blaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 12.ÁGÚST2006 blaðiö
Hver er
Ég á mér draum sagði Martin Luther King þegar
hann barðist fyrir réttindum þeldökkra Bandaríkja
manna. Flestir eiga sér draum, persónulegan eða
fyrir umhverfi sitt. Blaðið leitaði til nokkurra val-
inkunnra íslendinga ogfékk þá til að segja sérfrá
draumum sínum.
Draumar geta raest
Já hver er hann? Draumar eru í senn einfaíd-
ir og margslungnir. Ég hef átt marga drauma
í gegnum tíðina og sumir hafa ræst og aðrir
eldci eins og gengur. Allar konur þekkja draum-
inn um að eignast barn, hann rættist og þá
fara draumarnir að snúast um þeirra gæfu og
gjörvuleika, þeirra vellíðan og aðstæður, þeirra
takmark og þeirra drauma. Stuðla að því að
þeirra draumar rætist. Draumurinn um að þau
lifi sátt við sjálfan sig og sína drauma.
Stóru draumarnir um betra samfélag fyrir
alla er alltaf nálægur, svo nálægur að maður
hellir sér út í það að reyna að láta það rætast.
Hellir sér út í baráttu fyrir réttlæti handa mann-
eskjum, að þær séu virtar að verðleikum, að
samfélagið sinni þörfum þeirra sem minnst
mega sín. Að draumurinn um jöfnuð, réttlæti
og frið verði að raunveruleika í þessum harða
heimi. Það er langt í friðardrauminn með
öllum þeim ógnum sem nú steðja að, því mið-
ur, en það er ekki þar með sagt að við eigum
að leggja upp laupana og hætta að láta okkur
dreyma, af og frá, við eigum að láta hætturnar,
ófriðinn og ógnirnar styrkja okkur enn ffekar
í baráttunni fyrir friði. En réttlæti og jöfnuður
er ekki óraunhæfur draumur, við eigum að
taka þátt í því að láta hann rætast. Og af því í
dag, og þessa síðustu daga hafa verið Hinsegin
dagar í Reykjavík þá á ég mér þann draum að
Frítt flug fyrir ísraelsmenn
Guörún Ögmundsdóttir, alþingismaður
Það sem mig dreymir um þessa dagana er
að íbúum Ísraelsríkis, öllum með tölu, verði
flogið til miðríkja Bandaríkjanna, þeim að
kostnaðarlausu, og þeir verði kyrrsettir þar
innan öflugrar rafmagnsgirðingar, en fái að
öðru leyti að njóta sömu réttinda og aðrir
Bandaríkjamenn. Þá dreymir mig einnig um
að íslendingar og aðrar þjóðir í heiminum
sem hafa lagt af dauðarefsingar, segi tafarlaust
upp stjórnmála- og varnarsamningum við
Bandaríki Norður-Ameríku, á meðan Banda-
ríkjastjórn hefur beinlínis á stefnu sinni að
ögra og grafa undan þeirri siðmenningu sem
við höfum komið okkur upp. Ég veit að ég fer
á mikið, en sjaldan í mannkynssögunni
hefur ein þjóð farið fram á eins mikið af ann-
arri þjóð og Bandaríkin/Ísrael ætlast til af um-
heiminum um þessar mundir.
hommar og lesbíur öðlist fullan rétt á öllum
sviðum til jafns á við okkur. Sá draumur hefur
ræst að stærstum hluta, - segið svo að draumar
rætist ekki, en enn á kirkjan eftir að vinna sína
heimavinnu, og ég á mér þann draum að hún
vinni hratt og vel og bjóði alla velkomna á sinn
fund, til þess að staðfesta samvist sina og ást.
Ég held að sá draumur muni rætast, vittu bara
til. Og áfram læt ég mig dreyma um réttlæti
frið og jöfnuð. Draumargeta nefnilega ræst.
Bragi Ólafsson rithöfundur
Friðsæl framtíð
Tólf núll eru ekki algeng úrslit í fótboltaleik,
raunar fáheyrt burst. Tólf núll í lok upphæðar
er hins vegar svo svimandi há tala að vonlaust
er að skilja hana - hún hefur enga merkingu
í huga okkar frekar en vegalengdir milli reiki-
stjarna. Reynum samt að átta okkur á tölunni
65.000.000.000.000. Þetta er sú upphæð sem
þjóðir heims eyða í vopn á ári hverju, talið í
íslenskum krónum. Þessi gegndarlausa sóun
viðgengst í heimi þar sem stór hluti mannkyns
sveltur, fellur fyrir sjúkdómum sem hæglega
mætti lækna og nýtur engrar skólagöngu. Eins
og þetta sé ekki nóg, valda stríð og vopnaátök
ómældum þjáningum, oft á fátækustu svæðum
jarðar. Stríð geysa nú í um þrjátíu löndum og
enn víðar er ástandið ótryggt. Engum blöðum
er að fletta um að hagsmunir vopnaframleið-
enda kynda undir ófriðarbálinu á þessum stöð-
um. Draumurinn er sá að þetta breytist. Að
þjóðir heimsins sameinist um að hverfa af vegi
þessarar gegndarlausu sóunar. Friður verður
ekki tryggður með vopnum. Þótt útgjöld til her-
mála séu einatt réttlætt með vísun til friðar og
öryggis hljóta þau að leiða til hins gagnstæða.
Því fyrr sem leiðtogar heimsins viðurkenna
þessi einföldu sannindi, því fyrr getum við
horft fram á friðsæla og lífvænlega framtíð.