blaðið - 20.12.2006, Side 20
blaðiö
Útgáfufélag: Árogdagurehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Ritstjórnarfulltrúi: Elín Albertsdóttir
Týndi kærleikurinn
Höfum við týnt náungakærleikanum? Er desember að snúast upp
í stress, pirring og skapvonsku? Höfum við gleymt af hverju jólin
eru haldin hátíðleg? Þegar stórt er spurt verður stundum fátt um
svör. Fréttir í þessum mánuði hafa ítrekað fjallað um skapofsa fólks
og geðillsku. Stutt er síðan fréttir bárust af viðskotaillum bílstjórum
sem ré^ust að lögreglu með fúkyrðum þar sem banaslys hafði orðið á
Vesturlandsvegi og stöðva þurfti alla umferð. Um helgina var sagt frá
flugdólgi sem skilinn var eftir í Kanada vegna óláta í flugvél sem var á
leið til Islands frá Kúbu. í fyrradag sagði Umferðarstofa frétt af manni
sem reyndi að troðast í bílastæði fyrir fatlaða, þar sem bíll var fyrir.
„Við þessar tilraunir fór viðkomandi utan í bílinn og skemmdi hann
töluvert. Það sem má telja einstakt í máli þessu er að sá sem olli tjón-
inu lét sig hverfa af vettvangi en skildi eftir miða á bílnum, sem hann
hafði skemmt, og á miðanum voru skilaboð um það að sá fatlaði ætti
að skammast sín fyrir að leggja svona stórt stæði undir bifreið sína.
Það skal tekið fram að bílastæði fyrir fatlaða eru stærri en gengur og
gerist því gert er ráð fyrir aðgengi hjólastóla í kringum bílinn. Aðeins
er gert ráð fyrir einni bifreið í hvert merkt stæði.“ Svo segir í frétt Um-
ferðarstofu og beðið er um vitni að atburði þessum. Venjulegt fólk sem
alið er upp við kurteisi og almenna mannasiði verður auðvitað kjaft-
stopp við slíkar fréttir. Þetta gerist nokkrum dögum fyrir jól. Fréttir
af auknu ofbeldi í miðbæ Reykjavíkur eru orðnar daglegt brauð og
lögreglumenn telja starf sitt hættulegra en nokkurn tíma áður. Hnefar
eru á lofti og orðbragðið subbulegt svo jafnvel lögreglumönnum, sem
eru flestu vanir, bregður í brún. Rætt er um að börn séu agalausari og
erfiðari í skólum en áður hefur þekkst og vitað er um dæmi þess að
verslunarfólk þurfi að fara á sérstök sálfræðinámskeið til að læra að
umgangast erfiða viðskiptavini. Það er virkileg ástæða til þess að hafa
áhyggjur af þessari þróun og spyrja hverju sé um að kenna. Af hverju
hagar fólk sér með þessum hætti?
Það eru ekki svo ýkja mörg ár síðan við gátum státað af því að vera
friðelskandi þjóð þar sem glæpir voru sjaldséðir. Hamingjusamasta
þjóð í heimi ræður allt í einu ekki við skap sitt og lætur það bitna á
síösuðu fólki og fötluðu. Hugarfar íslendinga hefur versnað eftir því
sem þeir verða ríkari og betur menntaðir. Á árum áður þóttu það vera
afbragðsstarfsmenn sem unnu árum saman hjá sama fyrirtækinu en
nú er því fólki sparkað fyrir ódýrara vinnuafl. Allt snýst orðið um pen-
inga, verðbréf og ríkidæmi. Óskandi væri að týndi kærleikurinn yrði
dregin fram um jólin þótt ekki væri nema til að gefa sálinni frið á þess-
ari miklu hátíð.
