blaðið - 29.09.2006, Page 10

blaðið - 29.09.2006, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 blaöiö SÁDÍ-ARABÍA Reisa landamæragirðingu UTAN ÚR HEIMI Sádiarabísk stjórnvöld ætla aö reisa þúsund kílómetra girðingu til að loka landamærunum að (rak. Hefta á för hryðjuverkamanna en margir óttast að ógnaröldin sem ríkir í írak kunni að breiðast út til nágrannaríkja. JAPAN Abe nýtur hylli Samkvæmt nýjum skoðanakönnum styðja tveir af hverjum þremur Jaþönum Shinzo Abe sem tók við embætti forsætisráðherra á dögunum. Hann er þar með orðinn einn vin- sælasti forsætisráðherra í sögu landsins. Meirihluti styður árásir Um sextíu prósent íraka telja réttlætanlegt að gera árásir á bandaríska hermenn í landinu. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Háskólinn í Maryland gerði. Rúmlega sextíu prósent telja að ríkisstjórn landsins eigi að krefjast þess að bandarískir hermenn hverfi frá landinu á næstu tólf mánuðum. Meirihluti Iraka hefur neikvætt álit á Osama bin Laden, leiðtoga AI-Kaeda-hryðjuverkanetsins. Netfyrirtæki: Berjast um lén Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur vísað frá kæru fyrirtæk- isins Timeout.is sf. á hendur Netvís vegna notkunar þess síð- astnefnda á léninu timeout.is. Timeout.is sf. kærði Netvís til samkeppnisráðs í janúar á síð- asta ári og óskaði þess að Netvís léti af notkun lénsins á grund- velli einkaréttar. Samkeppnisráð vísaði málinu til Neytendastofu sem ekki þótti ástæða til að að- hafast meira. I dómi áfrýjunarnefndar kemur fram að ákæra Timeout. is sf. hafi komið of seint fram og þvi sé málinu vísað frá. Eimskip: Kaupir finnskt skipafélag Eimskip hefur keypt 65 pró- senta hlut í finnska skipafélaginu Containerships. Fyrirtækin munu ásamt Kursiu Linija, sem Eim- skip keypti fyrr á árinu, mynda eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum undir nafninu Containerships Group. Kaupverðið er trúnaðarmál, en kaupin eru fjármögnuð með eigin fé og lánsfé. Containerships Group mun reka 41 skip og hafa yfir að ráða um þrjátíu þúsund gámaeiningum. Hreinsar út aukaefni og þungamálma Fæot f heilsubúðum og Lyfjaval Vatnssöfnun vegna Kárahnjúkavirkjunar hafin safnast rð steig hratt Dapurlegasti dagur Omars Hálslón hóf að myndast í gær klukkan hálftíu Lokurhjá- rennslisganganna sigu niður og siðan var steypt i tokuraufarnar Vatnsborðið hækkaði fljótt til að byrja með Yfirborð vatnsins hækkar og á endanum fer svæðið undir vatn. Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net Hjáveitugöngum Kárahnjúkastíflu var lokað í gærmorgun og hófst því vatnssöfnunin í Hálslón. Tveimur stálhlerum var rennt fyrir opið og steig vatnsborð lónsins hratt til að byrja með á meðan Jökla tók að hverfa neðan stíflunnar. Eftir að lok- unum hafði verið lokað var steypu dælt til að þétta þær enn frekar og koma í veg fyrir leka. Lónið mun síðan teygja sig inn dalinn og verður fyllt til hálfs í haust og í vetur. Ráð- gert er að lónið fyllist næsta sumar eða haust, að því gefnu að rennsli verði eðlilegt í ánni. Ánægð að áætlanir standast „Það var alltaf vitað að það kæmi að þessum degi og tappinn yrði settur í. Ég er mjög ánægð með að þetta virðist allt ætla að standast áætlanir, bæði virkjunin