blaðið - 29.09.2006, Blaðsíða 20
blaóió
Útgáfufélag:
Stjórnarformaður:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfuiltrúi:
Ár og dagur ehf.
SigurðurG.Guðjónsson
Sigurjón M. Egilsson
Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Janus Sigurjónsson
Búið í bili
Virkjunarsinnar hafa náð sínu fram. Hálslón er að verða til og í það
rennur eyðilegging á hverri sekúndu. Við erum mörg sem vöknuðum of
seint, gerðum okkur ekki grein fyrir hversu tröllslegar framkvæmdirnar
voru fyrr en um seinan. f upphafi voru fáir mótmælendur sem stóðu með
spjöld en sögðu fátt. Leikurinn hefur æst, fleiri hafa bæst við og þunginn
er mikill. En sennilegast er allt um seinan. Hálslón fyllist, landið breytir
um svip og rafmagn mun flæða í fabrikkuna á Reyðarfirði. Einhverjir
verða ríkir, en það verður ekki allt. Áhrifin verða mikil.
Þessi mesta framkvæmd íslandssögunnar mun halda uppi minningu
þeirra sem mest börðust til að allt þetta yrði að veruleika og líka þeirra
sem mest hafa lagst gegn framkvæmdunum. Trúlega munu komandi kyn-
slóðir minnast andstæðinga virkjunarinnar af meiri lotningu en þeirra
sem vildu virkja. Það segir talsvert um þjóð að hún skuli ekki eiga annars
úrkosti til að verða ríkari, en að leggja jafn mikið undir og raun er á.
Ekki er laust við að efast verði um framsýni þeirra stjórnmálamanna
sem mest áhrif höfðu á að virkjunin og álverið verða að veruleika.
Aðrir atvinnuvegir hafa liðið fyrir skekkjuna sem varð í efnahag þjóðar-
innar, ekkert hefur gengið eftir af þeim vætningum sem voru um atvinnu
fyrir Islendinga við gerð virkjunarinnar og álversins. Og Hagstofan segir
Islendingum fækka á Austurlandi. Vissulega mun þjóðin fá tekjur af álver-
inu í langan tíma, en það eitt getur ekki lengur réttlætt allt sem gert hefur
verið. Þau rök dugðu áður fyrr, rétt einsog áður viðgekkst að mengun væri
urðuð í jörðu og altalað var að lengi tæki sjórinn við og í hann var settur
allur fjandinn. Nú eru aðrar kröfur og þær munu meðal annars verða til
þess að aldrei aftur verður leitað lausna til að bæta fjárhag þjóðarinnar
eða einstakra byggða með öðru eins og gert var á Kárahnjúkum.
Með afli þeirra sem hafa frá upphafi mótmælt virkjuninni og því afli
sem því fólki héfur bæst á leiðinni hefur orðið til stífla, stífla sem stjórn-
málamenn framtíðarinnar komast ekki yfir. Aldrei aftur skal verða gripið
til eins róttækra aðgerða til reddingar, ekki til að bæta þjóðarhag, ekki til
að bæta hag einstakra sveitarfélaga og ekki til að auka fylgi stjórnmála-
flokka, jafnvel þó ömurlega standi á hjá þeim.
Það sem lærist af því sem gert hefur verið verður vonandi að hér eftir
verði farið hægar, gert minna og litið meir til framtíðar. Fari svo að and-
mælin nú komi í veg fyrir fleiri svo stórtækar aðgerðir má segja að stríðið
vinnist en orrustan hafi tapast. Fórnarkostnaður verður mikill en hugsan-
lega verður ávinningur fyrir aðrar perlur í náttúru fslands einnig mikill.
Þeir sem njóta munu mest í efnalegu tilliti af tröllslegum framkvæmdum
á Austurlandi geta ekki látið einsog tugþúsundir Islendinga hafi ekkert
um málið að segja, að þeim komi þetta ekkert við.
Sigurjón M. Egilsson
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
20 FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006
blaóió
Höfundarréttur í pólitík
Stjórnmálabaráttan tekur
stundum á sig skrýtnar myndir.
Að undanförnu höfum við séð tvö
áhugaverð dæmi um það, sem bæði
tengjast Samfylkingunni, þótt
vissulega komi fleiri við sögu. I
báðum tilvikum snýst deilan ekki
um stefnumálin eða tillögurnar
sem slíkar, heldur fremur um höf-
undarrétt að hugmyndunum.
Einkaleyfi á umhverfisstefnu
Fyrra málið tengdist umhverfis-
málum. Eftir að þingflokkur Sam-
fylkingarinnar kynnti umhverfis-
stefnu sína á dögunum brugðust
Vinstri grænir ókvæða við og töldu
að þarna væri beinlínis um að
ræða tilraun til að hnupla helsta
baráttumáli sínu. Samfylkingin
væri ótrúverðug í ljósi fyrri verka
á þingi og í sveitarstjórnum og
flokkurinn væri aðeins að reyna
að gera út á tískustrauma í sam-
félaginu í aðdraganda kosninga.
Samfylkingarmenn hafa á móti
bent á að Rannveig, Þórunn og
Mörður hafi talsvert haft sig frami
í þessum málum, en eiga samt sem
áður í erfiðleikum með að útskýra
stefnubreytingu annarra kjörinna
fulltrúa sinna.
Vafalaust hafa báðir nokkuð
til síns máls. Samfylkingin á við
trúverðugleikavanda að stríða í
þessum málaflokki eins og svo
mörgum öðrum og ýmislegt
bendir til að stefna flokksins hafi í
ýmsum efnum mótast af sömu sjón-
armiðum og fram koma af hálfu
Vinstri grænna. Vinstri grænir
eru líka helst til frekir þegar þeir
halda fram einkarétti sínum til að
fjalla um umhverfismál. Því hafa
áhugamenn um málaflokkinn úr
öllum stjórnmálaflokkum fengið
að kynnast.
