blaðið - 29.09.2006, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006
blaftið
TÖL
BRAUTARHOLT110-14 | S: 588 1000 | WWW.TASK.IS
Opið:
10-18 virka daga
12-10 laugardaga
Vikutilbod Task!
UTAN ÚR HEIMI
AFGANISTAN
NATO tekur við friðargæslu
Ákveðið hefur verið að Atlantshafsbandalagið (NATO) taki við
allri friðargæslu í Afganistan eins fljótt og auðið er. Hermenn
bandalagsins eru að störfum víðsvegar um landið fyrir utan
austurhlutann. Búist er við að NATO muni taka við friðargæsl-
unni í þeim hluta landsins í næsta mánuði.
Umdeild skýrsla Leyniþjónusturáðs Bandaríkjanna:
írak þungamiðja í
hryðjuverkastríði
■ Innrásin vatn á myllu öfgahyggju ■ Stöðugleiki yrði áfall fyrir íslamista
Eftir Úrn Arnarson
orn@bladid.net
Umræðan um hið svokallaða „hnatt-
ræna stríð gegn hryðjuverkum” er í
brennidepli stjórnmálaumræðunnar
í Bandaríkjunum um þessar mundir.
Gengið verður til þingkosninga í í
nóvember og hafa þjóðaröryggis- og
utanríksimál verið fyrirferðarmikil.
Á dögunum var innihaldi nýlegrar
skýrslu Leyniþjónusturáðs Banda-
ríkjanna (NIC) lekið í fjölmiðla og
kom meðal annars fram að skýrslu-
höfundar telja að innrásin í Irak hafi
aukið á hryðjuverkaógnina í heim-
inum og eru þar með ósammála mati
George Bush forseta um að heimur-
inn sé öruggari vegna innrásarinnar.
Stjórnvöld brugðust við lekanum
með þvi að birta valda kafla úr skýrsl-
unni. Efnið sem var birt rökstyður
meðal annars þá skoðun að Irak sé
mikilvægasti vigvöllurinn í hryðju-
verkastríðinu og að brotthvarf banda-
ríska hersins þaðan myndi styrkja
stöðu íslamista gríðarlega.
Skýrsla NIC inniheldur mat sex-
tánleyniþjónustustofnanaBandaríkj-
anna á stöðunni í hryðjuverkastríð-
inu. Meðal þess sem kemur fram í
skýrslunni er að ástandið í írak hafi
magnað upp hættu á hryðjuverkum
í heiminum. Skýrsluhöfundar telja
að afskipti Bandaríkjamanna af
hinum íslamska heimi hafi skapað
djúpstætt hatur á Bandaríkjunum
meðal múslíma og að hatrið hafi
reynst frjór jarðvegur íslamskrar
öfgahyggju. En þrátt fyrir þetta mat
mæla skýrsluhöfundur ekki með
því að Bandaríkjamenn fari með
herlið sitt frá landinu. I skýrslunni
er tekið undir með þeim sem hafa
bent á að það skipti sköpum fyrir
framgang hryðjuverkastríðsins að
íslamistar í írak verði upprættir og
að það yrði reiðarslag fyrir hugsjónir
þeirra ef tekst að skapa stöðugleika í
landinu og endurreisa fullveldi þess.
Skýrsluhöfundar telja að slíkt myndi
draga úr hugsjónaeldi íslamskra
hryðjuverkamanna.
Stjórnmálamenn og blaðamenn
hafa fjallað mest um þá ályktun
skýrsluhöfunda að innrásin í Irak
hafi aukið hryðjuverkahættuna í
heiminum. Demókratar krefjast þess
að öll skýrslan verði gerð opinber
svo að bandarískir kjósendur geti
vegið og metið hvort utanríkisstefna
stjórnvalda eftir hryðjuverkaárás-
inar n. september hafi raunverulega
skilað árangri. Háttsettir þingmenn
Demókrataflokksins hafa einnig
ýjað að því að stjórnvöld sitji á ann-
arri svartri skýrslu um ástandið í
írak en að hún verði ekki birt fyrr
en eftir kosningarnar. Gagnsókn Ge-
orge Bush hefur falist í því að benda
á að hryðjuverkamenn muni alltaf
finna leiðir til þess að réttlæta voða-
verk: vera bandarísks herliðs í Irak
breyti engu þar um. Þingmenn repú-
blikana taka í sama streng og segja að
verði lýðræði tryggt í írak muni það á
endanum minnka líkurnar á hryðju-
verkaárásum á bandarískri grund.
Þrátt fyrir að umræðan um skýrsl-
una hafi að mestu snúist um tengsl
innrásarinnar í írak við uppgang
íslamskrar öfgahyggju í heiminum
er sá uppgangur ekki eingöngu
rakinn til hernaðaraðgerða Banda-
ríkjamanna. Skýrsluhöfundar telja
spillingu, óréttlæti og skort á lýðræði,
félagslegum og efnahagslegum um-
bótum í ríkjum hins íslamska heims
vera vatn á myllu íslamista. Þrátt
fyrir að skýrsluhöfundar telji að lýð-
ræðisvæðing hins íslamska heims
kunni að auka áhrif íslamista í fyrstu
færa þeir rök fyrir að slíkt þjóðskipu-
lag myndi á endanum grafa undan
stöðu þeirra og minnka stuðning al-
mennings við hugsjónir þeirra.
Vöruskipti við útlönd:
Aframhaldandi halli
Vöruskiptajöfnuður við útlönd
var rúmum þrjátíu milljörðum lak-
ari fyrstu átta mánuði ársins en
hann var á sama tíma í fyrra.
Samkvæmt tölum frá Hagstofu Is-
lands voru fluttar út vörur á fyrstu
átta mánuðum ársins fyrir rúma
150 milljarða en innflutningur nam
rúmum 245 milljörðum. Vöruskipta-
hallinn í ár var því óhagstæður um
tæpa 95 milljarða.
Sjávarafurðir
ingur alls útflutnings og jókst verð-
mæti þeirra um tæp tvö prósent frá
sama tíma árið áður. Mesta verð-
mætisaukningin varð á útfluttum
iðnaðarvörum, aukning um tæp tutt-
ugu prósent, sem skýrist einkum af
hækkandi álverði.
Annríki við vöruflutninga Islend-
ingar eyddu nlutíu milljöröum meira
í vörur frá útlöndum en þeir fengu