blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 29.12.2006, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 2006 bla6iö fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Rjúkandi sala yfir hátíðarnar? „Við erum mjög ánægð með móttökurnar á tónleikunum og diskunum sem voru gefnir út." Björgv in Hn lldórsson tónlistnrmaður Alcan í Straumsvík tók sig til og gaf mynddisk af tónleikum Björgvins Hall- dórssonar í Háskólabíói síðastliðið sumar inn á hvert heimili í Hafnarfirði. Alls átta þúsund diskum var dreift en til þess að ná gullsölu þarf að selja fimm þúsund eintök. HEYRST HEFUR... K B BANKI Ymsar vangaveltur áttu sér stað í sambandi við auglýs- ingar sem birtust í blöðunum í gær frá KB banka, sérstaklega sköpuðust vangavelturnar í höfðum þeirra sem eru með bankaviðskipti sín þar. Auglýs- ingarnar sýna grátandi andlit starfsmanna bankans sem eru að láta af störfum hjá KB banka og síðan er búið að krota yfir gamla nafnið. Nú bíða margir spenntir eftir að hulunni verði svipt af nýja nafninu og munu þá væntanlega birtast auglýs- ingar með glöðum og hlæjandi nýjum starfsmönnum. Hvort þessari nafnbreytingu í Kaup- þing fylgir endurráðning gam- alla starfsmanna eða eingöngu nýir starfsmenn á eftir að koma i ljós. \T okkrar umræður sköpuðust 1 > á bloggsíðum vegna gjafar Alcan til Hafnfirðinga en eins og greint var frá í Blaðinu í gær var gjöfin diskurinn hans Bó vaf- inn í álpappír. Þessi síðbúna jólagjöf sem allir bæjarbúar i Hafnarfirði fengu inn um lúguna hefur væg- ast sagt vakið hörð viðbrögð. Þannig segir Sigmar frá því á bloggsíðu sinni að Hafnfirð- ingar sem hann hafi heyrt í líki gjöfinni við að opna póst með miltisbrandi. Nú er diskurinn hans Bó einn söluhæsti diskur- inn fyrir jólin og því má leiða líkur að því að hann finnist nú þegar á mörgum heimilum í Hafnarfirði. Engum sögum fer af því hvort á disknum leynist skiptimiði sem geri Hafnfirð- ingum kleift að skunda út t búð og skipta gripnum fyrir einhvern annan en það er lík- legt að álagið við skiptikassann muni aukast milli jóla og nýárs sökum gjafarinnar frá Alcan. Ellý ásamt strákunum sínum tveimur, Ármanni Elíasi og Einari MexÆtl- ar að eyða áramótunum með landsmönnum öllum. Helgin mín Stendur áramótavaktina Ellý Ármannsdóttir er íslend- ingum vel kunn en hún starfar meðal annars sem þula í sjónvarpi allra landsmanna. Ellý mun kynna dagskrána á síðasta degi ársins og bjóða landsmönnum gleðilegt nýtt ár. Ellý er líka ritstýra Hér og nú og hennar síðasta verk fyrir blaðið á þessu ári var að svipta hulunni af því sem nýja árið mun bera í skauti sér. Völvan spáir meðal annars heil- miklum hasar í pólitikinni þar sem Geir og Ingibjörg Sólrún sameinast í eina sæng að loknum kosningum í vor og ýmsar sviptingar munu verða í fjölmiðlaheiminum á kom- andi ári. Kvöldið sem allir eru að horfa Ellý er annars búin að eiga yndis- leg jól í faðmi fjölskyldunnar. Strák- arnir hennar tveir verða hjá pabba sínum um áramótin þannig að henni fannst tilvalið að standa vakt- ina í Sjónvarpinu yfir áramótin. „Ég er ekki frá því að ég sé með örlítinn fiðring í maganum fyrir kvöldið þar sem þetta er kvöld sem allir landsmenn eru að horfa,“ segir Ellý en bætir við að stressið sé kannski líka tengt því að hún sé barnshaf- andi og því aðeins viðkvæmnari en venjulega. „Þetta er eina kvöldið á árinu þar sem allt þarf að vera upp á sekúndu. Nýja árið gengur jú í garð á slaginu tólf þannig að það má engu hnika þegar kemur að því að kynna dag- skrána. Það er alltaf viss stemning sem fylgir því að vinna á þessu kvöldi og ég hlakka til. Það er einstaklega gott andrúmsloft á Sjónvarpinu og þar vinnur skemmtilegt fólk.“ Aldrei að vita hverjir koma í heimsókn Ellý segir að hún muni að sjálf- sögðu setjast niður og horfa á ára- mótaskaupið á milli kynninga. „Ég horfi á skaupið með þeim Sigga og Pétri sem eru útsendingarstjórar þetta kvöld og ætli við fáum ekki konfekt og jólaöl til að hafa með skaupinu," segir Ellý og bætir við að síðan sé aldrei að vita hverjir líti við í upptokuklefann þetta kvöld. „Það er mjög reimt í Efstaleitinu og stundum koma gestir í heimsókn á meðan ég er að lesa kynningar. Ég hugsa að þar séu gamlir starfsmenn sjónvarpsins á ferð. Það virðist vera svo gaman að vinna hjá Sjón- varpinu að það er erfitt að slíta sig þaðan,” segir Ellý og hlær. Eftir að vaktinni líkur á gaml- árskvöld ætlar Ellý að fara heim til tengdaforeldra sinna þar sem mað- urinn hennar bíður eftir henni og fagna áramótunum með honum og fjölskyldu hans. „Ég er búin að eiga mjög gott ár og eignaðist meðal annars bestu tengdaforeldra í heimi á árinu. Ég ber líka miklar vonir til ársins sem í vændum er og veit að það verður gott ár. Ég á von á mér á afmælisdaginn minn sem er þrett- ándi maí en ég geng með stelpu og er farin að hlakka mikið til,” segir Ellý að lokum. loa@bladid.net SU DOKU talnaþraut 2 6 3 8 9 1 7 4 5 4 7 1 5 2 3 8 9 6 S 8 9 4 6 7 1 2 3 1 3 7 6 5 9 2 8 4 8 9 2 3 7 4 5 6 1 6 4 5 1 8 2 9 3 7 3 2 6 7 1 8 4 5 9 9 1 4 2 3 5 6 7 8 7 5 8 9 4 6 3 1 2 Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins: 2 6 1 4 7 5 2 9 5 9 2 1 5 9 4 8 2 7 4 5 1 3 7 5 9 4 2 3 8 5 8 4 6 Ég sagði að hún ætti að fara utan um hálsinn á þér! Á förnum vegi Ætlarðu að strengja áramótaheit? Sigurbjörg Bergsdóttir, banka- starfsmaður: Já, ég ætla að hreyfa mig meira. Ingólfur Eyberg, nemi Nei, ég held ekki þetta árið. Katrín Rúnarsdóttir, markaðs ráðgjafi Já. Ég ætla að mennta mig í ýmsum málum og fara í Hrað- lestrarskólann. Bjarni Daníelsson, markaðs- ráðgjafi Já, ég ætla að strengja áramóta- heit en segi ekki hvert það verður. Oddur Örnólfsson, nemi Nei, ég held ekki. Hef gert það áður en hef aldrei staðið við það.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.