blaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 GENGIGJALDMIÐLA blaöiö 1. Hver ræður ríkjum í Pjongjang? 2. Hvaða þingmaður hefur lengst setið á Alþingi? 3.1 hvaða tímariti birtist ritgerð dr. Þórs Whiteheads um íslensku leyniþjónustuna? 4. Hvenær sökk Titanic? 5. Hvað þýðir heitið Gestapo? Svör: O) . c\J ro cn E oi co = „ T“ Qi O O ' ~i = ■! E ~ '"o3 '2, c\i Qi "o ; ^ Q_ rL T- CD ■ Bandarikjadalur Sterlingspund £5 Dönskkróna 93 Norsk króna 53 Sænskkróna BW Evra KAUP 69,81 131,22 11,90 10,79 9,58 88.75 SALA 70,15 131,86 11,97 10,85 9,63 89,25 Útlendingar borga meira Einstaklingar sem skráðir eru með lögheimili utan Islands þurfa samkvæmt verðskrá Heilsugæslu- stöðvar höfuðborgarsvæðisins að greiða mun hærra gjalda en aðrir. Starfsmenn heilsugæslunn- ar túlka reglugerðina vítt svo að hægt sé að veita útlendingum sömu þjónustu. . : uHWS T—1 Átta vikur eftir kennitölu Átta vikur eftir dvalarleyfi eftir að kennitala fæst Sex mánaða bið hjá Tryggingastofnun eftir aö dvalarleyfi fæst Vltjun i heimahús 1.850 6.200 335% Timi I dagvinnu 700 3.700 529% Utan dagvinnu 1.750 4.600 263% Með logheimili Án lögheimilis Mismunur ALLA8 UPPHÆ0IR ERUIISLENSKUM KRÓNUM. Eiturefnaóhapp: Tonn af eitri lak úr leiðslu Eitt tonn af saltpéturssýru lak úr leiðslu í Hellisheiðarvirkjun í gærnótt. Tveimur vaktmönnum frá Securitas tókst að forða sér út þegar eiturefnamælir fór að ýlfra og gerðu þeir slökkviliði viðvart. Slökkviliðið sendi menn á staðinn og fóru eiturefnakaf- arar inn í húsið og dældu kalki á saltpéturssýruna sem gerir hana óvirka. Lögregla: Með öxi í bílunum Lögreglan hafði afskipti af 17 ára pilti í einu úthverfa borgar- innar í fyrrinótt og fann þá í bíl hans bæði öxi og hníf. Pilturinn gat litlar skýringar gefið á því til hvers hann ætlaði að nota þessa hluti. Við frekari athugun kom í ljós að skammt frá var búið að vinna skemmdir á grindverki. Ljóst þykir að pilt- urinn hafi verið þar að verki. Dýrt að vera veikur útlendingur: ■ Geta ekki pantað tíma ■ Reglugerðir brotnar í þágu veikra Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net Þjónusta fyrir útlendinga án lög- heimilis hér á landi er margfalt dýr- ari en fyrir þá sem hafa hér skráð lögheimili samkvæmt verðskrá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Til að skrá lögheimili hér á landi þarf einstaklingur að hafa íslenska kennitölu en slíkt getur tekið allt að fjóra mánuði. Til viðbótar getur viðkomandi þurft að bíða í aðra sex mánuði eftir því að komast í íslenska sjúkratryggingakerfið. Á meðan þarf viðkomandi að greiða fullt verð fyrir læknisþjónustu. Út- lendingur sem flytur hingað getur því þurft að bíða allt að tíu mánuði áður en hann kemst inn í kerfið. Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir verðið sem útlendingar borga fyrir þjónustuna vera raunvirði hennar. „Gjaldið fyrir heilsugæslu- þjónustu er nánast málamyndagjald og ekki fjarri lagi að segja að gjaldið fyrir útlendinga sé raunverulegi kostnaðurinn við þjónustuna.” Geta ekki pantað tíma Hermína Hermannsdóttir, mót- tökuritari Heilsugæslustöðvar Graf- arvogs, staðfestir að útlendingar án lögheimilis geta ekki pantað tíma hjá heilsugæslulækni. Þeir þurfa að sækja opna tíma seinnipart dags, bíða oft á tíðum lengi eftir þjónustu og greiða mun hærra verð. Guð- mundur viðurkennir að samræma mætti betur skráningarkerfið milli heilsugæslustöðvanna. „Án lögheimilis er ekki hægt að panta tíma nema í skyndiþjónustu. Þetta er misjafnt eftir stöðvum og því miður hefur ekki náðst að samræma kerfið þar á milli,” segir Guðmundur. Reglugerð brotin í reglugerð frá heilbrigðisráðu- neytinu um þátttöku sjúklinga í kostnaði kemur fram að allir einstak- lingar sem eru með lögheimili utan íslands skuli greiða fullt gjald fyrir alla þjónustu. Eina undantekningin er sú ef einstaklingur þarf á skyndi- legri og nauðsynlegri læknishjálp að halda. 