blaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 22
22 I VIÐTAL
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST2006 blaðið
A
„Mér þótti athyglisvert að þessi reyndi
fjölmiðlamaður skyldi halda því fram
að þarna væri bara urð og grjót þegar
það lá fyrir í skýrslu sem hann hafði
lesið að þarna væru 40 ferkílómetrar af
grónu landi og megnið af því mjög vel
gróið land sem myndi fara undir vatn."
gera varðandi Kárahnjúkavirkjun.
Eg hefði fjallað um sjónarmið með
og á móti því að virkja þar. Fyrir
sextíu árum höfðu mjög fáir komið
á þessa staði nema smalamenn og
nokkrir jarðfræðingar. Þjóðin vissi
ekkert hvað Landmannalaugar eða
Jökulgil var. Ef það hefði verið sagt
við mig á þeim tíma: „Ómar, þú átt
ekki að fjalla um þessi svæði vegna
þess að það þekkir þau enginn“ þá
hefði ég sagt: „Það er einmitt þess
vegna sem ég á að fjalla um þessa
staði“. Samkvæmt þeirri hugsun að
ekki eigi að fjalla um aðra hluti en þá
sem allir þekkja þá væri fjölmiðlun
í miklum ógöngum ef aldrei mætti
upplýsa um mál vegna þess að eng-
inn vissi um þau.
Ég er núna að leita að aðstoð-
armönnum við verkefnið Örkin.
Það stendur til að loka hjárennslis-
göngum undir Kárahnjúkastíflu og
láta Jöklu, aurugasta fljót landsins,
fylla Hjalladal fyrir innan stífluna
með vatni og leðju, sem um síðir mun
fylla dalinn. Ég ætla að sigla eftir lón-
inu. Á hverjum degi myndast nýtt
landslag sem aldrei hefur áður sést
og mun hverfa jafnvel sama daginn
og sjást aldrei aftur. Þetta ætla ég að
mynda dag frá degi og senda dagíega
út á vefsíðu. Ég á eftir að sjá að þetta
gangi upp en ég stefni að þessu.
Þeir sem veita mér aðstoð við
þetta verkefni vilja flestir að ég upp-
lýsi ekki hverjir þeir eru. Þeir vilja
ekki láta vita af því að þeir komi ná-
lægt því. Að sumu leyti finnst mér
ég hvað eftir annað rekast á það að
ég sé að vafra um i mínu starfi eins
og holdsveikur maður. Það sem
hefur háð starfi mínu hvað mest er
þrýstingur frá öðrum. Menn eru að
segja mér að það sé svo mikil áhætta
fyrir mig að fjalla um þessi mál. Mér
finnst það einkennilegt hugarfar
í þjóðfélagi sem á að vera opið og
lýðræðislegt. Jú, jú, ég tapaði öllum
eigum mínum vegna þess að ég tók
áhættu á sínum tíma. En ég var alveg
reiðubúinn að taka þá áhættu.“
Hvert augnablik blífur
Hvað varð til þess að þú varðst svo-
til eignalaus?
„Myndin Meðan land byggist kost-
aði mig mikið og þar var stysti listi
yfir kostunaraðila sem hefur birst í
nokkurri heimildarmynd. Þeir voru
tveir. Annar var einstaklingur sem
lagði fram 400.000 krónur. Hitt
var bifreiðaumboð sem lagði fram
200.000 krónur. Búið! Ég hef haldið
áfram að gera myndir. Ég hef fengið
nokkra styrki út á þær sem er ein-
ungis upp í hluta af kostnaðinum
sem ég hef lagt í. Þannig að ég held
alltaf áfram að vera jafn eignalaus og
„Ég er alltaf aö reyna
að hugsa fram 1 tímann
og þá líður mér betur í
núinu þótt ég sé kannski
að ganga í gegnum
hremmingar."
ég var og mér er alveg nákvæmlega
sama. Ég hangi á því að eiga þennan
flugvélagarm sem ég á og nokkra
jepparæfla sem mér eru nauðsyn-
legir til að komast um.
En ég stend ekki einn. Konan mín
stendur með mér. Ég skil eiginlega
ekki úr hverju hún er gerð að hafa
getað staðið með mér í gegnum allt
þetta. Ég dáist að henni og er henni
þakklátur því hún á heimtingu á allt
öðru frá mér. En þetta er hugsjón og
hún gerir sér grein fyrir því. Þetta
tekur á. Þannig er það bara.“
Hefurðu aldrei séð eftir að fara
þessa leið sem þúfórst?
„Nei. Það er hvert augnablik sem
blífur. Fortíðinni getur maður ekki
breytt. Ég tel að við ættum að hugsa
um það að líðan okkar í augnablik-
inu getur ráðist af því hvort við
hugsum fram í tímann. Ég er alltaf
að reyna að hugsa fram í tímann og
þá liður mér betur í núinu þótt ég sé
kannski að ganga í gegnum hremm-
ingar. Vonin er sú að ég og afkom-
endur mínir hafi betri samvisku
vegna þess sem ég hef gert og að
okkur líði betur síðar. Á því byggist
þetta starf.“
Þú ert fyrst og fremst að sinna
því sem þér finnst vera skylda
fjölmiðlamanns?
„Fram að þessu hefur það verið svo,
hvað sem síðar verður. Ég var bara
tíu ára gamall þegar mig langaði
til að fara í pólitík. I áratugi hef ég
staðið frammi fyrir því vali hvort ég
ætti að fara í pólitík.“
Ertu að hugsa um það?
„Ég hef alltaf verið að hugsa um
það. En það verður varla neitt úr
því úr þessu. Ég get bara sagt þér
að ég veit að það er líf handan við
fréttamennskuna."
Áhugi þinn á flugi og ferðalögum,
tengist hann frelsistilfinningu?
„Símaskráin var ein fyrsta opinber-
unin í mínu lífi. Þar sá ég Islandskort
þegar ég var smástrákur. Svo er ég af
jarðýtukynslóðinni. f sveitinni dund-
aði ég við að stífla læki, búa til virkj-
anir og leggja vegi. Það var mín æska.
Ég bjó til í huganum sérstakar sögur
af sátubotnum. Ég ímyndaði mér
sátubotna sem voru nálægt Álfta-
vatni sem heimkyni mitt. Þar um
hlaðið lægi vegurinn sem ég var að
leggja og þar gerðust miklir atburðir
og bílar lentu í vandræðum vegna
ófærðar á vetrum. Ég spann upp í
hugarheimi mínum margar sögur.
Sjö ára gamall var ég farinn að ferð-
ast i huganum. Flugin og ferðalögin
voru eðlilegt framhald af því. Það
var eitthvað í mínu eðli sem knúði
mig til að skoða heiminn. Meðan ég
var krakki og gat ekki skoðað heim-
inn með því að ferðast þá var ég að
skoða heiminn á minn hátt í hug-
anum. Skoða heiminn og skoða fólk
og skoða lönd. Það hefur verið mín
ástríða frá því ég man eftir mér.“
kolbrun@bladid.net