Birgir Ármannsson
Skattalækkun á matvæli
En flokkurinn sem hafnar eignar-
rétti Vinstri grænna á hugmyndum
á sviði umhverfismála hefur síð-
ustu daga staðið í mikilli baráttu
til að verja meintan höfundarrétt
sinn á tillögum um lækkun matar-
skatts. Gagnrýni þeirra hefur ann-
ars vegar beinst að ríkisstjórninni,
sem eins og kunnugt er vinnur
nú að útfærslu hugmynda um
skattalagabreytingar til að lækka
matarverð, og hins vegar að okkur,
nokkrum þingmönnum Sjálfstæð-
isflokksins, sem höfum fjallað um
þetta mál í fjölmiðlum. Má helst
skilja málflutning Samfylkingar-
manna svo, að við höfum engan
rétt til að láta í ljós sjónarmið um
þetta efni, þar sem Samfylkingin
hafi fundið upp málið.
Nú er það skoðun mín að ekki
skipti öllu máli hvaðan gott kemur.
Hins vegar er nauðsynlegt af þessu
tilefni að rifja upp að lækkun mat-
arskatts úr 14% í 7% var stefnumál
Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu
kosningar. Kosningastefna Sam-
fylkingarinnar var kynnt snemma
í apríl og var þar vissulega að finna
tillögur um sambærilega lækkun.
Fyrir þann tíma lá ekki fyrir skýr
stefna af hálfu flokksins í þeim
efnum frekar en öðrum skatta-
málum. Skattamál höfðu raunar
verið mjög til umræðu á þessum
tíma en frambjóðendur Samfylk-
ingarinnar höfðu verið afar utan-
veltu í þeim.
Eftir kosningar var um það
samið milli ríkisstjórnarflokk-
anna að taka virðisaukaskattinn
til endurskoðunar á kjörtímabil-
inu með það að markmiði að bæta
hag almennings. Sú vinna stendur
yfir og hefur komið fram að niður-
stöðu er að vænta fljótlega, en því
er auðvitað ekki að leyna að ég og
fleiri hefðum kosið að niðurstaða
fengist fyrr. En því má heldur
ekki gleyma að allt þetta kjörtíma-
bil hafa ríkisstjórnarflokkarnir
unnið að skattalækkunum - skref
fyrir skref - öllum almenningi til
hagsbóta. Frá upphafi lá fyrir að
þær breytingar kæmust á dagskrá
undir lok tímabilsins.
En það er auðvitað niðurstaðan
sem skiptir máli fyrir almenning
í landinu. Þegar hún liggur fyrir
sjá allir að höfundarréttardeilan er
hártogun ein..
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Klippt & skorið
S
Aheyrendur kvöldfrétta Ríkisútvarpsins
fengu í fyrrakvöld að heyra álit „eins
forsvarsmanna" Þjóðarhreyfingarinnar
á lyktum varnarmálaviðræðna Bandaríkjanna
og íslands. Eða eigum við kannski bara að
segja að þeir hafi heyrt í öðrum félaga hennar,
Hans Kristjáni Árnasyni? Hreyfingin boðar
svo til „þjóðhátíðarinnar Vopnin kvödd" í NASA
klukkan 14.00 á sunnudag, en aðalræðumaður
þar verður bróðir hins félaga Þjóðarhreyfingar-
innar, Jón Baldvin Hannibalsson. Islenskum
fánasölum til óblandinnar ánægju skorar
hreyfingin á þjóð sína
að flagga þegar landið
er orðið herlaust, en
kjörorðið er: „Skjótum
upp fána og skundum
áNASA!"
að leiðir hins vegar hugann að því að
hljóðara hefur verið um forystu annarrar
fjöldahreyfingar, RJF-hóþsins (Réttlæti
—Jafnræði — Frelsi), sem frelsaði Bóbó Fischer
hér um árið. Mætti þó ætla að hún gæti fundið
Ésér næg baráttumál. Sem
dæmi mætti nefna íslenska
hestinnMax,sem RJFgæti
beitt sér fyrir að leysa úr
vændisánauð á jósku heið-
unum. Enn fremur kæmi
til greina að krefjast þess að dönsk stjórnvöld
leystu tafarlaust úr haldi hina íslensku hrafna
sem haldið er föngnum í dýragarðinum í Kaup-
mannahöfn. I framhaldi af því væri svo rétt að
minnast íslensku handarbeinanna sem eru til
sýnis í Mannfræðisafninu við Trocadéro í París.
Höndina heim!
Iðnnjósnir fyrrverandi starfsmanna ís-
lenskrar erfðagreiningar hafa vakið mikla
athygli, enda er ákæran
líkust reyfara yfirlestrar og
Ijóst að læknirinn Hákon Há-
konarson hefur leikið mjög
tveimur skjöldum. En það er
skrýtið að lesa það haft eftir
Særúnu Maríu Gunnarsdóttur, lögfræðingi
Persónuverndar, í Fréttablaðinu að innanhús-
rannsókn Erfðagreiningar kunni að varða við
lög. Á vef Persónuverndar eru nefnilega starfs-
reglur stofnunarinnar sjálfrar um meðferð
tölvupósts og af þeim verður ekki annað sáð
en að hún praktíseri það, sem lögfræðingurinn
telur vafa undirorpið hjá Erfðagreiningu!
andres.magnusson@bladid.net