blaðið


blaðið - 29.12.2006, Qupperneq 4

blaðið - 29.12.2006, Qupperneq 4
4 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 blaðið INNLENT LOGREGLAN Fjórir handteknir Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn á vopnuðu ráni í verslun 11-11 í Gilsbúð í Garðabæ réttfyrir miðnætti í gær- kvöldi. Mennirnir eru á tvítugsaldri. FRAMTIÐARLANDIÐ Engar fréttir af framboði „Það er ekkert að frétta. Ég ímynda mér að yfir hátíðirnar hafi lítið verið að gerast og fólk hafi verið að sinna öðrum málum,“ segir Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður. Hann er einn þeirra sem orðaðir hafa verið við hugsanlegt framboð af hálfu Framtíðarlands- ins. Endanleg ákvörðun um framboðið liggur þó ekki fyrir. ÁRAMÓT í REYKJAVÍK 3300 erlendir ferðamenn Nú um áramótin verða alls um 3.300 erlendir ferðamenn á hótelum og gistiheimilum í Reykjavík eða 10 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. Um jólin voru um 1.200 erlendir ferðamenn á hótelum í Reykjavík og hafði þeim fjölgað um nær 50 prósent frá því á jólunum í fyrra, segja Samtök ferðaþjónustunnar. WM Tékkland: Nauðlent vegna átaka Rússneskri farþegaflugvél á leið frá Moskvu til Genfar var nauðlent í Tékklandi í gær eftir að drukkinn farþegi efndi til slagsmála um borð í vélinni og krafðist þess að vélinni yrði flogið annað. Flugstjórinn tók þá ákvörðun að lenda í Prag eftir að mað- urinn hafði reynt að ráðast á áhafnarmeðlim. Áhöfn og farþegar vélarinnar náðu að yfir- buga hann um borð og var hann handtekinn við lendingu. Vélin hélt að skoðun lögreglu lokinni för sinni áfram til Genfar. Suður-Kórea: Fá peninga í stað vændis Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa blásið til mikillar herferðar gegn vændi í landinu. I því skyni hafa þau lofað 400 þúsund króna greiðslum úr ríkissjóði til þeirra fyrirtækja þar sem flestir karlkyns starfsmenn heita því skriflega að kaupa ekki þjón- ustu vændiskvenna að loknum áramótaveislum fyrirtækjanna. Á annað þúsund fyrirtækja hafa tekið þátt í herferðinni. Eftirliti með aldurstakmörkum á tveimur flugeldasölum ábótavant: Unglingi voru seldar hættulegar skotkökur I Keypti stóran flugeld ■ Flugeldasalar lofa bót og betrun ■ Yfirlögregluþjónn telur málið alvarlegt Eftir Val Grettisson valur@þladid.net Fjórtán ára stúlku voru seldar skot- kökur hjá Flugbjörgunarsveit Reykja- víkur og flugeldasölu Gullborgar sem er í einkaeigu. Blaðið gerði úttekt og fór blaðamaður með stúlkunni í þrjár flugeldaverslanir. Þær voru eins og fyrr segir Flugbjörgunarsveit Reykajvíkur á Grjóthálsi, Gullborg á Bíldshöfða og svo Björgunarsveitin Ársæll í Skeif- unni. Ein- ungis Björg- unarsveitin Á r s æ 1 1 stöðvaði stúlkuna við kaupin. L'm / JLv'' Keypti næststærsta flugeld- inn Hrafntinna, fjórtán ára nemi, fór í flugeldasölur og reyndi að kaupa flugelda sem ekki má selja unglingum. Stór pizza með 2 áleggjum Kr. 1.199 Fyrst var farið til Flugbjörgunar- sveitarinnar. Þar bað stúlkan um skotköku og fékk svokallaða Auði djúpúðgu. Kakan er kyrfilega merkt með 16 ára aldurstakmarki. Kakan er tuttugu og fimm skota og er því flokkuð sem þriðja öflugasta gerð flugelda. Samkvæmt skilgreiningu laganna er hún þá næsthættulegasti flugeldurinn. Fjórði flokkur er ólög- legur og ekki seldur í búðum. Við kaupin var stúlkan hvorki spurð um aldur né skilríki. Næst var haldið í Gullborg sem er í einkaeigu. Stúlkan lék sama leikinn. Fór inn og keypti skotköku. Þar fékk hún svokallaða Akrafjalls-skotköku. Hún er talsvert stærri en Auður djúpúðga eða 49 skota kaka. Hún er í sama flokki og sú fyrri. Kakan var ekki merkt aldurstakmörkum þrátt fyrir að það sé skylda samkvæmt við- auka reglugerðar um flugelda. Líkt og hjá Flug- björgunarsveitinni var hvorki spurt um aldur né skilríki. Að lokum var farið í Skeifuna en þar er Björgunarsveitin Ár- sæll til húsa. Tekin var sú ákvörðun að kaupa svokallað Víti. Ástæðan er sú að Víti hefur notið mikilla vin- sælda hjá unglingum en ólöglegt er að selja þeim það. Þegar stúlkan ætlaði að kaupa Vítið spurði afgreiðslumaður