og upp- bygging álversins á Reyðarfirði,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, núver- andi utanríkisráðherra og iðnaðar- ráðherra þegar ákvörðun var tekin um virkjunina. Valgerður segir að auðvitað sjái hún eftir því landi sem fer undir Hálslón. „I þessu tilfelli sem öðrum í stjórnmálum þurfti að vega og meta hagsmuni. Fyrir talsvert mörgum árum var niðurstaða mín sú að það væri verjandi að fara út í þessar framkvæmdir vegna þess hvað þær eru mikilvægar, bæði fyrir þjóðarbúskapinn í heild og sérstaklega fyrir Austurland. Þegar hefur sýnt sig að þar er mannlífið gjörbreytt og fólkið eygir nýja og betri tíð.“ Gengið freklega Tíminnmun áhlutmillj- r: sanna mikilvægi óna ófæddra islendinga framkvæmdanna Ómar Ragnarsson, K, Éá1 Valgerður Sverrisdóttir, sjónvarpsmaður 1 ^-^riSe utanríkisráðherra Þarflaus náttúruspjöll Vatnsborð lónsins náði örkinni hans Ómars í gærkvöldi, en á henni ætlar hann að fara um svæðið og mynda deyjandi Hfríki. „Þetta verður mjög spennandi. Ég verð hér í allmarga daga, því það er svo margt sem sekkur fyrstu dagana. Við erum að sjá til þess að til verði heimild um það hvernig þessi dalur sökk og á táknrænan hátt. Ljósið í myrkrinu er fólksstraumurinn sem flæddi í gegnum Reykjavík á þriðjudaginn,“ segir Ómar og bætir við að sá hópur eflist einungis við mótlætið. Ómar segist sjálfur ekki hafa fylgst með því þegar hjáveitugöng- unum var lokað. „Þetta er einhver dapurlegasti dagur sem ég hef lifað á langri starfsævi. Hér er það verk hafið að fremja mestu náttúruspjöll sem hægt er að fremja á þessu landi. Það er gert að þarflausu, vegna þess að hægt var að fá orku með skap- legri hætti annars staðar frá. Með þessum gjörningi er gengið freklega á hlut milljóna ófæddra Islendinga." Ríkisstyrktar flugleiðir: Nauðsynlegt til að viðhalda búsetu Ríkisstyrktar flugleiðir eru mik- ilvægar til að tryggja auðlindanýt- ingu og búsetu að mati Sturlu Böðv- arssonar samgönguráðherra. Hann segir það þekkt víða í Evrópu að sam- göngur til jaðarbyggða séu styrktar með þessum hætti. „Þetta er ekki sér- íslenskt fyrirbæri og í raun nauðsyn- legt til að halda uppi samgöngum og í sumum tilfellum neyðarþjónustu fyrir afskekkt sveitarfélög.“ Fram hefur komið að af tólf reglu- legum flugleiðum innanlands eru níu niðurgreiddar af ríkinu. Aðeins flugleiðirnar til Akureyrar, Isafjarðar og Egilsstaða geta borið sig á mark- aðslegum forsendum samkvæmt framkvæmdastjórum tveggja flugfé- laga. Þá er óljóst hvort ísafjörður geti þolað samkeppni tveggja eða fleiri flugfélaga. Sturla segir ríkisstyrki vera í Rikisstyrktar flugleíðir ekki séríslenskt fyrírbæri Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sumum tilfellum bráðabirgðalausnir og ekki ætlast til þess að þeir vari til frambúðar. „Við vorum viðbúnir því að það þyrfti mögulega að styrkja flugsamgöngur milli Vestmanna- eyja og Reykjavíkur. Engu að síður vona ég að sá styrkur verði ekki til frambúðar og grundvöllur skapist seinna fyrir áætlunarflug á mark- aðslegum forsendum. Þá er ljóst að ríkisstyrkur vegna flugleiðarinnar til Sauðárkróks fellur niður þegar Héðinsfjarðargöngin verða tekin í notkun.“

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.