 Z E D R U S persneskar mottur husgögn gjafavórur Hlíðarsmára 1] S. 534 2288 Fasteignasalan Eign.is: Lögregla látin rann- saka fasteignasölu ■ Grunuð um að hafa stundað viðskipti án leyfis ■ Eigandi hissa og segist hættur rekstri Lögreglan í Reykjavík hefur nú til skoðunar meint brot fasteigna- sölunnar Eign.is. Talið er að þar hafi verið stunduð fasteignavið- skipti án tilskilinna leyfa. Dóms- málaráðuneytið sendi lögregl- unni beiðni um skoðun málsins eftir að hafa borist athugasemdir frá eftirlitsnefnd fasteignasala. Eigandi stofunnar er afar hissa og segist hafa hætt rekstri í maí síðastliðnum. Samkvæmt heimildum Blaðs- ins sendi eftirlitsnefnd fasteigna- sala dómsmálaráðuneytinu bréf þann 31. júlí síðastliðinn þar sem fram kemur að nefndin telji sig hafa rökstuddan grun um að fast- eignastofan Eign.is stundi enn viðskipti án þess að þar starfi löggiltur fasteignasali. Á nefndin að hafa lagt fram gögn því til sönnunar. Á föstudaginn í síðustu viku sendi dómsmálaráðuneytið lög- reglunni i Reykjavík síðan beiðni þar sem þess var óskað að lögreglan skoðaði málið. Sigurbjörn Víðir Eggerts- son, yfirlögregluþjónn lög- reglunnar í Reykjavík, staðfesti í samtali við Blaðið í gær að lögreglunni hefði borist bréfið og málið væri til skoðunar. Samkvæmt lögum um sölu fasteigna þarf á hverrifasteigna- sölu að vera að minnsta kosti einn löggiltur fasteignasali. Andrés Pétur Rún- arsson, eigandi Eign. is, var lengi ábyrgð- armaður stofunnar, en hann lagði inn sín réttindi til fasteignasölu fyrir ári síðan II og sinnti sölumennsku eftir það. Sigurður Gizurarson hæstaréttar- lögmaður tók þá við ábyrgðinni en hann hætti afskiptum af stofunni i júnímánuði þegar hann lagði inn sín réttindi. „Eg taldi að okkur hefði ekki tekist að stilla strengi okkar nægilega saman svo ég sleit þessu,“ segir Sigurður. Hann seg- ist ekki vita til þess að annar lög- .Enginn rekstur í gangi." Andrós Pétur Riinars- ■on, oigandi Eign.is giltur fasteignasali hafi tekið við af sér. Á heimasíðu Eign.is á fimmtu- daginn var Sigurður enn titlaður sem ábyrgðarmaður stofunnar en síðunni var lokað í gær. Þar stendur nú aðeins að síðan sé í uppfærslu. Andrés Pétur Rún- arsson, eigandi Eign. is, segist afar hissa enda hafi hann hætt rekstri stof- unnar í maímán- uði síðastliðnum. „Við vorum með skrifstofu á Aust- urströnd en þar er enginn rekstur í gangi og hefur ekki verið síðan í maí.“ Andrés segir enn- fremur að enginn hafi komið að máli við sig vegna þessa. „Ég hef ekkert heyrt um þetta. Þeir hefðu betur rætt við mig.“ Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Hryðjuverkaógn í Bretlandi: Eignir frystar Aukið eftirlit Flugsamgöngur á Bretlandi eru komnar í eðlílegt horfþrátt fyrir hertar reglur og aukið eftirlit. Rannsóknin á fyrirhugaðri hryðjuverkaárás heldur áfram. Breska lögreglan hefur hand- tekið 24 og beðið dómstóla um að fá að halda þeim í gæslu- varðhaldi á grundvelli nýrra hryðjuverkalaga. Talið er að mennirnir hafi ætlað að sprengja upp tíu flug- vélar á leið yfir Átlantshafið á næstu dögum. Breskir fjöl- miðlar sögðu frá því í gær að upptaka með kveðjuorðum hafi fundist á heimili eins hinna grun- uðu og Michael Chertoff, heima- varnarráðherra Bandaríkjanna, ýjaði að þvi að sprengjuefni hafi einnig fundist á heimilum hinna grunuðu. Lögregla á Bret- landi hefur ekki viljað upplýsa um hvað hafi fundist við húsleit hjá hinum grunuðu. Fjármála- yfirvöld á Bretlandi hafa fryst eignir nítján þeirra sem eru í haldi lögreglu. Viðbúnaður á flugvöllum á Vesturlöndum og annar staðar er enn mikill. Þrátt fyrir að bresk stjórnvöld séu viss um að þau hafi komið í veg fyrir árásina er ekki talið útilokað fleiri árásir kunni að verayfirvofandi. Banda- ríski sendiherran á Indlandi var- aði i gær stjórnvöld í landinu við að hugsanlegt væri að A1 Qaeda myndu gera árás á Mumbai. Þrátt fyrir mikinn viðbúnað austan hafs og vestan og hert eftirlit á flugvöllum gengu sam- göngur vel fyrir sig í gær og voru farþegar fljótir að laga sig að hert- ari reglum um farangur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.