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn &auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins
Heimilisryksugur
Aflmiklar og hljóðlátar
Frábærhönnun
VC 5200 / VC5300
■'Afl: 1800/2000 w
■ Hepa 12 sía
■ Sérlega nett
■ Hæðarstilling
á röri
■ 3.3 Itr poki
HEPA 12 Sia
hreinsar 99,5%
óhreininda
VC 6100/VC 6200
A 2204 / A 2604
■ Sýgur blautt og þurrt
■ Einnig fyrir útblástu
■ 18 / 25 Itr tankur
Snúra dregst inn
Snúningshríngur
á legu snýst 360°
4 lítra flíspoki
■ Afl: 1800/2000 w
■ HEPA 12 sía
■ Hæðarstilling á röri
■ Aukahlutir
SKEIFAN 3E-F ■ SÍMI 581-2333 • FAX 568-0215 • WWW.RAFVER.IS
2 0 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006
blaöið
MEr SgAT f-A-P AœR °G SGeí Hp
RTkiR^FGWiA/ SLiu^ oKukk"
Lesblinda
Þegar ég lít yfir árið og fer yfir
helstu pólitísku verkefnin sem ég
kom að leita málefni lesblindra
barna í grunnskólunum strax á
hugann. Slíkt mál rak á fjörur
mínar og menntamálanefndar fyrr
í haust og var mjög lærdómsríkt að
fara í gegnum það. Enda lýsti það
á margan hátt bæði skólanum og
samfélaginu.
Málið var þannig vaxið að
drengur einn átti að þreyta sam-
ræmt próf í íslensku í 7. bekk. I ljós
kom að ekki var gert ráð fyrir að les-
blindir nemendur fengju stuðning í
2. hluta prófsins sem mælir lesskiln-
ing. Stuðning í því formi að textinn
er lesinn fyrir barnið og lesskiln-
ingur síðan mældur út frá því. Enda
barnið lesblint.
Niðurlæging námsáranna
Samkvæmt svörum frá Námsmats-
stofnun átti ekki að veita neinn
stuðning við lesblinda nemendur í
þessum hluta prófsins. Til hvers að
mæla lesskilning hjá lesblindu barni
þegar það blasir við að það gerir
ekki annað en að niðurlægja barnið
og valda því sársauka og vanlíðan?
Ut úr því kemur ekkert annað. Það
er búið að greina lesblinduna.
Hvað ætluðu menntamálayfirvöld
að gera við upplýsingar um getu les-
blinds barns á samræmdu prófi? Veit
það ekki en málið var tekið fyrir í
menntamálanefnd og lesblind börn
fengu í framhaldi af því þá aðstoð
sem þau þurfa á prófinu.
Þetta er fráleitt nógu gott enda var
það lengi vel svo að lesblindum og
talnablindum börnum var lítil sem
engin athygli veitt í skólakerfinu.
Þekkingin var ekki til staðar á blind-
unni og þetta útbreidda vandamál
var illa greint og því lítið sinnt.
og leikurinn að læra
Fjöldi fólks fékk því litla sem
enga menntun út af því að það
var ekki greint lesblint og því ekki
veitt sú aðstoð sem það þurfti að fá.
Enginn vafi er á því að lesblinda er
valdur að ógöngum margra og því
að leikurinn að læra varð að mar-
tröð sem fjöldi barna upplifði sem
linnulausa niðurlægingu af hálfu
skólasamfélagsins.
Leikur lærdómsáranna varð að
martraðarkenndri niðurlægingu dag
eftir dag.
Vitaskuld hefur þetta batnað
verulega en án efa þarf að rannsaka
Viðhorf
Björgvin G. Sigurðsson
og kanna orsakir, afleiðingar og við-
brögð við þeirri fötlun sem blinda
þessi óneitanlega er. Halda vel utan
um það hvernig skólinn bregst við og
meðhöndlar þetta afdrifaríka vanda-
mál margra barna.
Það sem gerir mál þetta svona
lifandi i minningunni eru m.a. þau
miklu viðbrögð sem ég fékk. Meiri
en við nokkru sambærilegu máli
frá bláókunnugu fólki utan úr bæ.
Frá foreldrum, kennurum og fólki
sem hafði hrakist út úr skólakerfinu
fyrr á ævinni út af lesblindu. Aldrei
fengið greiningu eða þá hjálp sem við
átti. Var sjálfsagt álitið tregt eða lítið
upp á bókina.
Nú eru nýir tímar og við eigum að
taka þetta mál sem önnur mikilvæg
málefni skólasamfélagsins traustum
tökum. Ekki síður en aðbúnað þeirra
afburðanemenda sem greiðast geta
farið í gegnum skólann.
