blaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2006 blaðið íþróttir ithrottir@bladid.net 2* Brósi hefði verið góður Anton Ferdinand, varnarmaður West Ham, segist vera undrandi á þvi að bróðir sinn, Rio Ferdinand, hafi ekki komið til greina sem næsti fyrirliði enska landsliðsins. „Mér fannst bróðir minn besti leikmaður enska landsliðsins á síðustu tveimur heimsmeistaramótum og þess vegna er mjög undar- legt að hann komi ekki til greina sem fyrirlíði," sagði Ferdinand. Eftir Björn Braga Arnarsson bjorn@bladid.net Formúluökumaðurinn Mark Web- ber var staddur á fslandi í gær. Web- ber er 29 ára gamall Ástrali sem hefur ekið hjá Williams undanfarin tvö ár en mun ganga til liðs við Red Bull á næsta ári. Þrátt fyrir stutt stopp náði Webber að koma fram í Smáralind, hvar hann var viðstadd- ur keppni meðal íslenskra liða í dekkjaskiptingu, árita fyrir íslenska aðdáendur og heimsækja Barnaspít- ala Hringsins og færa krökkunum gjafir. Inn í dagskrá sína kom Web- ber einnig fyrir stuttu stefnumóti við blaðamann Blaðsins sem fékk að fræðast um andfætlinginn og reynslu hans af Formúlunni. Blaða- maður komst einnig að því að Ástr- alann dreymir um allt aðra hluti en hlutverk i sápuóperunni Nágrannar. Þreytandi en skemmtilegt Hefurðu náð að skoða eitthvað af landinu og hvernig leist þér á það sem þú hefur séð? „f fyrra fór ég í stutta skoðunar- ferð en í ár er dagskráin þéttari sökum þess hve erfitt var að komast frá Heathrow-flugvelli á fimmtudag- inn. Það er fólkið hérna sem hefur helst heillað mig. Þetta er greinilega vinaleg þjóð og mér virðist sem það ríki mikil virðing milli barna og full- orðinna. íslendingar eru greinilega mjög kurteisir og almennilegir." Heimsfrœgur ökumaður í Formúlu 1. Er þetta besta starf sem þú gcetir hugsað þér að vera í?Ertu að upplifa drauminn? „Ég álít mig mjög lánsaman, eng- in spurning. Auðvitað fylgja starf- inu líka ókostir og þetta er líkega hættulegt starf. Tímabilið er langt, ég þarf að ferðast mikið og það get- ur verið mjög þreytandi andlega. En fyrir mér er það toppurinn að vera að keppa á meðal þeirra allra bestu, þannig að, já, ég myndi segja að þetta sé draumurinn." Þannig að þú myndir ekki gefa Formúluferilþinn upp á bátinn fyrir aðalhlutverk í Nágrönnum? „Nei, svo sannarlega ekki. Ég hef ekki horft á Nágranna í svona 10 ár þannig að ég hef ekki hugmynd um hvað er að gerast í þáttunum." Ertu ekki aðdáandi Nágranna? „Nei, ég get ekki sagt að þeir geri mikið fyrir mig. Ég horfi ekki mikið á sápuóperur." Vonast til að fara alla leið Þú kepptir í þínum fyrsta kapp- akstri fyrir fjórum árum síðan, árið 2002. Hversu langt heldurðu að þú getir náð? Hvaða markmið hefurðu sett þér? „Mig langar að geta litið um öxl vit- andi að ég hafi gert mitt allra besta. Mér finnst ég hafa verið að gera góða hluti í ár og ég hef fengið mörg tæki- færi til að ná góðum úrslitum. Það hefur enginn áhuga á að heyra afsak- anir og útskýringar á því af hverju við höfum ekki gert betur, en við höfum verið óheppnir og oft verið að missa niður vænlega stöðu undir lokin. Við höfum átt góða kappakstra en því Smáralind í gær Keppt var í dekkjaskiptingum í tilefni af komu Webbers. „Ef manni verður mál reynir maður bara að halda í sér og vonar að það hverfi. En ég veit um nokkur tilvik þar sem menn hafa þurft að láta vaða í bílinn." miður sést það ekki á stigatöflunni.“ Telurðuþighafaþaðsem tilþarftil að verða heimsmeistari? Ég vona það. Ég held að maður geti ekki vitað það fyrr en maður er kom- inn í þá stöðu að vera að keppa um heimsmeistaratitilinn. Ég hef keppt við Kimi, Fernando og Michael og í mér er enginn vafi um að ég geti unn- ið kappakstra á móti þeim. En hvort ég geti gert það viku eftir viku og far- ið alla leið verður að koma í ljós.“ Ástralar hafa ekki átt marga öku- menn í Formúlunni. Er þetta vinsæl þrótt í Ástralíu? „Ég myndi segja að Formúlan sé nokkuð vinsæl, já. Ekki gríðarlega, en samt vinsæl. Það er hins vegar rétt að það hafa ekki margir Ástralar keppt. Eg held að við séum bara fjórir frá Ástralíu sem höfum fengið stig í Formúlunni á 50 árum.