blaðið - 20.12.2006, Page 3
Frábærir dómar:
Hér er ekki vakin einföld spenna um spurningu eins og
hver framdi glæp, heldur hvað sé glæpur ... Djúpskyggn átakasaga.
- Hörður Bergmann, kistan.is
Á ég að gceta systur minnar? er virkilega áhrifarík saga ... Bók sem
erfitt er að leggja frá sér eftir að lestur er einu sinni hafinn.
- Súsanna Svavarsdóttir, Fréttablaðið 26. nóv.
Stíll hennar er lipur og auðlesinn og Ingunn Ásdísardóttir slær ekki
feilnótu í þýðingu sinni.
- Valgerður Magnúsdóttir
Bókin á erindi við nútímann, hún er um efni sem skiptir máli og sem
geta komið upp í náinni framtíð. Þýðing Ingunnar Ásdísardóttur er til
fyrirmyndar. Hörkugóð bók sem ég mæli hiklaust með.
- Gunnar Hersveinn, Lesbók Mbl. 2. des.
Ein besta bók ársins í frábærri þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur.
Gamlar syndir
Flosa Ölafssonar
Ný bók eftir Flosa Ólafsson eru tíðindi fyrir þá sem
taka sjálfa sig og aðra ekki of hátíðlega.
Leikarinn og gagnrýnandinn rífur sig úr
reiðgallanum sem hann hefur að mestu klæðst
síðastliðin 20 ár og lætur nú gamminn geysa um
sjálfskipaða listvitringa. kúltúrsnobb og heilagar kýr.
Sem fyrr er honum ekkert heilagt, engum er hlíff og
ekkert stenst eitrað háðið.
Kjartan Ólafsson, fyrrum aflþingismaður og ritstjóri
ritar inngang og Árni Elfar leggur til teikningar.
Líklega besta bók Flosa til þessa.
Skemmtilegasta bók ársins!
Eyjarslóð 9 -101 Reykjavík
skrudda@skrudda.is
www.skrudda.is