1 samtölum við nokkra móttökuritara í heilsugæslum kom í ljós að víða er reglugerðin brotin. „Við tökum fólk inn framhjá skil- málum í verðskránni og hleypum því í gegn þó það hafi ekki þurft á skyndilegri eða nauðsynlegri lækn- ishjálp að halda. Engum er vísað frá okkur og hér fá allir þjónustu,” segir einn af móttökuriturunum sem rætt var við. Þurfa að greiða fimmfalt meira en heimamenn nfíiiiílili ■ ■ ■ B Gúmmívinnustofan SP dekk Öryggi bílsins byggist á góðum hjóibörðum HEILSÁRSDEKK VETRARDEKK JEPPLINGADEKK RAFGEYMAR GUMM Skipholti 35 105 RVK Sími: 553 1055 www.guiwnivinKUstofan.is Keisaraynja jörðuð á ný Dimplómat datt ofan í gröf mbl.is Jarðneskar leifar Mariu Feo- dorovnu, sem áður hét Dagmar Danaprinsessa, voru jarðsettar við hátíðlega athöfn við hlið eig- inmanns hennar, Alexanders III Rússlandskeisara, í Pétursborg í gær. Svo óheppilega vildi til við athöfnina að danskur sendiráðs- starfsmaður, sem viðstaddur var athöfnina, datt ofan í gröfina, þar sem hann hafnaði ofan á kistunni. Hann slapp ómeiddur úr óhappinu en er að sögn danska sendiherrans miður sín yfir því. Jarðneskar leifar keisaraynj- unnar höfðu hvílt í dómkirkjunni í Hróarskeldu frá því hún lést árið 1928 þar til þær voru fluttar til Rússlands um síðustu helgi en hún hafði óskað þess fyrir dauða sinn að hvíla við hlið eiginmanns síns. Þetta kemur fram á fréttavef Ber- lingske Tidende. „Þetta hefði getað komið fyrir okkur alla. Við stóðum þétt saman og okkur var ýtt fram. Það horfir enginn niður fyrir sig þegar honum er þrýst fram í stórri, þéttskipaðri kirkju. Það var ekkert handrið og hann datt því miður ofan í gröfina. Hann meiddist ekki en honum er að sjálfsögðu brugðið,” segir Per Stig Moller, utanríkisráðherra Dan- merkur, sem staddur er í Rússlandi, um atvikið. Grilluð kjúklingabringa rneð heítrí sósu, hrísgrjóntjm, rriaís, fersku salati og Topp 1.150 Tvær grillaðar kjúkl ingabringur með heitrl sósu, hrísgrjónLjm, rnaís, fersku salati og Topp 1.590 1/2 grillaður kjúklingur rneð heitrí sósu, hrísgrjóntjm, rnaís, fersku salati og Sódavatn 1.150 1/1 grillaður kjúklingur rneð heitri sósu, hrfsgrjónum, rnaís, fersku salati og Topp 2.150 Kjúklingasalat rneð grilluðum kjúkling, lceberg, tómötum, agúrkum, papriku, pasta, rauðlauk og Sódavatn 850 Kjúkiingasalat - BK special með grilluÖLjm kjúkling, lceberg, 980 sólþurkuöum tómötum, svörtum fetaost, Nachos og Sódavatn Ratsjarstofnun: Um tíu sagt upp Um tíu starfsmönnum Rat- sjárstofnunar verður sagt upp störfum vegna tæknibrey tinga hjá stofnuninni. Upphaflega átti að fara í þessar aðgerðir á næsta ári en farið var fyrr af stað að beiðni Bandaríkjamanna. Ólafur Örn Haraldsson aðstoð- arforstjóri segir að nú sé verið að kynna breytingarnar fyrir starfs- fólki. „Það eru uppsagnir fram- undan og við erum að segja fólki frá því. Þetta er vegna tæknibreyt- inga sem eru fyrr á ferðinni en við hefðum viljað. Bandaríkjamenn báðu hins vegar um að þessu yrði flýtt enda borga þeir reksturinn næstu tólf mánuði.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.