blaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 38
38
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST2006 biaöiö
HVAÐ FINNST ÞER?
Er ekki betra að læknar fari á Litla-Hraun en
fangar á sjúkrahús?
folk@bladid.net „Églteld að þad væri miklu skárra. Læknar gætu þá skoðað ntarga teinu
Geir Jón Þórisson, yfirlögregln-
þjónn hjá lögreglunni í Reykjavík
Hilmar Ragnarsson, fangi á Litla-Hrauni, náði að
strjúka síðastliðinn þriðjudag þegar hann var
færður til læknis i Lágmúla. Lögreglan leitar
enn að Hilmari.
Smáborgarinn
HRYÐJUVERKA-
GABB?
Smáborgarinn er ekki mikill efa-
semdarmaður. Yfirleitt trúir hann
því sem honum er sagt, að fólk sé
í eðli sínu gott, að himininn sé blár
og Guð sé til. Smáborgarinn fann
ekki fyrir hræðslu þegar hann
heyrði að breska lögreglan hefði
komið í veg fyrir stórtæka hryðju-
verkaárás þar sem áætlað var að
sprengja hátt í tíu flugvélar í loft
upp. Þvert á móti fann Smáborg-
arinn fyrir vantrú og efasemdum,
getur þetta virkilega verið satt?
Var þetta kannski bara ráðabrugg
runnið undan rifjum Tony Blair og
George Bush. Embætti Banda-
ríkjaforseta hefur oft verið tengt
við samsæri af alls kyns tagi þó
fæst þeirra hafa sannast. Hver
kannast ekki við þá sögu að
Bandaríkjamenn hafi aldrei lent á
tunglinu og að John F. Kennedy
hafi verið myrtur af CIA.
Undanfarið hafa bresk stjórn-
völd ýjað að því að töluverð
hætta sé á hryðjuverkaárásum í
Bretlandi. Síðasta miðvikudag lét
John Reid innanríkisráðherra hafa
Embætti Bandaríkja-
forseta hefur oft verið
tengt við samsæri af
alls kyns tagi þó fæst
þeirra hafa sannast.
eftir sér að sú ógn sem steðjaði
að Bretlandi í dag væri sú mesta
síðan í seinni heimsstyrjöldinni. At-
burðir fimmtudagsins gætu hafa
gert hann að spamanni. Nema
hann hafi vitað eitthvað sem við
hin vissum ekki. Ljóst er að Tony
Blair og George Bush verða sífellt
óvinsælli vegna stríðsreksturs
þeirra. Andstaða fer vaxandi.
Þó er líklegt að sú andstaða fari
dvínandi eftir atburði síðustu daga
og að sama skapi má búast við
að vinsældir Tony Blair og George
Bush aukist. Eins er líklegt að
friðhelgi einkalífsins verði skert
enn meira í kjölfar nýlegra atburða.
Friðhelgi einkalífsins hefur nú
þegar verið skert umtalsvert eftir
hryðjuverkin í Bandaríkjunum
árið 2001. í skugga óttans hefur
almenningur litið fram hjá því að
stjórnvöld leyfa sér sífellt meira
á kostnað hins almenna borgara.
Smáborgarinn efast ekki um að
forsætisráðherra Bretlands og for-
seti Bandaríkjanna gætu skipulagt
og framkvæmt samsæri af þessari
stærðargráðu. Hvort þeir gerðu
það er hins vegar annað mál.
BlaliS/Steinor Hugi
Allt annað líf Katrín Júlíusdóttir
þingkona segir að hún finni mjög
mikinn mun á sér eftir að hún hóf
að stunda reglulega Ifkamsrækt,
hún sé hressari, sprækari og
orkumeiri.
■ Tómstundirnar minar
Einkaþj álfar inn
bjargaði lífi mínu
Katrín Júlíusdóttir er annasöm
kona enda er seta á Alþingi íslend-
inga fullt starf og gott betur. Þrátt
fyrir annir í stjórnmálum hefur
hún einnig tíma til að sinna öðr-
um áhugamálum og segir Katrín
að þessa dagana eyði hún miklum
hluta af frítíma sínum í hreyfingu
og líkamsrækt.
