blaðið - 29.09.2006, Side 17
blaðið
FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 17
Ferðasamsteypa Heimsferða:
Nýr flugfloti til landsins
„Þetta er fyrsta vélin sem kemur til
landsins og í vor fáum við fleiri
vélar sem fljúga fyrir ferðaskrif-
stofur okkar á Norðurlöndunum,”
segir Andri Már Ingólfsson, for-
stjóri Heimsferða.
Fyrirtækið vígir í dag nýja og
glæsilega flugvél af gerðinni Bo-
eing 737-800. Þessi vél er sú fyrsta
sem kemur til landsins en fyrir-
tækið stefnir á kaup á fjórum til
fimm vélum sem notaðar verða í
leiguflugi.
„Eitt af meginmarkmiðum fyr-
irtækisins er að sinna sem best
þörfum okkar viðskiptavina og er
þetta stór liður í því. Með þessu
höfum við færi á að bjóða upp á
fleiri áfangastaði, betri flugtíma og
enn hagstæðara verð,” segir Andri
Már. „Þetta er því til að tryggja enn
betri þjónustu og teljum við okkur
vera fyllilega samkeppnishæf við
það besta sem gerist í heiminum.”
Nýja vélin á að sinna 80 prósentum
af flugi Heimsferða.
FERÐASAMSTEYPA
HEIMSFERÐA:
■ Fjórða stærsta feröaþjónustufyrirtæki
á Norðurlöndum
■ Veltir 35 milljörðum á ári
„Kaup á sérstökum flugvélum
fyrir Heimsferðir marka tímamót
í sögu fyrirtækisins og við erum
stolt af því að auka þjónustuna
enn frekar,” segir Bjarni Hrafn
Ingólfsson markaðsstjóri.
I
t.
mfmPM
•
Nýja Heimsferðavélin Ferðasamsteypa Heimsferða kaupireigin flugvélar.
Hér er verið að vinna í því að sérmerkja nýju véiina.
Ölgerðin:
Alcoa-merki
í töppunum
Nafn og vörumerki Alcoa
blasir nú við fólki þegar
það horfir í tappa Kristal
Plús-flaskna frá Ölgerð Egils
Skallagrímssonar.
Hörður Harðarson, markaðs-
stjóri ölgerðarinnar, kannaðist
ekki við að þetta hafi áður komið
upp. „Alcoa framleiðir tappana
sem ölgerðin notar, en Alcoa
hefur hins vegar ekki keypt
neina auglýsingu í tappann.
Okkur hefur ekki verið bent á
þetta áður, svo þetta hlýtur að
vera tilfallandi,“ segir Hörður.
Fötluð börn:
Fundað
fljótlega
Fundir fulltrúa sveitarfélaga
og félagsmálaráðuneytis vegna
lengdrar viðveru fatlaðra barna
eftir skólatíma hefjast fljótlega
samkvæmt upplýsingum frá
félagsmálaráðuneytinu. Föst
dagsetning liggur þó ekki fyrir.
Ekki hefur verið veitt þjón-
usta fyrir öll fötluð börn á aldr-
inum 10 til 16 ára eftir að skóla
lýkur vegna ágreinings ríkis og
sveitarfélaga. Stendur deilan
meðal annars um það hver beri
ábyrgð á málaflokknum og
hversu mikið þjónustan kostar.
Kjarnorkuáform írana:
Ætla að ræða
áfram saman
Javier Solana, utanríkismála-
stjóri Evrópusambandsins, sagði
í gær að viðræður hans við Ali
Larijani, aðalsamningamann
írana í deilunni um kjarnorku-
áætlun klerkastjórnarinnar,
hefðu ekki leitt til samkomulags
um lausn deilunnar en hins-
vegar væru frekari viðræður í
farvatninu.
Fundahöldum verður haldið
áfram en orð Solana eru ekki
talin gefa ástæðu til bjartsýni.
BRAGÐGÓÐ
HOLLUSTA
FYRIR ALLA
Sigrún Þöll breytti mataræðinu og missti
46 kíló meö hjálp íslensku vigtarrágjafanna.
Frystivara
Morgunkorn og safar
Sultur og súrsað
Kraftar ofl.
Sætabrauð
Lærðu að borða hollan
og góðan mat og léttast
um leið með
íslensku viktarráðgjöfunum.
www.vlgtarradgjafamlr.ls
Jm