blaðið

Ulloq

blaðið - 29.09.2006, Qupperneq 23

blaðið - 29.09.2006, Qupperneq 23
blaöiö FÖSTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2006 23 Andríkir umhverfissinnar Þau eru sannarlega eftirtektarverð skrif Sigríðar Andersen prófkjörs- frambjóðanda í Blaðinu síðastliðinn miðvikudag. Strax í fyrstu línum sínum tekst henni á snilldarlegan hátt að afgreiða alla aðra en hægri- menn sem óþekk börn sem hafi hrifsað til sín og eignað sér grænu málin, sem væntanlega voru þá eign Sjálfstæðisflokksins. Taka þurfi á þeim af festu svo þeir gangi ekki á lagið. í næstu setningu kemur ein- staklega glöggskyggn söguskýring hennar á því útsmogna áróðurs- Holur hljómur í umhverfis- umræðu hægri manna Dofri Hormannsson bragði vinstriflokkanna að reyna að troða forskeytunum alþýðu- og sam- inn í nöfn sín til að höfða til almenn- ings. I þriðju setningu bendir hinn skarpi þjóðfélagsrýnir á ákveðið hegðunarmynstur, sama fólk hafi einnig hrifsað til sín jafnréttismálin og meira að segja gengið svo langt að stofna sérstakt kvennaframboð í þessu skyni. Sigríður hefur um nokkurt skeið verið einn af ritstjórum á Vef-Þjóðviljanum (www.andriki. is), vefsíðu nýfrjálshyggjumanna, og það er sérstakur fengur í því fyrir illa upplýst fólk að fá nú loks að njóta skrifa hennar á síðum dagblaðanna. Sérstaklega er áhugavert að fylgjast með því hvað hugmynda- heimur hinnar ungu sjálfstæðis- konu er algerlega ómengaður af allri umræðu síðustu ára þegar kemur að umhverfismálum. Hin hreina trú hennar á að nýfrjáls- hyggjan og eignarréttur einka- aðila eigi „sjálfsprottnar lausnir“ þegar kemur að verndun náttúru- gersema þjóðarinnar gegn óaftur- kræfum framkvæmdum einkaað- ila er aðdáunarverð. Það er gott að vefrit ungra bar- áttumanna fyrir nýfrjálshyggju innan Sjálfstæðisflokksins, sem til skamms tíma var eini fjöl - miðill landsins sem dró í efa nið- urstöður vísindasamfélagsins um hlýnun loftslags af manna völdum, skuli eiga skjól í þvílíkum ritstjóra sem Sigríði. Þetta segi ég því, þrátt fyrir að á www.andriki. is megi finna á annan tug greina, sem vefengja áhrif mannsins á hlýnun andrúmslofts, var um dag- inn sem trúin hefði svikið einn ritstjóranna, Glúm Jón Björnsson. 1 Kastljósviðtali þar sem hann mætti Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka íslands, til að ræða mynd Al Gore, An In- convenient Truth, reyndist hann ekki lengur hafa neina slíka skoðun og taldi líkt og formaðurinn afar brýnt að bregðast við hættunni sem af gróðurhúsaáhrifunum stafaði. Ekki minnist ég þess að hann talaði neitt um „sjálfsprottnar lausnir“ í þeim efnum. Fleiri hættumerki eru á himni ungra nýfrjálsra sjálfstæð- ismanna því nú sér einnig undir iljar Illuga Gunnarssonar á harða- hlaupum frá hálfs árs gömlum efa- semdum sínum í þessu sama efni. Það er því mikil þörf í Sjálfstæðis- flokknum fyrir unga konu eins og Sigríði Andersen, konu sem stendur föstum fótum í hugmyndafræði ný- frjálshyggjunnar þegar samherjar hennar láta glepjast af villukenn- ingum í umhverfismálum. Sjálfstæð- iskonu sem ekki þarf stuðning jafn- réttissjónarmiða eins og kynsystur hennar í vinstri flokkunum, konu sem metin er af verðleikum sínum sem meðal annars felast í einstaklega skarpri sýn á samfélag sitt og næmu auga fyrir „sjálfsprottnum lausnum". Sjálfstæðisflokkurinn er fullsæmdur af slíkum frambjóðanda og ég óska henni góðs gengis prófkjörinu. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Firði Hafnarfirði | Sími 565 0073 Jakkaföt, frakkar, leðurjakkar, stakir jaklar, gallabmáir. Ii íflFl irTTKií TTrul |

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.