hana um aldur. Hún svaraði þvi satt og fékk ekki afgreiðslu. „Það er bagalegt að heyra þetta,“ segir Jón Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Landsbjargar. Hann segir það flugeld/ C" 'í-zz PS Björgunarsveitin Arsæll Spurði stúlkuna um aldur og vildi ekki selja henni svokallað Viti sem er afar vinsælt hjá unglingum. miður að ekki hafi verið farið betur eftir reglunum. Landsbjörg hefur sett öryggið á oddinn en þeir hafa dreift frium hlífðargleraugum og gert myndband þar sem hættan við misnotkun flugelda er ítrekuð. Einnig á að vera sérstakur öryggis- fulltrúi á hverjum stað sem á að fyrir- byggja svona mistök. Jón segir Lands- björg fara yfir málið og brýna fyrir sínu fólki að gera betur. „Við getum ekki spurt hvern og einasta um skilríki,“ segir Guðný Guðmundsdóttir, einn af eigendum Gullborgar, um ástæður þess að stúlkunni var seld skotkaka. Hún segir að þetta hafi gefið tilefni til þess að ítreka fyrir starfsfólki nauð- syn þess að vera vel vakandi fyrir ungum krökkum sem vilja flugelda. Gullborg hefur lengi selt flugelda eða frá 1983 að sögn Guðnýjar og því mikilvægt fyrir hana að farið sé eftir settum reglum. Aðspurð hvers vegna flugeldarnir séu ekki merktir með aldurstakmörkum segist Guðný telja að ekki sé nauð- synlegt að hafa slíkar merkingar á þessum skotkökum. „Þetta er grafalvarlegt mál og það Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur Seldi stúlkunni skotkökuna Auði djúpúðgu sem er flokkuð sem næst- hættulegasti flugeldurinn. Flugeldasala Gullborgar Seldi stúlkunni skotkökuna Akrafjall sem er öflugri en sú sem hún fékk hjá Flugbjörgunarsveitinni. verður skoðað,“ segir Geir Jón Þóris- son, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Hann segir að það sé góð og ærin ástæða fyrir því að reglurnar voru settar í upphafi. Hann segir að al- varleg slys hafi komið upp og vill ekki að það endurtaki sig. Guðmundur í Byrginu kærður: Opnunartími: Virka daga 16-22 Um heigar 12 - 22 TVÆR Á 2.000 Yfirvöld funda um " PflPINOS P I Z Z fl Núpalind 1 Kópavogi Hverafold 1-5 Grafarvogi Hækkaðu þig upp um einn 9 5? 12345 Reykjavikurvegi 62 Hafnarfirði Fulltrúar félagsmálaráðuneyti- sins funduðu síðdegis í gær um mále- fni meðferðarheimilsinsins Byrgi- sins með fulltrúum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.lögreglustjórans í Reykjavík, landlæknisembæt- tisins og Fasteigna ríkissjóðs. Fundurinn var liður í upplýs- ingaöflun félagsmálaráðuney- tisins um starfsemi Byrgisins að Efri-Brú í Grímsnesi og um aðstæður skjólstæðinga sjálfseignarstofnunarinnar. Ung kona hefur kært Guðmund Jónsson forstöðumanns Byrgisins vegna kynferðisafbrots og fjársvika. „Málið er nú til skoðunar og verið að fara yfir þau gögn sem lögð voru fram,“ segir Sigurbjörn Víðir Egg- ertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar í Reykjavík. Ólöf Ósk Erlendsdóttir, fyrrum vistmaður í Byrginu, hefur lagt fram tvíþætta kæru gegn Guð- mundi Jónssyni, framkvæmda- stjóra Byrgisins, og lagði fram ýmis gögn um samband sitt við hann. Lögreglan er nú að fara yfir gögnin og getur ekki staðfest enn hvort þau sanna kynferðissamband þe- irra tveggja. Sigurbjörn Víðir á von á niður- stöðu fljótlega eftir áramót. „í kjölfarið verður skoðað hvaða lög- Veríð að fara yflr þau gögn sent lögð voru fram. Sigurbjörn Víöir Egg- ertsson, aöstoöaryfir- lögregluþjónn regluembætti rannsakar málið og hvar hugsanleg ákæra verður lögð fram,“ segir Sigurbjörn. „Að svo stöddu hefur ekki verið rætt við Guðmund um þessi gögn. Það hefur enginn annar haft samband við okkur vegna svipaðra saka og engin önnur kæra borist.“ Óskum CancCsmönnum öCCum gCeðíCegs drs ogfríðar d nýju drí. yeCkomín d J-CereforcCsteíkfiús dríð 2007 511 3350 Lnugavegur 53b • 101 ReyLjrtvík 5 11 3350 • www.herefortl.is Tígendur og starfsfóCk 3fereforcCsteíCClússpakkcir víðskíj)tavínnm scnnskiptín cí drínu sem er cið Cíða. Borðapantanir MereforcCnautasteikurncir eru rómaðar, fú veCur stœrð, steíkingu og meðCætí. Magnað!

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.