blaðið - 20.12.2006, Síða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006
blaAiA
Umrœðan
Ragnar Óskarsson
Látum
Jólin, hátíð ljóss og friðar, eru
að ganga í garð. Með ýmsum hætti
undirbúum við hina miklu hátíð
þar sem boðskapur friðarins er
svo fyrirferðarmikill og áberandi.
Engum ætti að blandast hugur um
að friðarboðskapurinn er sá boð-
skapur sem einmitt á mest erindi
við mannkynið um þessar mundir.
Þegar milljónir þjást vegna styrjald-
arátaka og ofsókna víðs vegar um
heim er nauðsynlegra en nokkru
sinni fyrr að friðarsinnar láti til sín
heyra og það með öflugum hætti.
friðarboðskapinn rætast
Jólin eiga
að vera fólki
áminning um
að gerast frið-
flytjendur um
allan heim.
ungum. Það er alkunna að stjórn-
endur þeirra ríkja sem gjarna og
jafnvel oftast taka sér orðin „man-
réttindi og lýðræði" í munn eru í
raun verstu óvinir mannréttinda
og lýðræðis þegar öllu er á botn-
inn hvolft. Og þessir stjórnendur
eiga sér því miður hauka í horni á
ólíklegustu stöðum vítt um heim.
Allt friðelskandi fólk þarf að mót-
mæla þeim hörmungum sem
konur víða um heim búa við. Víða,
sérstaklega á átakasvæðum, búa
þær við stöðugan ótta um kerf-
isbundnar nauðganir sem eru í
raun ein ömurlegasta mynd af því
ofbeldi sem beinist gegn konum.
Allt friðelskandi fólk þarf að mót-
mæla því hvernig gengið er á rétt
náttúrunnar sjálfrar í miskunnar-
lausri mynd. Virðingarleysið fyrir
náttúrunni er víða svo mikið að
furðu sætir. Mengun eykst sífellt
og æ fleiri svæði í heiminum verða
græðginni að bráð. Hér á landi hafa
úndanfarið verið unnin stórfelld
spjöll á náttúrunni, spjöll sem ekki
verða aftur tekin og sem komandi
kynslóðir munu sitja uppi með.
Þegar við veltum ofangreindum
umtalsefnum fyrir okkur kann
svo að virðast við fyrstu sýn sem
framtíðin sé ekki ýkja björt. Því
þarf þó ekki að vera þannig farið.
Svo framarlega sem friðarboðskap-
urinn nær í raun eyrum manna,
er von. Við skulum því öll breiða
út þann friðarboðskap, láta hann
hljóma sem víðast og freista þess
að það beri árangur, að hann berist
til og hafi áhrif á þá sem geta sann-
arlega haft áhrif. Með því höldum
við í vonina, vonina um betri heim.
Látum friðarboðskapinn rætast.
Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi
ÍVestmannaeyjum.
Allt friðelskandi fólk þarf að mót-
mæla því að þjóðir, þjóðarbrot og
minnihlutahópar víðs vegar um
heim séu ofsótt og að framin séu á
þeim skelfileg mannréttindabrot
á hverjum degi. Víða um heim lítur
hið svokallaða alþjóðasamfélag
fram hjá þjóðarmorðum án þess að
hreyfa legg né lið. Þannig fá kúgar-
arnir greinileg skilaboð um að allt
sé í raun í lagi og að þeir geti hagað
sér að vild og fótumtroðið öll
mannréttindi. Mannréttindahópar
mega sín lítils við þær aðstæður.
Allt friðelskandi fólk þarf að mót- og tæknilegum yfirburðum kúga
mæla því að öflugustu iðnríki heilar þjóðir og valda íbúum fjöl-
heimsins skuli með hervaldi sínu margra landa ómældum hörm-
SMÁAUGLÝ 5INGAR
blaðið-i
SMAAUQLYSINGAR@BLADID.NET