“ Lifi einföldu lífi Af öllum ökumönnunum í Formúl- unni, hvern líkarþér best við? „Ég eyði í rauninni ekki miklum tíma með neinum af þessum strák- um fyrir utan kappakstrana. Ég og Christian Klien náum vel saman en því miður er ég að taka sæti hans hjá Red Bull á næsta tímabili. Ég vona að hann geti fundið sér annað lið, hann á það skilið. Annars eru þetta allt ágætis kunningjar mínir og mér lík- ar ekki illa við neinn þeirra. En þegar menn eru búnir að setja upp hjálm- inn eru engir vinir lengur.“ Hefurðu einhvern tíma fyrir líf utan Formúlunnar? Hvernig er einka- lífið þitt? „Já, ég reyni að hafa eins mikinn tíma út af fyrir mig og ég get. Ég lifi virkilega einföldu og rólegu lífi. Ég bý á Englandi en reyni að fara mikið til Ástralíu og mun alltaf líta á það sem mitt raunverulega heimili.“ Kærastan þín er umboðsmaðurinn þinn, ekki satt? „Jú, hún hjálpar mér með alls kyns hversdagslega hluti, en ég þarf ekki mikið á umboðsmanni að halda í dag. Hún sér þó um alls kyns öku- samninga og atriði sem tengjast styrktaraðilum og fleira. Þetta hef- ur verið svona hjá okkur í 12 ár og gengur mjög vel.“ Leiðistþér að keyra í umferðinni í hversdagsleikanum? „Já. Mér leiðist meira að segja stund- um þegar ég er að keppa og það er lítið að gerast þannig að mér getur svo sannarlega hundleiðst í umferð- inni. Sérstaklega í Ástralíu þar sem vegirnir eru langir og beinir og það er langt á milli staða.“ Vildi halda Eiði hjá Chelsea Nú verð ég að spyrja þig að einu sem mig hefur lengi langað að vita. Verður ykkur ökumönnum aldrei mál að fara á klósettið í miðjum kappakstri og ef svo er, hvað gerið þið íþví? „Maður verður að drekka mikinn vökva fyrir kappakstra og sérstak- lega þegar það er mjög heitt, eins og verður t.d. í næstu keppni í Tyrk- landi. Maður drekkur um fjóra lítra af vatni frá því að maður vaknar að morgni keppnisdags og þar til mað- ur sest upp í bílinn og þess vegna er mjög mikilvægt að ná að kasta af sér sem mestu vatni yfir daginn. Maður verður að passa að þvagblaðran sé ekki full því það reynir mikið á kvið- vöðvana í kappakstrinum og maður vill ekki þurfa að nota þá í að halda í sér. Það er mjög mikilvægt að hafa þessa hluti í lagi. Ef manni verður mál reynir maður bara að halda í sér og vonar að það hverfi. En ég veit um nokkur tilvik þar sem menn hafa þurft að láta vaða í bílinn. Það hefur þó blessunarlega aldrei komið fyrir mig.“ Eru einhver skilaboð sem þú vilt koma á framfæri til íslensku þjóðar- innar? „Já, mér finnst mjög leiðinlegt að Eiður Guðjohnsen fór frá Chelsea til Barcelona." Ertu sem sagt stuðningsmaður Chelsea? „Já, ég hef mjög gaman af knatt- spyrnu og er búinn að halda með Chelsea frá árinu 1997. Ég er þó ekki mikill aðdáandi José Mourinho og finnst að hann hefði átt að halda Eiði.“ Beckham að hætta með landsliðinu Ferill David Beckham með enska landsliðinu virðist vera á enda. Steve McClaren, þjálfari, til- kynnti sinn fyrsta landsliðshóp í gær og valdi gamla landsliðsfyr- irliðann ekki í hópinn fyrir vin- áttuleik gegn Grikkjum næsta miðvikudag. „Ég sagði við David að ég hygðist hrista upp í hlutunum og breyta til og tjáði honum að hann væri ekki inni í áætlunum mínum,“ sagði McClaren á blaðamanna- fundi í gær. Hann útilokaði þó ekki að velja Beckham í landslið- ið síðar og sagði að tíminn þyrfti að leiða það í ljós hvort hann hefði leikið sinn síðasta leik fyrir landsliðið. Beckham, sem er 31 árs og hefur leikið 94 landsleiki, sagði í yfirlýsingu í gær að hann virti ákvörðun McClarens. „Ég get vel skilið að nýr stjóri vilji gera nýja hluti og byggja upp lið fyrir næsta heimsmeistaramót. Ég er stoltur af því að hafa leikið fyrir England síðasta áratug og vilji minn til að leika fyrir hönd þjóðar minnar er enn sá sami og þegar ég byrjaði,“ sagði Beckham. FYRSTI LANDSLIÐS- HÓPUR MCCLARENS Markverðir: Paul Robinson, Tottenham Chris Kirkland, Liverpool Ben Foster, Man Utd Varnarmenn: Wayne Bridge, Chelsea Wes Brown, Man Utd Jamie Carragher, Liverpool Ashley Cole, Arsenal Michael Dawson, Tottenham Rio Ferdinand, Man Utd Phil Neville, Everton John Terry, Chelsea Luke Young, Charlton Miðjumenn: Stewart Downing, Middlesbrough Steven Gerrard, Liverpool Owen Hargreaves, Bayern Múnchen Jermaine Jenas, Tottenham Frank Lampard, Chelsea Aaron Lennon, Tottenham Kieran Richardson, Man Utd Shaun Wright-Phillips, Chelsea Sóknarmenn: Dean Ashton, West Ham Darren Bent, Charlton Peter Crouch, Liverpool Jermain Defoe, Tottenham

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.