blaðið - 29.09.2006, Page 33
FÖSTUDAGUR 29.. SEPTEMBER 2006 33
tómatsúpa
Á haustdögum þegar margir
þjást af hinni árlegu flensu er
fátt betra en heit og Ijúf súpa
í kroppinn. Helga Mogensen
hjá Maður lifandi kann ýmislegt
fyrir sér í matargerðarlistinni og
þessi yndislega súpuuppskrift
er ættuð úr hennar bókum.
Þessi kókoslagaða tómatsúpa
er frábær með nýbökuðu brauði
og vel völdum osti. Njótið vel.
2 dl olía lífræn
1 laukur saxaður
2 gulrætur rifnar
3 hvítlauksrif söxuð
' 5 bollar grænmetissoð
œ 2 dósir niðursoðnir tómatar
lífrænir fra Bode
1/2 tsk timjan
■ 1/2 tsk malaður svartur pipar
1 lárviðarlauf
1 dós kókósmjólk
salt eftir smekk.
Steikið kryddið og grænmetið
saman og leyfið að krauma þar
til grænmetið er mjúkt. Hellið
soðinu saman við. Sjóðið í 15
mínútur. Sett í matvinnsluvél og
maukað, síðan aftur í pottinn og
núna er komið að því að bæta
við tómötunum og kókósmjólk
ásamt því að smakka súpuna
til og bæta við kryddum ef með
þarf.
Einfalt og gott
Spagettí carbonara er einn af
þessum einföldu, ítölsku réttum
sem til eru í ótal útgáfum. Fátt
er eins gott eftir langan vinnu-
dag og vel heppnað carbonara
með góðu brauði og glasi af
þurru hvítvini. Hér á eftir fylgir
uppskrift sem hver og einn
getur svo lagað eftir sínu höfði.
■ 400 g spagettí
■ ólífuolía
■ 2 hvítlauksrif
■ nokkrar sneiðar beikon
■ 2egg
b 2-3 msk rjómi
B parmesanostur
B salt og pipar
Sjóðið spagettí samkvæmt
leiðbeiningum á umbúðum.
Beikonið skorið í litla bita og
steikt með hvítlauknum í olíunni.
Þegar beikonið er orðið dökkt
er hvítlaukurinn fjarlægður.
Eggin eru hrærð með parmesan-
osti og rjóma. Kryddið hræruna
með salti og pipar. Þegar spa-
gettíið er soðið er eggjahrær-
unni hellt yfir og einnig beikon-
bitunum sem haldið hefur verið
heitum í olíunni. Borið fram með
parmesanosti, góðu brauði og
hvítvíni.
_
Pólskur markaður
Á laugardaginn klukkan 12 til 17 gefst gestum kostur á að
heimsækja pólskan markað i Ráðhúsi Reykjavikur þar sem
i boði verður hefðbundinn pólskur matur. Áhugamenn um
matarmenningu ættu ekki að láta hann fram hjá sér fara.
KÍVÍ
Til að auðvelda sér að borða hinn
ijúffenga ávöxt kivi er tilvalið
að nota eggjaskera til þess að
sneiða hann niður.
Basilika á hvers manns disk
Basilika er frábær kryddjurt sem nýtist í allt mögulegt. Til
dæmis er upplagt að laga sitt eigið pestó, klippa ilmandi
blöðin út í Ijúffenga lasagnasósu eða nota í hverskyns
dressingar. Nú er orðið nokkuð áliðið en þó er enn hægt að
kaupa nokkuð sprækar basilikuplöntur í búðum borgarinnar.
Það er tilvalið að fjárfesta í ódýrum leirpottum og mold og
umpotta plöntunum. Svo er þeim komið fyrir (eldhúsglugg-
anum og ef plönturnar fá nægt vatn og sæmilega birtu ættu
þær að geta lifað í nokkrar vikur og gefið af sér glansandi
fín blöð til hverskyns matargerðar. Hér er uppskrift að prýði-
legri pítusósu sem öfugt við flestar slíkar er ákaflega holl.
Verslun okkar Antikbúðina við Hlemm
á Laugavegi 118, neðri hæð
KAUPUM
OG SELJUM
afsláttur a-f
öllu vegna
stækkunnar
Antikbúðin
Hlemm
Sími: 552 8222