blaðið - 29.09.2006, Page 19
ÍSLEN’SKA AUCLÝSINCASTOFAN EHF./SIA.IS - ALC 34273 03/2004
Hátæknivætt álver Alcoa Fjarðaáls verður spennandi
og öruggur starfsvettvangur fyrir iðnaðarmenn og
iðnnema. Hjá Alcoa Fjarðaáli verða um 120 iðnaðar-
menn, tæknifræðingar og verkfræðingar auk fjöl-
margra tæknimenntaðra starfsmanna á vegum
verktaka.
Nýsmíðar og viðhaldsverkefni verða unnin í teymum
samkvæmt stöðluðum verkferlum og ýtrustu öryggis-
kröfum. Verkefnin verða fjölbreytt og mikið lagt upp
úr símenntun og starfsþróun.
Á vinnusvæðinu verður
meðal annars afkasta-
mesta rafveita á landinu,
336 tölvustýrð rafgrein-
ingarker, háþróaður
lofthreinsibúnaður,
fullkomin álvírasteypa,
atvinnuslökkvilið og 250
farartæki af öllum
stærðum og gerðum.
Kerskálakrani
Altækt, fyrirbyggjandi viðhald á að tryggja áreiðan-
leika framleiðslunnar og hámarka verðmætasköpun
Faglegur metnaður og stöðug iðnpróun verða
leiðarljós okkar inn í framtíðina.