blaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 blaðið tíska Falleg föröun tiska@bladid.net Nú er lag að allir setji á sig áberandi farða, fari í skemmtilegan búning og skelli sér á Laugaveginn til að fagna með samkynhneigð- um. Það má oft sjá fallega förðun á Gay Pride sem hægt er að nýta sjálfur, en kannski eilítið minna áberandi. Góða skemmtun! Haustförðun Endingargóð og glæsileg förðun Rétt eins og svo margt ann- að er förðun og förðun- arvörur árstíðabundnar. 1 sumar voru skærir og bjartir litir áberandi að ógleymd- um sterkum augum og miklum ma- skara. í haust verða skæru litirnir á undanhaldi en jarðlitir koma sterk- ir inn. Augun er enn þá áberandi og með miklum maskara. Heiðar Jónsson snyrtir féllst á að sýna Blað- inu fallega haustförðun og kynna um leið vörur sem verða vinsælar í haust og vetur. Farðinn tollir betur Að sögn Heiðars dekkist förðun ekki endilega á haustin heldur fari það eftir tísku. „Vetrartískan er voðalega glæsileg og sterk förðun verður áberandi. Öll stóru snyrti- vörufyrirtækin eru að koma með nýja maskara á markaðinn til að auðveldara verði að fá þetta sterka útlit,“ segir Heiðar og bætir við að núorðið er lögð mun meiri áhersla á það sem er undir farðanum. „Það er sett sérstakt andlitskrem undir farð- ann til að ná fram ljóma. Eins er sett sérstakt krem á varirnar og undir augnskuggann sem hefur þau áhrif að farðinn verður fallegri og tollir betur á.“ Maskari sem hvorki harðnar né þornar Heiðar farðaði Vilborgu Birnu Þórðardóttur hefðbundna dagförð- un og árangurinn varð vægast sagt glæsilegur. „Fyrst set ég Chanel Base Lumiére á allt andlitið til að ná fram Chanel Vitalumiére creme Concealer Hyljari sem þekur vel aukþess að gefa mikinn ijóma og er þess vegna frábær í kring- um augnsvæðið. Guerlain Lip Lift Með Lip Lift virka varirnar stærri og þrýstnari auk þess sem varaliturinn eða glossið helst mun lengur á. Lip lift er borið íkringum varirnar og að- eins út fyrir áður en varalitur eða gloss er settur á. ljóma. Ég nota Chanel Vitalumiére creme Concealer hyljara. Þar á eft- ir ber ég Chanel Pro Lumiére sem er nýr farði en hann virkar eins og það sé enginn farði í andlitinu." Næst kemur röðin að augnlokunum en Heiðar kýs að nota ekki liti, hins veg- ar notar hann dökka og ljósa skygg- ingu. „Þessi áferð sem ég næ fram á Vilborgu er ekki bara skugginn held- ur líka þau krem sem ég nota undir farðann. Svo set ég svartan „eyeliner" á augnlokin og þykki og pússa þá línu með svörtum Slýanti. Þannig fæ ég meiri „smo- key“ förð- un. Ég nota Chanel Cils Á Cils ma- skara sem er margverð- launaður maskari. Ég nota hann því hann hvorkiharðn- ar né þornar Áberandi augu Heiðar þannig að setur maskarann á Vil- það er allt- borgu en í haust veröa af hægt að áberandi augu og miklir bæta meiru maskarar í tísku. við. Á eftir honum set ég nýjan Chan- el Sculpte Cils sem gerir augnhárin enn meiri og þéttari. Burstinn er lít- ill en mótar og byggir upp augnhár- in.“ Að endingu er komið að vörun- um. Heiðar setur hlutlausan brúnan blýant á útlínur varanna og bleikt gloss til að fá gljáann. Glæsileg Vitborg Birna erglæsi- lega förðuð af Heiðari snyrti sem segir að krem sem sett eru undir farðann skipti miklu máli Hér að neðan eru vörurnar sem Heiðar notaði er hann farðaði Vilborgu HJIK svanhvit@bladid.net Chanel Pro Lumiére Nýtt meik frá Chanel sem endist langt fram eftir kvöldi og hylur vel. Þrátt fyrir það er meikið létt og speglast á húðinni þannig að fínar línur og skuggar verða ekki sýnilegir. / Augnskuggar Góðir augn- skuggar frá Chanel sem hægt erað fá fjóra saman íboxi. .....-............ Chanel Cils Á Cils Hinn fullkomni maskari fyrirþær sem vilja maskara sem hefur alla þrjá eiginleikana; lengja, þykkja og krulla. Ma- skarinn inniheldur silíkon og silki fiber-þræði sem þykkja augnhárin, gera þau meira áberandi, lengja þau og krulla. Augljós breyting Hérmá sjá Vilborgu áður en maskarinn er settur á hana en breytingin er augljós. ( Æðislegur Flottur bleikur j gloss frá Chanel. V____________________J Chanel Base Lumiére Base Lu- miére frá Chanel er léttur undirfarði sem unnin er úr perlubrotum sem gefa aukinn Ijóma. Faröinn verður áberandi áferðafallegri auk þess að hann endist lengur. Time off Chanel Sculpte Cils Frábær maskari fyrir þær sem eru með stutt eða fíngerð augnhár. Maskarinn er með óvenjulega fíngerðan bursta sem þekur vel, aöskilur, lengir og brettirstutt eða fíngerð augnhárán þess að ofhlaða eða klessa. Guerlain Protective Base For The Eyelids Undirfarði fyriraugn- svæðið sem er notaður á undan augnfarðanum. Hann jafnar út augnsvæðið þannig að auöveldara sé að mála augnlokin auk þess sem farðinn tollir mun lengur á. Um síðustu helgi þeyttust fleiri þúsund manns um landið þvert og endilangt, í flugvélum og bát- um eins og niðursoðinn makríll. Allir eltu annaðhvort veðrið eða mesta fjörið, sumir eltu hitt kyn- ið og sumir eltu sitt kyn. Þegar ég er að fara eitthvað hef ég oft spurt mig að því í hverju ég eigi að vera. Eg kemst alltaf að sömu niðurstöðu, eitthvað þægilegt, enda nenni ég ekki að vera fast- ur í ferðalagi og líða óþægilega vegna fatavals. Að vera kannski að drepast úr kulda vegna þess að ég varð að fara í þessum eða hin- um jakkanum sem skýlir hvorki veðri, vindum né sólarljósi ef út í það er farið. Af hverju er maður að velta fyrir sér í hverju maður á að fara, maður er að fara í úti- legu og út í náttúruna og á þeim stöður er aðalforgangsverkefnið að vera hlýtt, þurrt og hafa föt til skiptanna. Eg hef alla vegana aldrei hitt neitt tjaldstæði sem hef- ur hlegið að fötunum mínum eða fjall sem var ekki alveg viss um að þessar buxur séu að passa við mosann. Þannig að niðurstaða þessa dálks er að síðasta helgi var „tísku-time off“ og þá átti maður bara að hugsa um að vera þurr og í hlýjum fötum svo enginn verði veikur fyrir þessa helgi. Ég er bú- inn að vera í ár að velja klæðnað- inn fyrir þessa helgi enda er þetta helgin sem allir dressa sig upp í sitt fínasta og meira en það, nefni- lega Gay Pride. Hýrar kveðjur Skjöldur Eyfjorð

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.