Hættum með samræmd lokapróf
Allt dregur þetta mál athyglina að
innviðum skólakerfisins. Úreltu fyrir-
komulagi samræmdra lokaprófa og
allt of miklum áherslum á bóklegt
nám á kostnað íþrótta, verknáms og
listnáms. í haust lögðum við nokkrir
þingmenn í Samfylkingunni fram
frumvarp til laga um að leggja af
samræmd lokapróf í grunnskólum.
Því var vel tekið í skólakerfinu og við-
brögð almennt góð.
Samræmd lokapróf eru að mínu
mati of mikil miðstýring í skólastarfi.
Þangað færist meginþungi kennsl-
unnar og starfið snýst i of miklum
mæli um samræmdu greinarnar.
Aðrar greinar sitja eftir og þar með
margir nemendur. Prófin skapa að
auki álag sem mörg ungmenni ráða
illa við eða ekki. Þau flokka og raða
nemendum með afar óheppilegum
afleiðingum og búa til tapara í
grunnskólanum.
í rauninni er einn helsti tilgangur
samræmdu prófanna að vera eins
konar inntökupróf í framhaldsskól-
ana. Sem slík eru þau óheppileg tæki
og til eru betri og sanngjarnari leiðir
til að velja nemendur í þá skóla.
Með þessu frumvarpi leggur Sam-
fylkingin til að aðrar leiðir verði
farnar til kanna stöðu og getu nem-
enda á lokaári grunnskóla í stað sam-
ræmdra lokaprófa en sú breyting er
eitt af grundvallaratriðum framsæk-
innar skólastefnu.
Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í
Suðurkjördæmi.
Klippt & skorið
Ossuri Skarphéðinssyni leiðlst ekki
að skýra pólitíkina og var fljótur að
leggja mat á uppröðun framsóknar-
manna á lista í Reykjavíkurkjördæmunum
(Guðjón Ólafur Jóns-
son annar á eftir Jóni
Sigurðssyni norðan-
megin og Sæunn Stef-
ánsdóttir er á eftir
Jónínu Bjartmarzsunnan-
megin). „Þetta er skrítin
og fullkomlega órökrétt niðurstaða. Eðlilegast
hefði verið að konan Sæunn fylgdi karlinum
Jóni í fyrsta sæti í Norðurkjördæminu, og karl-
inn Guðjón Ólafur kæmi á eftir konunni Jóninu
í Suðurkjördæminu. Það hefði verið í anda
jafnréttisins sem prédikað er (orði innan Fram-
sóknar- en greinilega hafnað íborði."
Þetta telur Ossur útsmoginn leik.
Flétta Guðjóns, sem hann náði fram
með tilstyrk strákabandalagsins í
flokkseigendafélaginu, tryggir honum hins
vegar að öllum líkindum
öruggt þingsæti. Jón
Sigurðsson hefur nefni-
lega lýst sjálfum sér sem
biðleik. Sýnt er að flokk-
urinn geldur afhroð
undir hans forystu, og
engum blöðum að fletta að Jón verður búinn
að segja af sér og kominn út af þingi í síðasta
lagi um miðbik kjörtímabilsins." Þannig segir
Össur að Guðjón Ölafur fái öruggt þingsæti en
Sæunn, sem Össur lýsir sem langefnilegasta
þingmanni Framsóknar, súpi hregg varaþing-
mennskunnar því ekki hætti Jónína í pólitík.
Ossur hlakkar yfir þessu og virðist
ekki í vafa um hvernig á að túlka
þetta. „Þetta speglar í hnotskurn
sjálfsköpuð örlög Framsóknar. Bestu og efni-
legustu þingmönnum hennar er ýtt út á klak-
ann - og á meðan dregst
flokkurinn upp og bætist
á válista tegunda í útrým-
ingarhættu." Svo líður
og bíður og væntanlega
kemur í Ijós á næsta kjör-
tímabili hvort spádómur k
Össurar rætist. Óhætt er þó að ætla að eitt-
hvað sjái framsóknarmenn þetta með öðrum
augum enda listar þeirra samþykktir á fundi
þeirra i gær.
brynjolfur@bladid.net