blaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 17

blaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 17
blaðið LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 17 Umburðarlyndi fyrir margbreytileikanum Mig dreymir um að við tökum sameiginlega ákvörðun um að koma á jafnrétti. I því felst að hver manneskja geti alist upp án ofbeldis eða ótta við ofbeldi, fengið góða menntun og sé metin að verðleikum í öllum sínum margbreyti- leika. Þannig dreymir mig um meira umburðar- lyndi fyrir margbreytileikanum en minna um- burðarlyndi fyrir misrétti, ofbeldi og stríði. Ég trúi því að þannig öðlumst við frelsi til að vera við sjálf og njóta þess að vera til i sanngjörn- um og réttlátum heimi. Ég veit að þessi draum- ur rætist ekki af sjálfu sér en trúi engu að síður á að hægt sé að láta hann rætast. Til þess þarf þekkingu, vilja og peninga. Þess vegna dreymir mig um að einhver moldríkur fjárfestir banki upp á hjá mér og sé tilbúinn til að leggja stórar fjárhæðir í jafnréttisfyrirtæki. Það myndi sam- anstanda af 50 sérfræðingum á sviði jafnréttis- mála sem saman myndum framleiða og skapa það sem þarf til að gera í sland að fyrsta jafnrétt- islandi í heimi. Að þvi loknu værum við komin með sambönd og aðferðafræði sem við gætum flutt út til annarra landa. Þannig myndum við sigra heiminn - eitt land í einu. Katrin Anna Guðmundsdottir Talskona Femínistafélags íslands Fyrirmynd friö- elskandi þjóða Ég á mér draum um að ísland beri gæfu til þess að velja sér í komandi þingkosning- um nægilega kjarkmikla og framsækna fulltrúa sem þora að móta sjálfstæða og óháða utanríkisstefnu á þeim tímamót- um sem við stöndum nú í samfélagi þjóða. Við eigum að segja án tafar upp hinum svonefnda „varnarsamningi'1 við Banda- rfkjamenn, segja okkur úr NATO-hernað- arbandalagfnu þar sem þeir ráða lögum og lofum og lýsa yfir algerlega sjálfstæðu hlutleysi hins óháða friðarríkis í hánorðri. Við höfum það í hendi okkar nú að gerast fyrirmynd annarra friðelskandi þjóða og um leið hlutlaus vettvangur fyrir friðar- viðræður stríðandi aðila. Yfirlýst strfð Bandaríkjamanna og Breta gegn hryðjuverkum í heiminum hefur, er, og mun áfram reynast sem olía á eld öfgaafla í heiminum. Bandaríkja- menn eru fyrst og fremst í hagsmuna- og auðlindastriði en nota baráttu gegn meint- umeinræðisherrumoghryðjuverkamönn- um sem yfirvarp. Þeirra örlagavefur er heimatilbúinn og of flókinn og óhreinn til að við getum látið bendla okkur við hann með einum eða neinum hætti. Atburðir fyrradagsins í Bretlandi sýna okkur hve nálægt hættusvæðinu við er- um í reynd sem staðfastir bandamenn Bush. Svar mitt við spurningunni Hver er draumurinn? er því: Draumur um dug ogþor. ÚTSALA 20 % - 50 % mi m i—--------------------- Steinunn Þ. Árnadóttir, friöarsinni opió virka d a g a 10-18 laugardaga 11-16 b.æjarlind 6 201 kópavogi mlB

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.