„Ég fer mjög mikið í ræktina og er
þar bæði undir leiðsögn einkaþjálf-
ara og á eigin vegum. Einkaþjálfar-
inn minn, Elmar Eliasson í Sport-
húsinu, bjargaði lífi mínu og kom
mér á rétta sporið,“ segir Katrín og
bætir við að hún eigi honum mik-
ið að þakka. „Fyrir utan ræktina er
ég að fara að prófa skvass sem er
víst rosalega gaman auk þess sem
ég geng mikið og hjóla svo nokkuð
sé nefnt.“
Líkamsklukkan verður virkari
Katrín segir að líkamsræktin
hafi beinlínis gefið lífi hennar nýtt
gildi og hún finni mjög mikinn
mun á sér fyrir og eftir að hún hóf
að hreyfa sig reglulega. „Maður er
miklu léttari. Það er eins og líkams-
klukkan verði virkari. Maður vakn-
ar hressari og sofnar betur. Maður
fær aukinn kraft og er miklu hress-
ari og sprækari og orkumeiri þann-
ig að ég mæli hiklaust með þessu.“
Gerði bókstaflega ekki neitt
Katrín segir að hún hafi hreyft
sig mikið þegar hún var yngri og
stundað íþróttir en síðan hafi það
dottið niður. „Það komu nokkur ár
þar sem ég gerði bókstaflega ekki
neitt, að minnsta kosti ekki með
reglubundnum hætti. Ég taldi mér
einhvern veginn trú um að ég hefði
ekki tíma í þetta en svo átti ég fullt
af tíma þegar ég fór að skoða það
betur,“ segir Katrín Júlíusdóttir að
lokum.
SU DOKU talnaþraut
Lausn síðustu gátu:
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum
frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig
að hvertala komi ekki nema einu sinni
fyrir I hverri línu, hvort sem er lárétt eða
lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan hvers nfu
reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út
frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins:
5 3 9 1
6 3 2 4
5 6
8 1 4 9 3
6 8 2
1 5 8
9 7 2 4
8 3 7 2 9
4 2
1 8 6 7 5 4 2 3 9
2 9 7 6 3 1 4 5 8
3 4 5 2 8 9 1 6 7
6 1 2 3 9 5 7 8 4
4 3 8 1 2 7 5 9 6
5 7 9 8 4 6 3 1 2
7 5 1 4 6 8 9 2 3
8 2 4 9 1 3 6 7 5
9 6 3 5 7 2 8 4 1
10-16
© Jim Unger/díst. by United Media, 2001
HEYRST HEFUR...
Qigurður Einarsson, stjórnar-
Oformaður Kaupþings, skrifar
greinámiðopnu
í Morgunblaðið
í gær og svarar
fullum hálsi þeim,
sem gagnrýnt
hafa undursam-
leg launakjör helstu berserkja
bankakerfisins og víkinga
viðskiptalífsins. Er staðsetning-
in við hæfi, því Morgunblaðið
hefur mjög beitt sér í málinu og
fundist hinn mikli launamunur
landsmanna óþolandi. Sigurður
er efins um nytsemi og siðferði
sérstakra laga til þess að
stemma við launaþróuninni, t.d.
með lögbundnum hámarkslaun-
um. Athygli vekur að Sigurður
nefnir 1.636.000 krónur á mán-
uði sem hugsanlegt hámark
í því og lesandinn veltir því
auðvitað fyrir sér af hverju sú
upphæð er nefnd öðrum fremur.
Svarið fá menn ef þeir fletta
launablaði Frjálsrar verslunar
og gá að ætluðum launatekjum
Styrmis Gunnarssonar, rit-
Stjóra Morgunblaðsins...
(ólitísk viðtöl Helga Seljan
í Pressunni á NFS hafa
vakið verðskuldaða athygli, en á
morgun verður það Steingrím-
ur J.Sigfússon,
leiðtogi stjórn-
arandstöðunn-
ar, sem Helgi
hyggst þjarma að.
Sjálfsagt verður
vegferðin að komandi kosning-
um rædd sérstaklega, hvort
kenningin um parhúsið á vinstri
vængnum standist og hvort
Vinstri grænir nái að uppskera
gott gengi í skoðanakönnunum
betur en í síðustu kosningum...
A furbloggarinn Össur Skarp-
Vv héðinsson er kominn heim
suður um höfin af sólgylltri
strönd og er tekinn til við að
greina stjórnmálaviðhorfið (oss-
ur.hexia.net). í gær fjallar hann
í botnlausu háði um um lunda-
veiði Einars K. Guðfinnssonar
sjávarútvegsráðherra sem gætti
þess ekki að veiði-
kort þarftil þess
að drepa hvers
konar villtdýr,
að rottum og mú-
sum undantekn-
um. Össur telur víst að herra
Ólafur Ragnar Grímsson veiti
Einari forsetanáðun ef eftir verð-
ur leitað en Össuri er máhð skylt
því það var í ráðherratíð hans
í Umhverfisráðuneytinu sem
veiðikortin voru upp tekin...
Forystukosningar framsókn-
armanna verða um næstu
helgi. Þótt sumum þyki fr am-
boð Sivjar Friðleifsdóttur seint
fram komið telja margir að hún
muni veita Jóni Sigurðssyni
harða samkeppni og engin leið
að segja fyrir um
úrslitin. Eins
eru menn ekki
vissirumvarafor-
manninn. Fyrir
nokkrum vikum þótti mönnum
ljóst að Guðni Ágústsson færi
létt með að leggja Jónínu Bjart-
marz en annað kann að verða
upp á teningnum. Jónína hefur
verið feikidugleg í sinni baráttu
meðan Guðni þykir varla hafa
gerthandtak...
andres.magnusson@bladid.net
Má ég borga þér á föstudag?